Fréttablaðið - 16.10.2010, Blaðsíða 70
38 16. október 2010 LAUGARDAGUR
V
ið vissum báðir fyrir-
fram að við kæmum til
með að sakna Íslands,
enda nýtum við hvert
tækifæri sem gefst til
að skreppa heim, hitta
vinina og hafa það gott. Það er helst í
sumarfríum, jólafríum og þegar eru
landsleikir, og er alltaf jafn gaman,“
segir Guðlaugur Victor Pálsson þegar
blaðamaður tyllir sér niður með
honum og Kristjáni Gauta Emils-
syni á einni af fjölmörgum útikrám
við Albert Dock, höfnina frægu við
Mersey-fljótið í Liverpool.
Knattspyrnumennirnir ungu eru
báðir leikmenn stórliðsins Liverpool.
Guðlaugur Victor var sautján ára
þegar hann gekk til liðs við Liverpool
frá AGF í Árósum í Danmörku í byrj-
un árs 2009, en Kristján Gauti lék með
FH þar til hann skrifaði undir samn-
ing við Liverpool í desember síðast-
liðnum, þá sextán ára gamall.
Kristján Gauti segir það tvímæla-
laust hafa haft áhrif á þá ákvörðun
að ganga til liðs við Liverpool að fyrir
hjá félaginu var annar Íslendingur.
„Við þekktumst ekki neitt en Guð-
laugur hringdi í mig um leið og hann
frétti að ég væri á leiðinni, óskaði mér
til hamingju og við kynntumst fljótt
mjög vel. Þegar ég kom hingað hafði
hann þegar verið hér í heilt ár og
hefur því hjálpað mér mjög mikið við
að kynnast félaginu og borginni.“
Guðlaugur bætir við að þeir félagar
séu miklir vinir og eyði drjúgum tíma
saman þrátt fyrir aldurs muninn, en
Guðlaugur er tveimur árum eldri
en Kristján. „Það er frábært að hafa
annan Íslending hjá félaginu, ekki síst
vegna þess að mæður okkar beggja búa
hérna úti með okkur og líka litla systir
mín. Þær ná líka mjög vel saman,
þannig að koma Kristjáns hefur í raun
hjálpað okkur öllum mikið.“
Námið heldur manni við efnið
Eins og áður sagði voru félagarnir
mjög ungir þegar þeir fluttust frá
Íslandi vegna atvinnu sinnar. Guð-
laugur flutti til Árósa strax að lokn-
um 10. bekk grunnskóla, en Kristján
Gauti nam við Flensborgarskólann
í Hafnarfirði í eitt ár áður en hann
flutti til Bítlaborgarinnar. Blaða-
manni leikur forvitni á að vita hvernig
ungum knattspyrnumönnum gengur
að fóta sig í nýju umhverfi og kynnast
nýjum siðum fjarri heimahögum.
„Ég var skíthræddur fyrst, en þetta
er fljótt að koma,“ segir Guðlaugur
og bætir við að Íslendingarnir tveir
hafi enn ekki eignast marga vini utan
fótboltans. Annað hafi verið uppi á
teningnum í Árósum, þar sem Guð-
laugur stundaði fullt nám meðfram
knattspyrnuæfingum og kynntist því
mörgum góðum vinum og tók þátt í
félagslífi á vegum skólans.
„Hérna í Liverpool erum við fyrst
og fremst fótboltamenn, við æfum eða
spilum og förum svo heim að hvíla
okkur, og það kemur fyrir að dagarnir
séu dálítið lengi að líða. Reyndar
stundum við báðir fjarnám við Fjöl-
brautaskólann í Ármúla, tökum próf
á netinu til að safna einingum til
stúdents prófs, og það er fínt. Það er
gott að hafa að einhverju að stefna í
þessum málum.“
Aðspurður segir Guðlaugur það
afar óalgengt að félagar þeirra í fót-
boltanum stundi nokkurt nám. „Ég
er sá eini í varaliðinu sem er að læra
eitthvað. Ég get reyndar ekki sagt að
mér þyki námið sérstaklega skemmti-
legt, en það heldur manni við efnið,“
segir hann og hlær, en móðir Guð-
laugs, Ásta Marta Róbertsdóttir,
stundar einnig nám við Háskólann í
Liverpool þar sem hún leggur stund
á markaðsfræði.
Segja má að líf þeirra snúist um fót-
bolta og fátt annað allan ársins hring,
og viðurkennir Kristján Gauti fúslega
að þau tímabil komi þegar þeir verði
leiðir á íþróttinni. „Það er helst þegar
styttist í sumarfrí að við sjáum Ísland
og vinina í hillingum, en svo er okkur
farið að bráðlanga til að sparka aftur
í bolta innan tveggja vikna. Fótbolt-
inn er auðvitað vinnan okkar. Þetta
er í blóðinu.“
Gerrard og Torres toppmenn
Báðir segjast þeir Guðlaugur og
Kristján kunna vel við sig í Liverpool
þótt borgin sé nokkuð ólík því sem
þeir hafa vanist hingað til. „Borg-
in á auðvitað ekkert í Hafnarfjörð,
þar sem ég ólst upp,“ segir Kristján,
„en stærsti kosturinn er tvímæla-
laust hversu vinalegt fólkið er. Ég
þoli reyndar ekki þennan sérstaka
„scouse“-hreim sem íbúar borgar-
innar tala með, en Guðlaugur er alveg
búinn að ná honum.“
Guðlaugur tekur undir það. „Það er
eitthvað með mig og tungumál. Ég er
mjög fljótur að tileinka mér mállýsk-
ur og slíkt, enda varla annað hægt
með alla þessa Liverpool-drengi í
kringum sig. Gefum Kristjáni eitt ár
í viðbót og þá kemur þetta hjá strákn-
um.“
Guðlaugur og Kristján búa báðir
ásamt fjölskyldum sínum í sömu göt-
unni í nágrenni Sefton Park, stærsta
lystigarðsins í Liverpool, þar sem for-
eldrar Bítilsins Johns Lennon kynnt-
ust meðal annars fyrir rúmum sjö-
tíu árum. „Þetta er mjög fínt hverfi
með röð bygginga sem fjöldi fótbolta-
manna býr í,“ segir Kristján og nefna
þeir félagar meðal annarra Liverpool-
leikmennina Maxi Rodriguez, Milan
Jovanovic, Christian Poulsen og
Danny Wilson sem næstu nágranna
sína.
Guðlaugur hefur æft töluvert með
aðalliði félagsins og lék meðal ann-
ars með því í æfingaleikjum í Sviss
á undirbúningstímabilinu. „Ég er
Fyrst og fremst fótboltamenn
Knattspyrnumennirnir Guðlaugur Victor Pálsson og Kristján Gauti Emilsson fluttu kornungir til útlanda og æfa nú og leika
með stórliðinu Liverpool. Kjartan Guðmundsson hitti félagana á útikrá við Mersey-fljótið og fræddist um líf ungra atvinnumanna.
Í LIVERPOOL Guðlaugur Victor og Kristján Gauti við Albert Dock við Mersey-fljótið, þar sem meðal annars má finna eitt
af mörgum söfnum í borginni sem tileinkuð eru Bítlunum. Guðlaugur er þó lítið gefinn fyrir Bítlana. „En samt hef ég
farið oft á Bítlasafnið, enda er afi minn mikill Bítlamaður og dregur mig á Bítlaslóðir í hvert sinn sem hann kemur í
heimsókn.“ FRÉTTABLAÐIÐ/KJARTAN
Kristján Gauti lék með FH
þar til hann gekk
til liðs við U-18
ára lið Liver-
pool í janúar síð-
astliðnum, en
hann er einnig
meðlimur U-19
ára landsliðs
Íslands. Kristj-
án Gauti hóf dvöl
sína hjá Liver-
pool með glæsibrag þegar hann skor-
aði sigurmarkið gegn erkifjendunum
í Manchester United í sínum fyrsta
leik með liðinu. „Þessa stundina er
markmiðið hjá mér að komast upp í
varaliðið, en ég er ekkert að stressa
mig á því strax. Það kemur,“ segir
Kristján.
SKORAÐI Í SÍNUM FYRSTA
LEIK
Miðvallar-leikmaður-
inn Guðlaugur
Victor æfði og
lék með Fjölni í
Grafarvogi þar
til hann skipti
yfir í Fylki árið
2004 og fór
þaðan til AGF í
Danmörku sum-
arið 2007. Hann
hóf æfingar með
varaliði Liverpool í byrjun árs 2009
og lék meðal annars með meistara-
flokki félagsins á undirbúningstíma-
bilinu. Guðlaugur er einnig í U-21
árs landsliði Íslendinga, sem vann
það afrek í vikunni að komast í loka-
keppni Evrópumótsins, sem haldin
verður í Danmörku næsta sumar.
„Ég hef þegar náð mörgum af
mínum markmiðum með því að vera
í kringum aðallið Liverpool. Mig
hungrar þó í meiri aðalliðsbolta og
gæti hugsað mér að fara á lán í eitt-
hvert neðrideildarlið til að spila
meira,“ segir Guðlaugur Victor.
LÉK GEGN SKOTUM
í mjög góðu sambandi við danska
varnar manninn Daniel Agger, enda
eigum við tungumálið sameiginlegt,
og svo spjalla ég við þessa gæja eins
og Gerrard, Torres og Carragher
þegar ég hitti þá á Melwood-æfinga-
svæðinu. Þetta eru allt toppnáungar,
bara venjulegir menn eins og aðrir,“
segir Guðlaugur.
Kristján æfir á öðrum stað í borg-
inni en leikmenn aðalliðsins og
hefur því lítið haft af hinum heims-
frægu stjörnum að segja hingað til.
„Það kemur fyrir að ég, Gerrard og
Torres kíkjum saman í bíó, en ekki
oft,“ grínast hann og glottir.
Afi mikill Bítlaaðdáandi
Hefðbundinn dagur hjá þeim Guð-
laugi og Kristjáni einkennist öðru
fremur af æfingum eins og áður
sagði, en þó finna þeir sér tíma til að
gera sér dagamun endrum og eins. Að
eigin sögn hefur Kristján mest gaman
af því að fara í bíó og kíkja í búðir í
hinni risavöxnu Liverpool One-versl-
unarmiðstöð í hjarta borgarinnar, en
Guðlaugur er mikill tónlistaráhuga-
maður og sækir reglulega tónleika,
bæði stóra og litla.
„Nýlega hef ég til dæmis farið á
tónleika með Muse og Jay-Z og svo sá
ég Backstreet Boys um daginn ásamt
mömmu og litlu systur minni. Það var
rosalega gaman, enda var ég gríð-
arlegur aðdáandi þeirrar sveitar á
mínum yngri árum. Svo klikkar held-
ur aldrei að skella smá karókí í gang
þegar strákarnir kíkja í heimsókn í
einn ískaldan,“ segir Guðlaugur og
Kristján bætir við að Guðlaugur hafi
mikla hæfileika á sviði söngs. „Hann
er alveg ótrúlegur söngvari, sérstak-
lega í Sing Star,“ segir hann og þeir
félagar skella samtímis upp úr.
Guðlaugur segist þó vera heldur
lítið gefinn fyrir frægustu tónlistar-
menn Liverpool, sjálfa Bítlana. „En
samt hef ég farið oft á Bítlasafnið,
enda er afi minn mikill Bítlamaður og
dregur mig á Bítlaslóðir í hvert sinn
sem hann kemur í heimsókn.“
Draumurinn rættist
Þegar Guðlaugur Victor skrifaði
undir samning hjá Liverpool á sínum
tíma vakti það töluverða athygli að
hann gekkst fúslega við því að hafa
verið harður aðdáandi erkióvinanna
í Manchester United alla tíð. Hann
segir það hafa breyst eftir komuna
til Liverpool.
„Ég er í Liverpool og auðvitað held
ég með mínu liði. En samt fylgist ég
enn vel með Manchester United og
vona að því gangi vel,“ segir Guð-
laugur.
Kristján Gauti hefur hins vegar
alla tíð fylgt Liverpool að málum og
segir Michael Owen, sem nú er leik-
maður Manchester United, hafa verið
sína helstu hetju á yngri árum. „Svo
dýrkaði ég allar þessar stjörnur eins
og Robbie Fowler, Steven Gerrard og
Danny Murphy. Þetta var aðalliðið og
það má segja að draumur minn hafi
ræst þegar ég gekk til liðs við Liver-
pool,“ segir Kristján Gauti að lokum.
Svo klikkar
heldur aldrei
að skella
smá karókí í
gang þegar
strákarnir
kíkja í heim-
sókn í einn
ískaldan.
KRISTJÁN GAUTI
GUÐLAUGUR VICTOR