Fréttablaðið - 16.10.2010, Blaðsíða 66
heimili&hönnun6
1. Scandiphone heitir þessi sími
sem kom fram í þessari mynd
árið 1967. Hann var fremur þung-
ur en þessi sem fæst í Ranimosk
á Laugavegi er úr léttara plasti
auk þess sem hann er með tökk-
um en ekki skífu. 10.800 kr.
2. George Nelson-klukkan er
enn í dag mjög móðins. Fæst í
Pennanum Hallarmúla en 20% af-
sláttur er af vörum frá Vitra
þessa dagana.
3. Hægindastóll úr
smiðju Charles og Ray
Eames er klassískur. Fæst
í Pennanum Hallarmúla.
Verð frá 799 þúsund kr.
4. Philips-útvarp sem
endurspeglar mjög Bítla-
andann. Fríða frænka á
Vesturgötu. 8.500 kr.
5. Hinn svarti klassíski
sími var til á flestum heim-
ilum á Íslandi á sjöunda
áratugnum. Ranimosk
hefur til sölu endurgerð
úr plasti. 10.800 kr.
6. Drapplitur vasi frá sjöunda
áratugnum sem enn er fínasta
stofustáss. Fríða frænka á Vest-
urgötu. 4.800 kr.
Frá gullárum Bítlanna
● Sjötíu ár eru liðin frá fæðingu Johns Lennon. Því er ekki úr vegi að skyggnast aðeins
aftur í tímann til sjöunda áratugarins þegar Bítlarnir voru upp á sitt besta.
Paul McCartney, George Harrison, Ringo Starr og John Lennon með
pottaklippingarnar sem þeir voru frægir fyrir. NORDICPHOTOS/GETTY
Ruglingur varð bæði á myndum og myndatexta í grein um nýja ís-
lenska hönnun í blaðinu síðastliðinn mánudag.
Mynd af glerhellum eftir Öldu Halldórsdóttur og Guðrúnu Valdi-
marsdóttur vöruhönnuði, vantaði alfarið í greinina. Myndatextan-
um sem fylgja átti þeirri mynd fylgdi því mynd af hirslunni Show
it Hub eftir hönnunarfyrirtækið Færið. Þá fylgdi myndatextinn
sem átti við hirsluna Show it Hub, mynd af glasamottunum Eyja-
bökkum, einnig eftir Færið. Kynna má sér vörur hönnuðanna nánar
á heimsíðum þeirra: www.faerid.com, www.gudrunvald.com og
www.aldahall.com
Mynd af Hellum eftir Öldu Halldórsdóttur og Guðrúnu Valdimarsdóttur
vantaði í greinina en þær eru framleiddar af Samverki ehf. á Hellu úr efni sem
fellur til við aðra vinnslu.
Eyjabakkar, glasamottur eftir Færið, eru búnir til
úr leðri og korki í laginu eins og Ísland. Show it
Hub-hirsla, ný vara úr plexýgleri eftir hönnunar-
fyrirtækið Færið sem væntanleg er á markaðinn
í haust. Hirslan er ætluð undir fallega hluti sem
jafnan enda ofan í skúffu.
Íslensk hönnun
2
3
6
1
4
5
Lækjargata 2a 101 R. sími 511-5001 opið alla daga 9.00 - 22.00
Vinsælu skrap-litabækurnar
komnar aftur.
helgartilboð
1.996,-
fullt verð
2.495,-