Fréttablaðið - 16.10.2010, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 16.10.2010, Blaðsíða 84
 16. október 2010 LAUGARDAGUR Auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina UMSÓKNUM SKAL FYLGJA: Lýsing á verkefninu Lögð skal fram greinargóð lýsing á verkefninu; umfangi þess, sögu og markmiðum. Tíma- og verkáætlun Gera skal grein fyrir stöðu og áætlaðri framvindu verkefnisins og áformum á árinu 2011. Skilyrði er að verkefninu hafi nú þegar verið hleypt af stokkunum. Upplýsingar um aðstandendur Lagðar skulu fram ítarlegar upplýsingar um helstu aðila sem að verkefninu standa og grein gerð fyrir þeirra þætti í því. Fjárhagsáætlun Tilgreina skal tekjur og gjöld verkefnisins á þessu ári. Uppgjör ársins 2009 fylgi umsókn. • Ef umsókn fylgja ekki ofangreindar upplýsingar verður hún ekki tekin til greina • Umsækjendur geta verið m.a. stofnun, safn, tímabundið verkefni eða menningarhátíð • Úthlutunarnefnd tilnefnir þrjú verkefni úr hópi umsækjenda um Eyrarrósina 2011 • Eitt þeirra hlýtur viðurkenninguna, 1.500.000 kr. og verðlaunagrip til eignar • Viðurkenningin verður veitt í ársbyrjun 2011 á Bessastöðum • Verndari Eyrarrósarinnar er Dorrit Moussaieff forsetafrú • Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2010 og verður öllum umsóknum svarað • Umsóknir skal senda til Listahátíðar í Reykjavík, pósthólf 88, 121 Reykjavík, merktar „Eyrarrósin“ Nánari upplýsingar fást hjá Listahátíð í Reykjavík í síma 561 2444, artfest@artfest.is www.listahatid.is Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands standa saman að Eyrarrósinni, viðurkenningu sem veitt er árlega einu afburða menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar á landsbyggðinni. Verðlaunahafar Eyrarrósarinnar frá upphafi eru: 2005 Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 2006 LungA, Listahátíð ungs fólks á Austurlandi 2007 Strandagaldur á Hólmavík 2008 Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði 2009 Landnámssetur Íslands, Borgarnesi 2010 Bræðslan á Borgarfirði eystra Hömlur ehf., dótturfélag Landsbankans, auglýsa til sölu lager með eftirfarandi vöruflokkum: Hestavara, ýmislegt fyrir hesta og hestamenn Gjafavara, smávarningur úr gjafavöruverslun Vörurnar eru staðsettar að Smiðjuvegi 1, Kópavogi (við miðju norðurhliðar) og verða þar til sýnis þriðjudaginn 19. október 2010, kl. 13-16. Óskað er eftir staðgreiðslutilboði með virðisaukaskatti sem greiðist við afhendingu. Tilboðið skal miðast við að ekki fari fram talning við afhendingu. Tilboð óskast í heilan vöruflokk eða í allan lagerinn í heilu lagi, en vöru- og talninga listar eru ekki til staðar. Vörurnar eru seldar án ábyrgðar og í því ástandi sem þær eru. Tilboðum skal skila inn fyrir kl. 12 fimmtudaginn 21. október til olafur.jonsson@landsbankinn.is. Hömlur ehf. áskilja sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum tilboðum. LAGER TIL SÖLU HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 16. október ➜ Tónleikar 13.00 Í Norræna Húsinu koma fram hljómsveitirnar My Bubba and Mi, Nive Nilsen, Zach & Foes og Útidúr í sam- starfi við Iceland Airwaves. Tónleikarnir standa frá 13- 17. Aðgangur er ókeypis. 15.00 Í Bókabúð Máls og menningar verða tónleikar í samstarfi við Iceland Airwaves. Fram koma hljómsveitirnar Of Monsters & Men, Klassart, Save Public, Prins Póló og Angel Deradoorian. Tón- leikarnir standa frá 15 til 20. 20.00 Páll Rósinkranz verður með tón- leika í Salnum, Kópavogi í kvöld undir yfirskriftinni Brot af því besta í bland við nýtt efni. Aðgangseyrir er 3.500 krónur. 22.00 Hljómsveitin Nýdönsk tekur fyrir allt það besta frá sínum ferli á Græna Hattinum á Akureyri í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 og er forsala á tónleik- ana í Eymundsson. 22.00 Lame Dudes halda tónleika á Kryddlegnum hjörtum í kvöld kl. 22.00 undir yfirskriftinni „A Lame Tribute to J. J. Cale”. Á tónleikunum verður safnað fjár- framlögum fyrir „Konur og krabbamein”. ➜ Opnanir 16.00 Sýning Piu Rakelar Sverrisdótt- ur GRAPHIC LANDSCAPES verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar í dag kl. 16 til 19, en sýningin stendur til 6. nóvember. Aðgangur ókeypis. ➜ Sýningar 11.00 Hundaræktunarfélagið REX heldur um helgina árlega haustsýningu í Reiðhöll Gust við Álalind í Kópavogi. Dagskrá stendur yfir frá 11-17.00 báða dagana. ➜ Námskeið 17.15 Námskeið verður haldið í fram- sögn – leikrænni tjáningu á vegum Félags eldri borgara í Reykjavík. Það mun verða á þriðjudögum kl. 17.15- 18.30 og hefst 19. október. Skráning er hafin á skrifstofu félagsins, s. 588-2111. Kínó klúbburinn og Listasafn Reykja- víkur bjóða upp á námskeið í gerð kvikmynda án notkunar myndavélar fyrir börn á aldrinum 8-15 ára. Námskeiðið er ókeypis. ➜ Leikrit 12.30 Þórunn Erna Clausen sýnir brot úr einleiknum Ferðasaga Guðríðar í leik- stjórn Maríu Ellingsen á Kjarvalsstöðum í dag kl. 12.30. Sýningin er hluti af dag- skrá samvinnuverkefnis Safnaskotta og Listasafns Reykjavíkur. Ókeypis aðgangur. 14.00 Í tilefni af 20 ára afmæli sínu býður Möguleikhúsið til afmælisfagn- aðar fyrir alla fjölskylduna í Gerðubergi í dag kl. 14.00. Aðgangur er ókeypis. ➜ Leiðsögn 14.00 Myndlistarkonan Aðalbjörg Þórðardóttir/Abba verður með leiðsögn um sýningu sína Hugarflug um helgina. Sýningin er í Reykjavík Art gallerí, að Skúlagötu 30. Leiðsögnin hefst kl. 14 bæði laugardag og sunnudag. ➜ Útivist 10.15 Hjólreiðaferð verður farin frá Hlemmi á vegum LHM.is. Lagt er af stað kl. 10.15 og hjólað í 1-2 tíma um borgina. Allir eru velkomnir og þátttaka ókeypis. Sunnudagur 17. október ➜ Hátíðir 13.30 Menningarhátíð barna verður haldin hátíðleg í Hofi á Akureyri undir yfirskriftinni Börn fyrir börn. Aðgangur að hátíðinni er ókeypis og hefst hún kl. 13.30. ➜ Opið Hús 14.00 Í dag, sunnudag á milli kl. 14- 16 verður sungið og kveðið í kaffihúsi Gerðubergs. Að þessu sinni er þemað álfar, tröll og vættir. Ókeypis aðgangur. ➜ Kvikmyndir 14.00 Í Norræna húsinu verður sýnd heimildarmyndin Hærra ég og þú eftir Bjarna Grímsson um hljómsveitina Hjálma. Sýningin er í samstarfi við Ice- land Airwaves. Aðgangur ókeypis. ➜ Dansleikir 20.00 Dansleikur Félags eldri borg- ara í Reykjavík og nágrenni verður að Stangarhyl 4, sunnudagskvöld kl. 20.00 - 23.00. Danshljómsveitin Klassík leikur danslög við allra hæfi. ➜ Leiðsögn 14.00 Í dag kl. 14 verður farið í fjöl- skylduleiðangur um sýninguna Að elta fólk og drekka mjólk í Hafnarborg. Aðgangur ókeypis. 14.00 Árdís Olgeirsdóttir sýningarstjóri verður með leiðsögn í Hönnunarsafni Íslands kl. 14 í dag, en á sýningunni eru hlutir eftir Siggu Heimis. 14.00 Ólafur Ingi Jónsson forvörður fjallar um efni og gerð nokkurra valinna listaverka á sýningunni Áfangar, verk úr safneign sem nú stendur yfir í Lista- safni Íslands við Fríkirkjuveg. Leiðsögn hefst kl. 14.00. 15.00 Hildur Hákonardóttir tekur þátt í leiðsögn um sýninguna Með viljann að vopni kl. 15.00. Aðgangur er ókeypis. ➜ Samkoma 14.00 Félagsvist er haldin í Breiðfirð- ingabúð Faxafeni 14 og hefst kl. 14.00. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Leikfélagið Peðið sýnir nú í dag og á morgun, sunnu- dag, kl. 16 leikritið Sögur af mannlífsklakanum eftir Jón Benjamín Einarsson í leik- stjórn Björns Gunnlaugsson- ar með tónlist eftir Magnús R. Einarsson. Sögur af mannlífsklak- anum eru þrjú samtalsverk úr hversdagsleikanum. Þau fjalla í léttum dúr um samskipti fólks á okkar tímum óháð hruni og myntkörfulánum. Orðið Mannlífsklaki er fengið að láni frá Jóhannesi Birkiland, sem átti á sínum tíma í brösum með samferða- menn sína. Bækistöðvar Peðsins voru áður á Grand rokk en nú sýnir það á Gallery bar 46 á Hverfisgötu 46. Miða á leik- ritið er hægt að panta í síma 561 0700. Mannlífs- klaki Peðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.