Fréttablaðið - 16.10.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.10.2010, Blaðsíða 4
4 16. október 2010 LAUGARDAGUR Fréttablaðið birti 24. september síð- astliðinn frétt af dómi yfir Sveinbirni Tryggvasyni, sem Hæstiréttur dæmdi til tveggja ára fangelsisvistar fyrir að hafa tælt unglingsstúlku til að hafa við sig kynferðismök nánast daglega í fjögur ár, með gjöfum og með því að nýta sér yfirburði sína gagnvart henni vegna aldurs- og þroskamunar. Í fréttinni sagði: „Síðan fór hann að beita hana ýmiss konar hrottalegri kynferðislegri misneytingu og kúgun, meðal annars með því að læsa hana inni í herbergi í fjóra klukkutíma þegar hann var ósáttur við hana.“ Þessi málsgrein var byggð á frásögn stúlkunnar eins og hún var rakin í dómi Héraðsdóms, en ekki niður- stöðum dómsins eins og ætla mátti af samhengi fréttarinnar. Ekki verður ráðið af dómnum að Sveinbjörn hafi verið sakfelldur fyrir þessi atriði. Beðist er afsökunar á missögninni. Ranghermt var í blaði gærdagsins að eigandi íbúðar við Marbakkabraut hefði gengist við kannabisræktun í íbúðinni. Hið rétta er að það var leigj- andi í íbúðinni sem það gerði. LEIÐRÉTT KÖNNUN Aðeins 7,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnun markaðsrannsókna- fyrirtækisins MMR sögðust bera frekar mikið eða mjög mikið traust til Alþingis. Hins vegar sögðu 75,2 prósent bera frekar eða mjög lítið traust til þingsins. Traustið hefur hrunið af þinginu, þó að ekki hafi verið úr sérlega háum söðli að falla. Í sambærilegri könnun MMR sem gerð var í maí sögðust 10,5 prósent treysta Alþingi, og átján prósent um miðjan september í fyrra. Mun fleiri bera traust til stjórnarandstöð- unnar en ríkisstjórnarinnar, þó að traust á báðum mælist lágt. Alls sögðust 17,8 pró- sent treysta stjórnandstöðunni, sem er tæp- lega fjögurra prósentustiga aukning frá því í maí. Hins vegar sögðust 10,9 prósent treysta ríkis stjórninni, og hefur traustið dregist saman um ríflega átta prósentustig síðan í könnuninni í maí. Lögreglan nýtur sem fyrr mikils trausts. Alls sögðust 80,9 prósent treysta lögregl- unni. Ríflega helmingur, 52,1 prósent, sagðist treysta Ríkisútvarpinu. Það er nokkru meira traust en fjölmiðlar almennt njóta, sem er aðeins um 14,8 prósent. Um var að ræða netkönnun sem gerð var dagana 5. til 8. október. Þátttakendur voru 830, valdir úr hópi álitsgjafa MMR. - bj Traust landsmanna á stjórnarandstöðunni eykst en færri treysta ríkisstjórninni samkvæmt könnun MMR: Aðeins 7,5% landsmanna treysta Alþingi TRAUST Stór hópur mótmælti við Alþingi nýlega. Fólk treystir lögreglunni sem stóð vörð við þinghúsið mun betur en þingmönnunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 23° 14° 8° 9° 10° 7° 8° 8° 24° 13° 22° 14° 27° 7° 15° 19° 6°Á MORGUN Strekkingur með NV- og SA-strönd annars hægari. MÁNUDAGUR Allhvasst með A-strönd annars hægari vindur. 2 3 5 1 0 8 6 6 7 8 10 9 9 9 9 9 10 9 10 9 6 9 9 11 7 6 5 4 3 7 4 8 KÓLNANDI Á morgun fer veð- ur kólnandi þegar vindur snýst til norðlægrar áttar og á mánudag má bú- ast við að hiti verði rétt við frostmark um landið norð- anvert. Þá lítur út fyrir snjókomu eða slyddu norðan- og austanlands á mánudag. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður EFNAHAGSMÁL Horfur eru á að bænd- um fækki mikið á næstunni, að því er segir í efnahagstímaritinu Vís- bendingu. Fækkunin er sögð afleið- ing breyttra aðstæðna í búrekstri og viðbragða bændastéttarinnar við þeim. „Eitt af því sem veldur því að íslenskir bændur eiga erfitt upp- dráttar er minnkandi neysla á mörgum landbúnaðarafurðum,“ segir í Vísbendingu. Bændur eru sagðir hafa brugðist við breyttum aðstæðum með því að stækka bú sín, kaupa vélar og bæta húsakost. Bent er á að sé horft til sauðfjár- og kúabúa saman komi í ljós að stór bú framleiði að jafnaði þrjátíu sinnum meira en þau litlu. Frá þeim fimmtungi búanna sem minnst framleiði komi aðeins 1,8 prósent heildarafurða, en stærsti fimmt- ungurinn framleiði 54 prósent heildarafurða. „Líklegt er að á minnstu býlun- um verði hefðbundnum landbún- aði fyrst hætt og því muni bænd- um fækka mikið á næstunni,“ segir í umfjöllun Vísbendingar. Þá er sagt áhyggjuefni hversu erfiður reksturinn hafi verið bænd- um undanfarið og mikið tap bæði í sauðfjár- og nautgriparækt árið 2008. „Í báðum tilvikum er skýr- inga að leita í miklum fjármagns- kostnaði, en skuldir bænda stór- hækkuðu það ár vegna gengisfalls krónunnar.“ Ólíklegt er talið að meðalbú standi undir fjármagns- kostnaði á næstu árum miðað við að afkoma fyrir fjármagnsliði verði svipuð á næstu árum og árið 2008. Í greininni er allítarlega farið yfir þróun landbúnaðar hér á landi frá upphafi 20. aldar. „Í Bænda- blaðinu mátti nýlega sjá þær upp- lýsingar að finnskum bændum hefði fækkað um helming frá því að landið gekk inn í Evrópusambandið. Ekki er ástæða til þess að efa að þær upplýsingar séu réttar,“ segir í Vísbendingu en um leið er bent á að á sama tíma muni norskum bænd- um hafa fækkað heldur meira. Þá virðist þróunin hafa verið svipuð hér á landi. Fækkun starfa í hefðbundnum landbúnaði er sögð langtímaþróun í öllum vestrænum löndum og ólík- leg til að stöðvast, hvort sem Íslend- ingar verði utan eða innan ESB. Þá er vísað í tölur Bændasamtakanna um hækkandi meðalaldur búfjáreig- enda, sem sé nú 54 ár, en hafi verið 52 ár fyrir nokkrum árum. „Þróun- in virðist vera svipuð í öllum sýslum landsins.“ olikr@frettabladid.is RÉTTIR Í REYKJAHLÍÐ Í nýrri grein í Vísbendingu er bent á að þótt framleiðni í íslenskum landbúnaði sé minni en í heitari löndum ráði ekki loftslagið eitt. Norskar kýr gefi til dæmis af sér meiri nytjar en íslenskar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Útlit fyrir töluverða fækkun í bændastétt Ólíklegt er að meðalbú standi undir fjármagnskostnaði á næstu árum verði afkoma svipuð og síðustu ár. Bændum hefur fækkað um helming í Finnlandi á tíu árum, meira í Noregi og svipað hér. Þróunin virðist svipuð í öllum sýslum. UNGVERJALAND, AP Íbúar ung- verska bæjarins Kolontar eru á leið heim aftur eftir að eðjuflóð skall á bænum í síðustu viku. Stífla við úrgangslón álverk- smiðju í nágrenninu brast og rauð eitureðja flæddi um nærliggjandi sveitir. Íbúarnir hafa hafst við í íþróttahúsi í nágrannabænum Ajka síðan flóðið reið yfir. Níu létust í flóðinu og um fimmtíu eru enn á sjúkrahúsi. Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace vöruðu við því að of snemmt gæti verið fyrir íbúa að snúa aftur, ekki hefði verið geng- ið nægilega vel úr skugga um að svæðið væri öruggt. - mþl Hreinsunarstarfi miðar áfram: Íbúar snúa heim eftir eðjuflóð EITUREÐJAN HREINSUÐ Búið er að reisa vegg við Kolontar sem vernda á bæinn fyrir frekari eðjuflóðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Kona hefur verið dæmd í tólf mánaða fangelsi, þar af níu á skilorði, fyrir að stinga fyrr- verandi unnusta sinn ítrekað með hnífi, þar sem hann lá undir sæng á heimili sínu í Reykjavík. Atvikið átti sér stað á nýársdag 2010. Konan játaði sök sína greið- lega fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur. Dómurinn leit til þess, svo og hins að áverkar mannsins voru ekki miklir. Konan hafði ekki áður gerst sek um ofbeldisbrot. Samkvæmt sakavottorði hafði hún verið sekt- uð fimm sinnum fyrir brot gegn umferðar-, fíkniefna- og hegning- arlögum, síðast árið 2004. - jss Tólf mánaða fangelsi: Stakk fyrrum unnusta ítrekað Líklegt er að á minnstu býlunum verði hefðbundnum landbún- aði fyrst hætt og því muni bændum fækka mikið á næstunni. ÚR UMFJÖLLUN VÍSBENDINGAR SVISS Skemmdir voru unnar á hurð ræðismannsskrifstofu Íslands í Bern í Sviss aðfaranótt fimmtudags. Orðin „free rvk9“ voru úðuð með málningu á hurð- ina og lásinn límdur aftur. Ljóst þykir að skemmdar- verkin hafi verið unnin í mót- mælaskyni við ákærur á hendur nímenningunum sem sakaðir eru um árás á Alþingi í árslok 2008. Ekki varð mikið tjón. - sv Úðað á skrifstofu ræðismanns: Stuðningur við nímenninga AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 15.10.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 206,6864 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 110,34 110,86 177,19 178,05 155,27 156,13 20,821 20,943 19,183 19,295 16,808 16,906 1,3573 1,3653 174,3 175,34 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Málverkasýning Eddu Guðmundsdóttur Árstíðir Stendur yfir á Geysi Bistro, Aðalstræti 2 Til loka nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.