Fréttablaðið - 16.10.2010, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 16.10.2010, Blaðsíða 88
56 16. október 2010 LAUGARDAGUR Rokkið var í fyrirrúmi á skemmtistaðnum Nasa á fimmtudags- kvöldið. Fjölmiðla- maðurinn Felix Bergsson fylgdist með hinum helm- ingi Popppunkts, Dr. Gunna, stíga á svið með SH Draumi. Felix átti þar í hrókasamræðum við fyrrum þjálfara Vals, Gunnlaug Jónsson. Fótboltatvíburinn Arnar Gunnlaugs- son var einnig á Nasa, rétt eins og borgarfulltrúinn Dagur B. Egg- ertsson, leikstjórinn Gaukur Úlfarsson og sjónvarps- konan fyrrverandi Nadia Banine. Rokkararnir Frosti Logason og Valli í Fræbbbl- unum voru einnig á staðnum, rétt eins og Árni Plúseinn úr FM Belfast og Jónas Sigurðsson. Haukur Heiðar, söngvari Diktu, heiðraði samkomuna einnig með nærveru sinni. Sömuleiðis voru saman á Nasa söngvarinn Helgi Björnsson, útvarpsmaðurinn fyrr- verandi Þorsteinn Hreggviðsson og Jakob Frímann Magnússon. Á Amsterdam var dansarinn Erna Ómarsdóttir á meðal gesta ásamt meðlimum rokksveitarinnar Reykja- vík! Þar voru einnig liðsmenn Mammúts. Í Havaríi fyrr um kvöld- ið spilaði hljómsveitin Retro Stefson og þar sást til hár- greiðslumannsins Jóns Atla sýna félaga sínum glænýja plötu með hljóm- sveit sinni Hairdoctor sem var þar til sölu. - fb FÓLK Á AIRWAVES Reykjavík! ★★★ Nasa Kraftmikið Það er aldrei nein lognmolla í kringum strákana í Reykjavík! eins og sannaðist svo rækilega á Nasa. Kraftmikið rokkið var í fyrirrúmi og þó svo að lögin mættu stundum vera meira grípandi virkuðu þau vel ofan í rokkþyrsta áhorfendur. Söngvarinn Bóas var meira úti í áhorfendasalnum en uppi á sviði og æstur múgurinn öskraði með honum og knúsaði við hvert tækifæri. Hápunktur kvöldsins var hið bráðskemmtilega All Those Beautiful Boys af fyrstu plötu Reykja- víkur!, Glacial Landscapes, Religion, Oppression & Alcohol. - fb Stafrænn Hákon ★★★ Amsterdam Flottur endir Það hefur ýmislegt breyst hjá Stafrænum Hákoni síðustu ár. Fyrir áratug var þetta einsmannssveit en á tónleikunum á Amsterdam voru átta manns. Og þar af fjórir gítarleikarar. Þrátt fyrir mannmergðina var bandið á fremur rólegum nótum og eitt og annað skraut virtist týnast í hljóðkerfi staðarins. Lokalagið var hið stórgóða Val Kilmer og þá, þegar aðeins var hlaðið í gítarana, komst bandið í sannkallaðan fluggír. - hdm SH Draumur ★★★★ Nasa Algjör draumur Yngstu áhorfendurnir sem höfðu séð Ensími en yfirgáfu salinn fyrir tónleika SH Draums misstu af miklu. Þéttleikinn var mikill og ekki að sjá að þetta rokktríó hefði ekki spilað saman í sautján ár. Sveitin tók öll sín bestu lög, þar á meðal Öxna- dalsheiðin, Grænir frostpinnar og Bensínskrímslið skríður, við góðar undirtektir áhorfenda sem voru flestir að sjá Drauminn í fyrsta sinn á sviði. Sveitin var réttilega klöppuð upp í lokin og flutti meðal annars eitt óútgefið lag sem hitti beint í mark. Frábært kombakk. - fb Múgsefjun ★★ Tjarnarbíó Stóðst ekki væntingar Frumraun Múgsefjunar, Skiptar skoðanir, kom út fyrir tveimur árum og var hún sérlega vel heppnuð. Væntingarnar fyrir þessa tónleika voru því töluverðar en því miður vantaði herslumuninn. Tónleikarnir fóru brös- uglega af stað. Tæknileg vandræði gerðu vart við sig hjá bassaleikaran- um og einnig virtist stillingin á öðrum gítarnum vera í ólagi. Stemningin í salnum var heldur lítil nema í vinsæl- asta lagi hljómsveitarinnar, Lauslát. Tónlist Múgsefjunar er skemmtileg en hún náði ekki að njóta sín sem skyldi á þessum tónleikum. - fb Ham ★★★★ Nasa Alvöru partí Þungarokkssveitin Ham hefur snúið aftur með reglulegu millibili undan- farin ár. Alltaf er hún í hörkuformi og tónleikarnir á Nasa voru þar engin undantekning. Drungaleg byrjunin var flott og keyrslan hélt áfram allt til enda. Party Town og Animalia voru eftirminnilegust, sérstaklega fyrrnefnda lagið þar sem fúlskeggjuð sveitin náði upp hörku stemningu. Áhorfendur úti á gólfinu voru sem í transi alla tónleikana og hinir alhörð- ustu svifu yfir skaranum eins og enginn væri morgundagurinn. Ham var klöppuð upp tvisvar en mætti ekki í seinna skiptið, enda búin að skila sínu og rúmlega það. - fb Ensími ★★★ Nasa Fín frammistaða Ensími spilaði blöndu af nýjum og eldri lögum á tónleikunum, þar á meðal af væntanlegri plötu sem hefur verið beðið eftir í mörg ár. Eitt lag af annarri plötunni BMX fór í loftið, Tungubrögð, og féll það vel í kramið hjá áhorfendum. Tónleikarnir voru annars fínir en ekkert umfram það. Ensími skilaði sínu prýðilega og spila- mennskan var eins og best verður á kosið. Lokalagið Arpeggiator af fyrstu plötunni Kafbátamúsík var kærkomið og myndaðist þá mesta stemningin í salnum. - fb Fimmtudagurinn 14. október ROSALEGIR Bóas og félagar í hljómsveitinni Reykjavík! rokkuðu á Nasa. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR TRAUSTIR Hrafn og strákarnir í Ensími spiluðu blöndu af nýju og gömlu efni. Og veislan heldur áfram ENDURKOMA Dr. Gunni og félagar voru flottir á Nasa. IÐAN fræðslusetur Skúlatúni 2 - 105 Reykjavík www.idan.is - s. 590-6400 Bílasalar Undirbúningsnámskeið vegna prófs til leyfi s sölu bifreiða, verður haldið í Reykjavík 1-17. nóvember 2010, ef næg þátttaka næst Umsóknarfrestur er til 28 október 2010. Nánari upplýsingar og skráning í síma 590 6400 eða ragnar@idan.is og www.bilgrein.is. Prófnefnd bifreiðasala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.