Fréttablaðið - 16.10.2010, Blaðsíða 74
16. október 2010 LAUGARDAGUR42
timamot@frettabladid.is
GUÐBERGUR BERGSSON rithöfundur er 78 ára í dag.
„Ellin er afar heillandi og áhrif hennar, ef manni tekst að losa sig við
rótgróna fordóma gagnvart henni.“
Merkisatburðir
1612 Eldgos brýst út í Kötlu.
1793 Marie Antoinette Frakk-
landsdrottning, eigin-
kona Loðvíks XVI., er
hálshöggvin í kjölfar
Frönsku byltingarinnar.
1902 Í Reykjavík er Landa-
kotsspítali tekinn í notk-
un, hann var reistur og
rekinn af Sankti Jósefs-
systrum.
1905 Verzlunarskóli Reykja-
víkur, sem seinna var
nefndur Verzlunarskóli
Íslands, tekur til starfa.
1923 Walt Disney stofnar
Disney-fyrirtækið ásamt
bróður sínum Roy.
1973 Olíukreppa hefst á Vest-
urlöndum vegna verð-
samráðs Samtaka olíu-
framleiðenda.
1978 Karol Józef Wojtyła
verður páfi sem Jóhann-
es Páll II.
„Mér líður svolítið eins og ég sé að
undirbúa fimmtíu ára afmæli móður
minnar. Mér fyndist það bara eðli-
legt!“ segir Sólveig Eiríksdóttir, sem
gjarnan er kennd við Grænan kost en
töfrar nú fram heilsurétti á Gló í List-
húsinu Laugardal, þar sem hún held-
ur fimmtugsafmælisveislu í dag. „Ég
ætlaði ekki að halda upp á afmælið,“
segir hún afsakandi. „En maðurinn
minn og vinkona voru byrjuð að undir-
búa og bjóða þannig að ég kom bara inn
í ferlið. Ég elska að fagna með öðrum
en þegar ég sjálf á í hlut liggur við að
ég hugsi: „Allt í lagi, ég skal vera í eld-
húsinu. En eflaust hef ég gott af því að
skipta aðeins um hlutverk.“
Sólveig er dóttir Eiríks Hjartarson-
ar, íþrótta- og þýskukennara, og Hild-
ar Karlsdóttur píanókennara, Vestur-
bæingur í húð og hár en var öll sumur
í Kerlingarfjöllum framan af, því faðir
hennar var einn þeirra sem stofnuðu
skíðaskólann. „Sjálf var hún alltaf
ákveðin í að verða handavinnukenn-
ari eða leikfimikennari. „Samt fór
ég í Samvinnuskólann á Bifröst. Þar
kynntist ég fyrsta manninum mínum
og fór beint til Danmerkur með honum
og bjó þar í sjö ár. Þar lærði ég handa-
vinnukennslu, kynntist jóga og breytti
um mataræði. Þarna fór nefnilega
frjóofnæmi að herja á mig í fyrsta sinn
því þegar voraði heima á Íslandi fór ég
beint upp í fjöll.“ Hún kveðst reyndar
hafa alist upp við heilsusamlegan lífs-
stíl hjá foreldrum sínum, sem séu flott-
ar fyrirmyndir. „En áhuginn hjá mér
kom ekki fyrr en ég þurfti á honum að
halda,“ segir hún.
Í Danmörku vann Sólveig fyrir sér
með saumaskap. „Við vorum nokkrar
skólasystur sem leigðum húsnæði á St.
Peters Stræde og saumuðum föt til að
selja. Þar í nágrenninu var lítill heilsu-
veitingastaður sem ég varð ástfangin
af og þegar ég síðar opnaði Grænan
kost með Hjördísi Gísladóttur, vinkonu
minni, þá var hann fyrirmyndin.“
Er Sólveig flutti til Íslands eftir
útivistina byrjaði hún að vinna hjá
Dóru Einarsdóttur fatahönnuði. „Ég
var til dæmis með í að sauma fyrstu
Eurovision-búninganna,“ rifjar hún
upp. „Það var skemmtilegt að vinna
hjá Dóru, hún var skapandi og dálítið
á undan sinni samtíð.“
Í framhaldinu fór Sólveig í Mynd-
lista- og handíðaskólann og útskrifað-
ist sem textílhönnuður. Eitt af því sem
fáir vita um hana er að hún vann hönn-
unarkeppni hér á landi árið 1991, svo-
kallaða Smirnoff-keppni, og var full-
trúi Íslands í keppni milli tugþúsunda
hönnunarnema. „Búningaskúlptúrar
sem ég bjó til úr Álafossull og silki-
prenti vöktu mikla athygli og ég end-
aði í þriðja sæti, fékk heljarinnar við-
tal á MTV og í fjölda erlendra blaða en
hér heima var prentaraverkfall þannig
að ekki kom stafur um keppnina. Áður
en ég fór bauð Stöð 2 mér reyndar í við-
tal en ég var svo upptekin og stressuð
að ég neitaði.“
Lokaverkefni Sólveigar í Mynd-
lista- og handíðaskólanum þótti til
þess fallið að fara með það í verk-
smiðjur Álafoss til frekari vinnslu en
þegar að því kom átti verksmiðjan í
rekstrarerfiðleikum. „Á þessum tíma
var ég að vinna á grænmetisstaðnum
Á næstu grösum með skólanum og þar
vantaði kokk í fullt starf. Ég sló til,“
segir hún. „Þannig urðu straumhvörf
í lífi mínu nánast á einni nóttu og ég
fór úr ullinni í kálið.“
Í framhaldi af þessari kúvendingu
stofnaði Sólveig fyrirtækið Grænan
kost með Hjördísi og er núna á veit-
ingastaðnum Gló. Hún segir skólalær-
dóminn hafa nýst henni vel, kennslan
hafi komið að notum á matreiðslunám-
skeiðunum og hönnunin bæði í sauma-
skap og matreiðslu. „Það var líka gott
fyrir mig að hafa viðskiptamenntun í
farteskinu þegar ég fór út í rekstur.
Einhvern veginn fléttaðist þetta óvart
allt saman.“ gun@frettabladid.is
SÓLVEIG EIRÍKSDÓTTIR: HELDUR UPP Á FIMMTUGSAFMÆLIÐ Í DAG
Úr ullinni í kálið á einni nóttu
78
FIMMTUG Í FULLU FJÖRI „Ég elska að fagna með öðrum en þegar ég sjálf á í hlut liggur við að
ég hugsi: Allt í lagi, ég skal vera niðri í eldhúsi!“ segir Sólveig. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Magnús Stephensen landshöfð-
ingi opnaði formlega telefón-
samband milli Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar þennan dag, árið
1890. Hann var staddur í enda-
stöð málþráðarins, eins og sumir
kölluðu símann þá, Reykjavíkur-
megin. Það var í Aðalstræti 3,
hjá Helga Jónssyni kaupmanni.
Hafnarfjarðarendinn var í versl-
un Chr. Zimsen, kaupmanns við
Reykjavíkurveg, og þar sat Jón
Þórarinsson þennan dag og átti
samtal við landshöfðingjann.
Téður Jón Þórarinsson hafði
vakið athygli á menningarlegu
gildi talsíma og þýðingu hans
fyrir viðskiptalíf í blaðinu Ísafold
19. apríl þetta ár. Stuttu síðar
var stofnað hlutafélag um að
leggja telefón milli Reykjavíkur
og Hafnarfjarðar, halda honum
við og hagnýta hann. Á þessum
tíma var einungis krókóttur götu-
slóði milli bæjarfélaganna og
hesturinn eina farartækið.
Fyrsta daginn sem fónninn var
opnaður töluðu fjörutíu manns í
hann og eftir fimm daga var tala
notenda komin upp í 140. Mikil
upphefð þótti að tala í þessa
töfravél. Heimild: Söguþættir
símans/Heimir Þorleifsson.
ÞETTA GERÐIST: 16. OKTÓBER 1890
Málþráður milli bæjarfélagaerf idr yk kjurG R A N D
Hlýlegt og gott viðmót
á Grand hótel.
Fjölbreyttar veitingar
lagaðar á staðnum.
Næg bílastæði
og gott aðgengi.
Grand Hótel Reykjavík
Sigtún 38, 105 Rvk.
Sími: 514 8000
www. grand.is
erfidrykkjur@grand.is
Verið velkomin
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Haraldur Þorsteinsson
lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði þann
5. október sl. Útför hans fer fram frá Neskirkju
þriðjudaginn 19. október nk. kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Sigurður Haraldsson Jóna Guðjónsdóttir
Þorsteinn Haraldsson Lára V. Júlíusdóttir
Ingibjörg Haraldsdóttir Sturla Þorsteinsson
Ástráður Haraldsson Eyrún Finnbogadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Gjótuhrauni 8, 220 Hafnarfirði Sími: 571 0400, legsteinar@gmail.com
GRANÍT OG LEGSTEINAR
Fallegir legsteinar
á einstöku verði
Frí
áletr
un
Frændi okkar
Andrés Tómasson
Hólmgarði 38, Reykjavík
er látinn. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 18. október kl. 13.00.
Áslaug Andrésdóttir
Kristín Jóhannsdóttir
og aðrir ættingjar
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Tilkynningar um merkis-
atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Litla gjörningahátíðin 2010 stendur yfir í Vogum á Vatns-
leysuströnd og í dag klukkan 15 flytur aðalgestur hátíðar-
innar, Essi Kausalainen, verk sitt í Hlöðunni við Egilsgötu
8. Það nefnist Birds, Insect, Seeds – The Shared Struggle
of Existence.
Essi Kausalainen er meðal þekktustu gjörningalista-
manna yngri kynslóðarinnar í Finnlandi og hefur tekið
þátt í sýningum og hátíðum víða um heim. Fyrr á árinu hélt
hún einkasýninguna Performance Portraits í Muu gallery
í Helsinki.
Í gær voru Íslendingar atkvæðamiklir á hátíðinni. Nýhil-
skáld fluttu ljóðagjörninga víðs vegar um bæinn og verkið
Bíltúr jeppi í flutningi Áka Ásgeirssonar, Halldórs Úlfars-
sonar og Páls Ivans Pálssonar var í Hlöðunni í gærkveldi.
Gjörningahátíð í Hlöðunni
Hlaðan er menningarhús í Vogunum. Dagskrá hennar er á www.
hladan.org