Fréttablaðið - 16.10.2010, Blaðsíða 22
22 16. október 2010 LAUGARDAGUR
N
ú eru rétt rúm tvö ár frá
hruni bankanna, hvar
sýnist þér samfélagið á
vegi statt?
„Í stöðnun. Því miður.
Mér sýnist ríkisstjórnin
stefna landinu í stöðnun vegna þess að
hún áttar sig ekki á því að skattlagn-
ing í þessari stöðu leiðir bara til þess
að skattstofninn minnkar. Skattlagning
leiðir til enn meiri vandræða. Ef ríkið
gæti þá ætti það að selja eignir en það
getur það ekki. Hins vegar á það eign
sem nýta má. Það er óskattað fé hjá líf-
eyrissjóðunum. Við sjálfstæðismenn
lögðum þá hugmynd fram í fyrra að
skattleggja séreignasjóðina. Það myndi
gefa ríkissjóði 70 milljarða og sveitar-
félögunum 40 milljarða. Ef við gerðum
þetta væri hægt að sleppa öllum skatta-
hækkunum.“
Atvinnumálin eru númer eitt, tvö og
þrjú, að mati Péturs.
„Menn eiga að einblína á þau og ekk-
ert annað. Fólk sem hefur ekki atvinnu
getur ekki borgað af lánunum sínum
og óttast að missa húsið sitt. Fólk sem
er atvinnulaust flytur til útlanda og
kemur ekki aftur. Það er því lífsnauðsyn
fyrir þjóðina að skapa atvinnu. Þegar
atvinnulífið er komið í gang lagast staða
ríkissjóðs af sjálfu sér því fólk breytist
úr því að vera atvinnuleysisbótaþegi í
að vera skattgreiðandi sem bætir stöðu
ríkissjóðs um þrjár milljónir á mann á
ári.“
Hann vill að allar skattaaðgerðir
ríkisstjórnarinnar verði dregnar til
baka því þær beinist nánast allar gegn
atvinnusköpun.
„Það á við um fjármagnstekjuskatt-
inn, hækkað tryggingagjald og hærri
skatt á fyrirtæki. Það er eins og allt miði
að því að keyra atvinnuna niður. Síðan
eigum við að auka aflaheimildir í eitt ár
vegna þess að það skapar atvinnu núna
þegar við þurfum á því að halda. Atvinn-
an er verðmætari fyrir þjóð félagið núna
heldur en hún verður eftir fimm eða tíu
ár. Það sama á við um skattlagningu sér-
eignarsparnaðarins, við fórnum þeirri
eign núna til að skapa atvinnu sem varir
áfram og skilar meiri sköttum vegna
þess að kakan stækkar.
Svo eigum við að vinna hart að því,
líka umhverfisráðherra, að koma virkj-
anaframkvæmdum í gang og þeim verk-
efnum sem rætt hefur verið um, hvort
heldur er einkasjúkrahús á Suðurnesj-
um, starfsemi félagsins sem ætlar að
stunda einkaheræfingar án vopna og
án hernaðar, gagnaver, álver í Helguvík
og svo framvegis. Menn eiga, allir sem
einn, að einhenda sér í að skapa atvinnu.
Um leið og atvinna skapast og til verð-
ur eftirspurn eftir vinnuafli þá hækka
launin. Menn sem hafa verið í skertu
starfshlutfalli fá fulla vinnu, menn fá
yfirvinnuna aftur og opinberir starfs-
menn sem þarf að segja upp vegna nið-
urskurðar fá nýja vinnu á almennum
vinnumarkaði.“
Flöt niðurfærsla er vond hugmynd
Skuldavandi heimilanna hefur verið
mál málanna síðustu daga. Hvernig
telur þú að taka eigi á þeim málum?
„Ég hef reynt að fara í gegnum það
af hverju þessi skuldavandi myndað-
ist. Auðvitað er útilokað að fjölskylda
sem verður fyrir atvinnuleysi, ég tala
nú ekki um ef báðar fyrirvinnur missa
vinnuna, geti borgað af lánum eins og
hún ætlaði sér. Atvinnusköpun leysir
því þennan vanda að hluta. Mér sýnist
Hæstiréttur vera búinn að laga geng-
islánin sem sumir voru með og tel að
sú lausn sé mjög sanngjörn. Mér sýnist
því að flestir myndu ráða við stöðuna ef
þeir hafa vinnu.
Engu að síður er ákveðinn hópur
manna sem lenti illa í því og var jafnvel
kominn í vandræði fyrir hrun og fyrir
þá þarf að búa til frekari úrræði hjá
Umboðsmanni skuldara. Þar þarf að
vinna miklu hraðar og gera kerfið lipr-
ara og manneskjulegra. Ég tel sumsé að
það eigi að aðstoða þá sem þurfa aðstoð
en ekki hina.“
Þú ert sem sagt andvígur f latri
skuldaniðurfærslu.
„Já. En ég verð að segja að það er
svo furðulegt að menn fabúlera út og
suður án þess að hafa almennilegar
upplýsingar í höndunum. Þessar upp-
lýsingar eru til, þær eru úti um allan
Hrunið kenndi okkur að spara
Pétur H. Blöndal alþingismaður hefur áhyggjur af því hvert stefnir undir forystu ríkisstjórnarinnar. Verði breytt um kúrs getum
við hins vegar komist í hóp öfundsverðra ríkja. Í samtali við Björn Þór Sigbjörnsson útlistar Pétur sínar leiðir út úr vandanum.
bæ en það þarf að safna þeim saman og
vinna svo út frá þeim. Eina vísbendingu
höfum við þó um stöðuna. Hún er sú
að þegar Alþingi samþykkti lög um að
öll lán skyldu fara í greiðslujöfnun var
sett inn heimild um að þeir sem vildu,
gætu óskað eftir að fara ekki þá leið. Að
þeir mættu borga eins og lánasamning-
ar gerðu ráð fyrir, sem sagt meira og
þar með greiða lánin fyrr niður. Helm-
ingur lántakenda lagði lykkju á leið
sína til að fá að borga meira. Það segir
mér að þessi hópur skuldara ræður við
sinn vanda og að fella niður skuldir hjá
honum er mjög dýrt.“
Pétur segir í fínu lagi að skoða allar
leiðir vilji menn endilega gera það. Flöt
niðurfelling skulda, um til dæmis átján
prósent, verði hins vegar ekki gripin úr
loftinu.
„Í fyrsta lagi myndi slík aðgerð rústa
lífeyrissjóðunum, snarlækka greiðslur
til komandi lífeyrisþega og skapa því-
líkt ójafnræði milli sjóðsfélaga að það
bryti eflaust í bága við jafnræðisregl-
una. Opinberu lífeyrissjóðirnir munu
þó ekki þurfa að skerða lífeyri heldur
velta kostnaðinum á skattgreiðendur.
Í öðru lagi þýðir þetta gríðarlegar
vaxtahækkanir Íbúðalánasjóðs. Unga
fólkið sem enn á eftir að kaupa sér
íbúð þyrfti að borga vexti alveg í
drep, næstu 30 til 40 árin. Það er galið
að lækka skuldir hjá heimilum sem
þurfa ekki á því að halda og gjalda
fyrir með gríðarlegri vaxtabyrði inn
í framtíðina.
Í þriðja lagi eru það bankarnir. Tveir
af þremur bankanna eru í eigu kröfu-
hafa. Ef skerða á eignir þeirra með því
að lækka skuldir fólks sem þarf ekki
á því að halda og hefði borgað lánin
sín að fullu er ég ansi hræddur um að
kröfuhafarnir muni vísa í eignarrétt-
inn og fara í mál. Slík málaferli stæðu
í mörg ár og gætu hugsanlega orðið til
þess að ríkið, sem sagt skattgreiðendur,
sem sagt fyrirtækin og heimilin í land-
inu, þyrftu að borga þetta hvort eð er.
Sé þetta dregið saman þá munu heim-
ilin alltaf borga fyrir flata niðurfærslu
skulda, annað hvort með hærri vöxtum
á lánum, skertum lífeyrisgreiðslum eða
með sköttum í framtíðinni þannig að
þeir sem vilja gæta hagsmuna heimil-
anna ættu að hafna þessum leiðum.“
Við víkjum að niðurskurðartillögun-
um í fjárlagafrumvarpinu. Pétri hugn-
ast ekki forsendur frumvarpsins en
telur rétt að skera niður.
„Það þarf að minnka ríkisbáknið. Að
mínu mati voru stærstu mistök Sjálf-
stæðisflokksins í þau átján ár sem hann
var við völd að láta vöxt opinbera kerf-
isins viðgangast. Hann átti að stinga við
fæti og það átti að leggja meira fyrir.
Ég tel að það eigi að skoða það að bakka
með velferðarkerfið fjögur, fimm ár
aftur í tímann, sjá hvað hver fékk þá,
og spyrja hvort við höfum stofnað nýjar
stofnanir sem hægt er að leggja niður.
En svo er lykilatriði þegar menn ætla í
svona niðurskurð eins og á heilbrigðis-
stofnununum að hafa samráð við fólk.
Koma til þess og segja; hér er mik-
ill vandi á höndum hvaða hugmyndir
hefur þú um lausn?
Aðferðirnar skipta líka miklu máli.
Ef segja þarf upp tíu manns á hundr-
að manna vinnustað á frekar að segja
öllum upp tíu prósent. Færa starfshlut-
fall allra niður í 90 prósent. Þá við-
höldum við þekkingunni, mannauðn-
um í fyrirtækinu og tengingu fólks við
vinnumarkaðinn og uppsögnin er ekki
eins mikið áfall fyrir þessa tíu.“
Yfirdráttur er bannorð fyrir heimili
Ef við tökum þetta saman: Þú segir
ríkisstjórnina á rangri leið hvað varðar
skatta, atvinnustefnu, skuldaniðurfell-
ingu og niðurskurðinn að vissu marki.
Telurðu í því ljósi ástæðu til bjartsýni
fyrir hönd lands og þjóðar?
„Það er ýmislegt gott að gerast. Ég
var hjá gömlu fólki uppi í Árbæ og líkti
ástandinu við skip sem lendir í brot-
sjó. Á þilfarinu er allt í klessu, áhöfnin
hleypur fram og til baka og veit ekk-
ert hvað hún á að gera, í brúnni standa
menn og rífast um hvort þeir eiga að
fara til hægri eða vinstri en í vélasaln-
um gengur allt eins og klukka. Þannig
er það hjá okkur; áliðnaðurinn, ferða-
þjónustan og sjávarútvegurinn ganga
eins og klukka, þökk sé krónunni. Hún
hefur haldið vélinni gangandi. Við erum
með afgang af vöruskiptajöfnuðinum
sem maður gat ekki einu sinni látið sig
dreyma um. Það er afskaplega jákvætt
að flytja meira út en inn.
Nú vil ég horfa til framtíðar og þess
að hver einasti maður einsetji sér að
eftir tíu til fimmtán ár þá skuldi hann
bara námslánin sín og íbúðarlánið.
Menn eiga ekki að taka lán fyrir öðru.
Bílinn, símann og allt annað á að stað-
greiða. Og það á aldrei að kaupa neitt
á raðgreiðslum og yfirdráttur er bann-
orð fyrir heimili. Svo er gott að eiga
þriggja til fjögurra mánaða útgjöld á
lausu í banka. Svona vil ég sjá þetta.
Maður sem skuldar er ekki frjáls. Þjóð
sem skuldar er ekki frjáls. Heldur ekki
fyrirtæki. En sá sem á inneign er frjáls.
Fjölskyldu hans líður vel og það eru
heilmikil verðmæti fólgin í því að eiga
sparnað í stað þess að vera í vanskil-
um. Ég vona að þjóðin hafi náð þessu
í hruninu.
Ef allir ná þessu gætum við eftir
tíu til fimmtán ár komist í hóp þeirra
þjóða sem eiga innistæður í útlöndum
en ekki skuldir. Meðalskuldir þjóða í
heiminum eru nefnilega núll. Þar eru
til dæmis Taívanbúar, Japanar og Þjóð-
verjar, þjóðir sem ekki hafa áhyggjur
af gjaldeyrinum sínum. Þær þjóðir
eiga eignir í útlöndum. Þannig ættum
við að vera. Við þurfum ekki að hugsa
um það að taka upp annan gjaldmiðil á
næstu árum. En ef við komumst í þessa
stöðu, að eiga innistæður í útlöndum, þá
getum við keypt annan gjaldmiðil ef við
viljum það. Við gætum keypt dollara til
að hafa sem gjaldmiðil ef okkur langaði
til þess.“
Þetta er þín framtíðarsýn en forsend-
ur þess að hún verði að veruleika er
væntanlega ríkisstjórnarskipti?
„Já, ég óttast að þessi ríkisstjórn
muni ekki hverfa frá þessari stefnu
sinni sem leiðir til hættulegrar stöðn-
unar. Við þurfum að stækka kökuna og
fylla almenning bjartsýni og framtíð-
arsýn. Þetta er mín framtíðarsýn og ef
við gerum þetta með átaki verður allt
miklu rólegra og betra. Það er gildi
sparnaðar.“
Telurðu að við höfum lært eitthvað af
hruninu?
„Já, tvímælalaust. Á árunum 1950
til 1980 voru neikvæðir vextir og þeir
breyttu Íslendingum úr því að vera
mjög sparsamir eftir hörmungar síð-
ustu alda í að vera mestu eyðsluklær
jarðar. Strax vikuna eftir hrun lærði
þessi eyðslukló að sparsemi og ráð-
deild er eitthvað sem gæti borgað sig.
Nú eru fjölskyldur á Íslandi orðnar
mjög ráðdeildarsamar og innflutningur
á alls konar hlutum hefur fallið niður.
Þetta hefur þjóðin lært og mér finnst
það jákvætt. Sveitarfélögin hafa farið
í gegnum svipað lærdómsferli því þau
gengu í gegnum nákvæmlega sama, þau
byggðu sundlaugar sem þau drukknuðu
í. Fyrirtækin eru líka að átta sig á að
of mikið lánsfé í rekstrinum er ekki
skynsamlegt.“
Menn búa til fé sem er ekki til
Í stað þess að taka lán þurfa fyrir-
tæki, að mati Péturs, að fjármagna sig
með áhættufé. En það er af skornum
skammti.
„Vandinn er að traustið er gjörsam-
lega farið. 55 þúsund manns, 60 þús-
und ef við tökum stofnbréf með, töp-
uðu 80 til 90 milljörðum á hlutabréfum
Ég tel að það
eigi að skoða
að bakka
með vel-
ferðarkerfið
fjögur, fimm
ár aftur í
tímann
EINFARI Pétur hefur lengi verið sér á báti í þingflokki sjálfstæðismanna. Honum finnst ekki hafa verið nóg á sig hlustað.
FRAMHALD Á SÍÐU 24