Fréttablaðið - 16.10.2010, Blaðsíða 24
24 16. október 2010 LAUGARDAGUR
við hrunið. Ég veit ekki hver ætti
að fjárfesta í hlutabréfum jafnvel
þótt hann ætti peninga. Sama er
með lánveitendur. Það eru allir svo
illa brenndir á fyrirtækjum. Því
þarf að byggja upp traust á ný með
öllum ráðum. Til dæmis þurfum við
að skilja af hverju mönnum tókst að
hola bankana að innan.“
Pétur hefur lagt sitt af mörkum
í þeim efnum. Í fyrra flutti hann
frumvarp um svokölluð gegnsæ
hlutafélög en slíkt fyrirkomulag
á að girða fyrir viðskiptahætti
sem mjög svo tíðkuðust hér þegar
allt var á fleygiferð í samfélaginu
og peningarnir virtust flæða um
strætin.
„Með frumvarpinu færði ég rök
fyrir því og sannaði að það væri
hægt að búa til fyrirtæki sem sýna
fram á eigið fé og hagnað án þess
að það sé svo mikið sem króna inni í
þeim. Tökum dæmi. Fyrirtæki lánar
starfsmanni fyrir kaupum á hluta-
bréfum í fyrirtækinu. Skuldabréf-
ið sem er gefið út er fært sem eign
hjá fyrirtækinu en hlutaféð er ekki
fært sem skuld. Eigið fé fyrirtækis-
ins vex því og vextirnir sem starfs-
maðurinn borgar er hagnaður fyrir
fyrirtækið. Það borgar manninum
svo út arð af hagnaðinum. Ef þetta
er gert nokkrum sinnum og jafn-
vel með stórum tölum þá er búið til
eigið fé og hagnaður sem er ekki til.
Það var dæmi um þetta í blöðunum
nú í vikunni. Ólafur Ólafsson gerði
þetta. Þannig varð 25 milljarða
skuld til. Það var lánað til kaupa á
hlutabréfum sem voru að veði en
það var ekkert á bak við þetta og
peningarnir fóru bara í hringi. Þetta
verður að banna ef fólk á að fást til
að fjárfesta aftur í fyrirtækjum.
Annað dæmi. Kaupþing átti 20
prósent í Exista og sá hluti var met-
inn á 40 milljarða eða hvað það nú
var. Exista átti svo 20 prósent í
Kaupþingi sem metin voru á svip-
aða fjárhæð. Ef fyrirtækin hefðu
keypt eigin hlutabréf hvort af öðru
þá væru þau verðlaus. Þetta var
lýsandi dæmi um hvernig menn
bjuggu til eigið fé.“
Sumir telja einkavæðingu bank-
anna rót hrunsins. Pétur var hlynnt-
ur henni enda voru bankarnir baggi
á ríkinu.
„Þeir höfðu jafnvel kostað ríkis-
sjóð peninga og skiluðu aldrei hagn-
aði. Ríkið þurfti meira að segja að
veita Landsbankanum víkjandi lán
af því að hann stóð svo illa. En það
sem gerðist eftir einkavæðinguna
var að menn fóru á fullt í þessar
æfingar að láta peningana ganga
í hringi. Það var veilan, það var
hægt að búa til fé sem ekki var til.
Einu sinni spurði danskur banka-
maður hvaðan Íslendingar fengju
alla þessa peninga og það voru alls
konar hugleiðingar um það, það var
talað um mafíupeninga og ég veit
ekki hvað og hvað. En málið var að
þessir peningar voru ekki til. Þeir
voru bara sýndir. Og af því að bank-
arnir fóru þá leið að sýna gott eigið
fé og dúndur hagnað féllu matsfyrir-
tækin í þá gryfju að veita bönkunum
mjög hátt mat. Ég man að eitt árið
voru bankarnir þrír með 200 millj-
arða í hagnað. Það var ævintýraleg
tala en þessir peningar voru ekki til.
Þóknunartekjurnar sem voru brot
af þessu voru líklega raunveruleg-
ar en fátt annað.“
Pétur vildi að í ályktun Alþingis
um skýrslu þingmannanefndarinnar
yrði kveðið á um að matsfyrirtækin
og erlendir lánveitendur bæru, með
öðrum, ábyrgð á hruninu. Það fékkst
ekki samþykkt.
„Ef matsfyrirtækin hefðu ekki
gefið bönkunum besta mat sem til er
hefðu þeir aldrei fengið aðgang að
þessu erlenda lánsfé sem streymdi
til landsins í þvílíkum mæli að
annað eins hefur ekki sést. Að mínu
mati fóru þessir peningar sem komu
utan frá umhendis aftur til útlanda.
Þeir höfðu kannski sekúndu stopp á
Íslandi en fóru svo til London, Kaup-
mannahafnar, Óslóar og út um allt
til fjárfestinga hjá útrásarliðinu.
Það sama á við um Icesave-pen-
ingana, þeir komu líklega ekki til
Íslands. Í rauninni var þetta hrun
ekki eingöngu hér á landi þetta voru
erlendir peningar sem fóru í ævin-
týri í útlöndum.“
Fólk sem er viturt eftir á óþolandi
Förum tvö ár aftur í tímann. Fannst
þér ríkisstjórnin og embættismenn-
irnir bregðast rétt við í aðdraganda
hrunsins?
„Mér finnst fólk sem er viturt
eftir á óþolandi. Við getum ekki
dæmt núna stöðuna eins og hún
var fyrir hrun vegna þess að það
vissi enginn að það yrði hrun eins
og við vitum núna. Reyndar bentu
margir á vísbendingar en enginn
vissi að allir þrír bankarnir færu.
Hafi einhver vitað það hefði hann
átt að hvísla því að mér. Ég hefði
nú eflaust ekki trúað honum en það
er önnur saga. En málið er að ég er
ekki viss um að ég hefði gert eitt-
hvað öðru vísi. Það kemur í ljós í
rannsóknarskýrslunni, sem ég tel
mjög góða, að stjórnsýslan er bara
ekki nógu vel skipulögð og hraðvirk.
Því þarf að breyta. Og hætta þess-
um endalausu fundum. Það er mjög
algengt í sumum stofnunum að þar
er alltaf verið að funda. Fundir eru
til að taka ákvarðanir og þeir eiga
að vera snarpir og stuttir.“
En á meðan á þessu stóð á sínum
tíma, fannst þér tekið rétt á málun-
um?
„Ég veit það ekki. Ég veit ekki
hvort ég sjálfur hefði brugðist öðru
vísi við. Það var óskaplegt áreiti á
þessum tíma og kúgun alls staðar
frá. Bretar og Hollendingar kúguðu
okkur, sett voru hryðjuverkalög á
okkur, Icesave-deilan hékk yfir og
menn voru sífellt að reyna eitthvað.
Það var hringt í alla seðlabanka-
stjóra í Evrópu og reynt að fá lán en
alls staðar var búið að loka á okkur.
Þeir sem við héldum að væru vinir
okkar voru það ekki lengur. Það er
erfitt að segja hvað annað hefði átt
að gera.“
Þú varst í hringiðunni hvað þing-
ið varðaði, formaður efnahags- og
skattanefndar.
„Já, og það kom til mín fólk gjör-
samlega titrandi vegna ástands-
ins. Út- og innflytjendur voru í alls
konar vandræðum. Við vorum í
þeirri stöðu að það var ekki til gjald-
eyrir fyrir lyfjum og olíu. Útflytj-
endur áttu innistæður úti um alla
Evrópu en gátu ekki flutt þær heim.
Á þessu gekk í margar vikur.
En á móti kemur að það var
kraftaverk að greiðslukerfi lands-
manna virkuðu með neyðarlögun-
um. Hugsanlega hefði orðið hung-
ursneyð ef þau hefðu hrunið. Í
einhvern tíma hefðu menn getað
keypt brauð fyrir úrið sitt en það
hefði ekki gengið til lengdar.“
Pétur er þeirrar skoðunar að í
raun hafi ástandið á Íslandi vik-
urnar eftir hrunið verið eins og í
stríði.
„Þetta var viðskiptastríð og menn
klikkuðu og klikka enn á að segja
að þetta hafi verið og sé stríð. For-
seti Íslands er reyndar farinn að
segja út á við núna að við séum
undir kúgun en það áttu ráðamenn
að segja strax. Þeir áttu að segja að
það væri verið að kúga okkur til að
semja um Icesave. Við eigum ekki
að borga en það er verið að kúga
okkur til þess. Það er hættuleg
staða að segja ekki frá því af hverju
menn bregðast við með tilteknum
hætti. Það á að segja þjóðinni sann-
leikann.“
Er það almennt ekki gert?
„Ég veit það svo sem ekki en mér
finnst menn ekki nógu heiðarlegir.
Ef maður heldur sig við sína sann-
færingu er enginn vandi að segja
satt. Þá þarf maður heldur ekki að
muna hvað maður sagði síðast. Það
er nefnilega mjög erfitt að ljúga.“
Niðurdrepandi að ekki sé hlustað
Þú sagðir í þinginu á dögunum að í
gegnum fimmtán ára þingferil þinn
hefði lítið verið hlustað á þig. Það
hlýtur að vera lýjandi til lengdar.
„Það er mjög niðurdrepandi. Ég
ætla ekki að krefjast þess að menn
fallist á það sem ég segi en ég vil
að menn nenni að lesa og ræða
málin, það hefur varla gerst. Ég
hef til dæmis flutt frumvörp um
að dreifa veiðiheimildunum á alla
þjóðina. Um leið og einhver fæddist
eða flyttist til landsins fengi hann
hlutdeild í árlegum veiðiheimildum.
Tvö tonn eða álíka. Það myndi eyða
þessari miklu umræðu um eignar-
FRAMHALD AF SÍÐU 22
Einu sinni spurði danskur bankamaður hvaðan Íslendingar
fengju alla þessa peninga og það voru allskonar hugleiðing-
ar um það, það var talað um mafíupeninga og ég veit ekki
hvað og hvað. En málið var að þessir peningar voru ekki til.
LÆRÐI Í ÞÝSKALANDI OG
STOFNAÐI KAUPÞING
➜ Pétur er fæddur 24. júní
1944 og varð því 66 ára í
sumar.
➜ Að lokinni skólagöngu
í MR 1965 hélt hann til
náms í Köln í Þýskalandi.
Þar lauk hann prófi í eðlis-
fræði, stærðfræði, tölvu-
fræði, hagnýtri stærðfræði,
líkindafræði, tölfræði,
tryggingastærðfræði og
alþýðutryggingum. Náms-
ferlinum lauk með doktors-
prófi árið 1973.
➜ Pétur var sérfræðingur
við Raunvísindastofnun
Háskólans og kennari
1973-1977, forstjóri Líf-
eyrissjóðs verslunarmanna
1977-1984 og fram-
kvæmdastjóri Kaupþings
(sem hann stofnaði) 1984-
1991. Samhliða og síðar
sinnti hann tryggingafræði-
legri ráðgjöf og útreikn-
ingum fyrir lífeyrissjóði og
einstaklinga.
➜ Í gegnum árin hefur
Pétur setið í ýmsum stjórn-
um um lengri eða skemmri
tíma, t.d. í Húseigenda-
félaginu, Landssambandi
lífeyrissjóða, Kaupþingi,
Tölvusamskiptum, Sæp-
lasti, SPRON og bankaráði
Íslandsbanka.
➜ Pétur hefur verið alþing-
ismaður Sjálfstæðisflokks-
ins frá árinu 1995 og setið
í fjölmörgum nefndum
þingsins.
REIÐUR Í KORTER
„Ég hef aldrei séð nokkurn
mann gera eitthvað
uppbyggilegt í reiði. Sjálfur
reyni ég að vera ekki reið-
ur lengur en í korter.“
haldið. Í staðinn fengju núverandi
útgerðarmenn að hafa kvótann í til-
tekinn árafjölda. Ég held að útgerð-
in kæmi betur út úr því heldur en að
verða sífellt fyrir árásum og skerð-
ingum vegna úthlutana stjórnmála-
manna til gæluverkefna á borð við
strandveiðar. Þar eru stjórnmála-
menn að kaupa sér atkvæði á kostn-
að útgerðarmanna. En þetta fékkst
ekki rætt.
Ég lagði líka til flatan tekjuskatt.
Á móti kæmi að það væri enginn
persónuafsláttur, engar barnabæt-
ur, engar vaxtabætur, enginn sjó-
mannaafsláttur. Það væru bara
tekin 20 prósent þegar menn fengju
útborguð laun og það þyrfti ekki
einu sinni að vera með skattfram-
tal. Ekki frekar en í virðisauka-
skattinum. Fólk þarf ekki að telja
fram að það hafi borgað hann. Það
fékkst dálítil umræða um þetta en
ekki mikil.“
Pétur segist telja sjálfsagt að
svona hugmyndir séu ræddar.
Margt mæli til dæmis með þessari
skattaleið.
„Einfaldleikinn í svona kerfi er
verðmæti. Þegar þú flækir skatt-
kerfi bindurðu mikinn mannskap
í óarðbæra vinnu við að þjónusta
dynti ríkisvaldsins. Sjáðu til dæmis
orkuskattinn. Ég borga til dæmis 57
krónur fyrir rafmagn á mánuði og
83 krónur fyrir vatnið. Mín fjöl-
skylda borgar 24 greiðslur á ári.
Það eru 100 þúsund fjölskyldur í
landinu. Það þarf því að halda utan
um 2,5 milljónir færslna á ári. Þetta
er fáránlegt.“
Að endingu að landsdómsmálinu.
Þér var mikið niðri fyrir í umræðum
um það. Munu lyktir þess í þinginu
hafa áhrif á samstarf og samvinnu
manna og flokka?
„Ég hef, þér að segja, unnið að
því að deyfa reiðina. Það var mikil
reiði meðal manna. Ég lærði þrett-
án ára að reiði er alltaf skaðleg.
Menn segja og gera ýmislegt þegar
þeir eru reiðir en gera aldrei neitt
uppbyggilegt. Ég hef aldrei séð
nokkurn mann gera eitthvað upp-
byggilegt í reiði. Sjálfur reyni ég að
vera ekki reiður lengur en í korter.
Meira að segja í hruninu, ég lenti í
ýmsu út af því, tapaði og svo fram-
vegis, eftir korter fór ég að hugleiða
hvað hægt væri að gera til framtíð-
ar. Mér sýnist að þetta sé farið að
lagast en það tók tíma. Ég reyndi
líka að laga ástandið, tók í hendina
á fólki sem ég var reiður úti og svo
framvegis.“
Reyndirðu að leiðbeina flokks-
félögum þínum, sem sumir hverjir
voru mjög reiðir?
„Ég ætla ekkert að segja um það
en það liggur ljóst fyrir að ef ég
trúi að reiði sé skaðleg þá hlýt ég
að útbreiða það fagnaðarerindi.“