Fréttablaðið - 16.10.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 16.10.2010, Blaðsíða 34
34 16. október 2010 LAUGARDAGUR Páll Baldvin las bókina um Dísu ljósálf sér til ánægju í æsku en hugmyndin að leikriti byggðu á henni kviknaði árið 2001. „Þá var ég á milli starfa og var að vinna í ýmsum leiktextum. Eitt af því sem ég gerði í þessu millibilsástandi var að ég tók þessa gömlu myndasögu og bjó til úr henni leikgerð sem var fyrir tólf leikara og tuttugu börn. Hún þótti of umfangsmikil og fór beint ofan í skúffu. Í endurmenntunarleyfi hjá Fréttablaðinu fór ég ofan í skúffuna og ákvað að vinna verkið upp á nýtt. Í staðinn fyrir að skrifa beinlínis leikgerð upp úr þessari sögu þá má eiginlega segja að ég hafi samið söngleik frá grunni, það er að segja texta og söngtexta. Þetta er eiginlega sjálfstætt verk þó að það dragi dám af bókinni um álfameyna,“ segir Páll Baldvin sem snýr nú til leikhússins eftir langt hlé. Í framhaldinu varð úr að Gunnar Þórðarson semdi tónlist við verkið. Uppfærslan er minni í sniðum en upphafleg leikgerð Páls Baldvins var, en þó býsna umfangsmikil. Auk sjö leikara sem taka þátt í verkinu dansa átta dansarar í því undir stjórn Helenu Jónsdóttur. María Ólafsdóttir sér um búningana og Gunnar Þórðarson stjórnar hljómsveitinni. Söngleikurinn er settur upp í Austurbæ. Páll Baldvin segir tilgang sinn hafa verið að setja saman verk sem öll fjölskyldan hefði gaman af, frá fjög- urra ára aldri og upp úr. Þó að stytta hafi þurft söguna verði allar eftirminni- legustu persónurnar á sviðinu í Austurbæ. Verkið verður frumsýnt eftir viku. Æ vintýrið um Dísu ljósálf fjallar um álfastúlku sem verður viðskila við móður sína. Í kjölfarið taka skóg- arhöggshjón hana heim með sér og þar er hún hneppt í varðhald. Til að tryggja að hún sleppi ekki frá þeim klippir maðurinn af henni vængina og hefur mynd- in af þeim gjörningi brennt sig í barnsminni margra Íslendinga sem seint fá gleymt þessum grimmilegu örlögum. Þráður verksins snýst um leit Dísu að móður sinni og lendir hún í miklum hremmingum á þeirri leið, er ekki fyrr laus úr einni prísund þegar hún lendir í annarri. Hún sýnir útsjónarsemi og sjálfstæðan vilja, trúir á hið góða í þeim sem allir fordæma, og sér óréttlæti í með- ferð vina sinna froskanna á storki nokkrum sem heldur inn á þeirra áhrifasvæði. Þannig sver sagan sig í ætt við ævintýri þar sem söguhetjan eflist og þroskast á vegferð sinni. Bókin um Dísu er eftir hollenskan höfum G. T. Rot- man. Hann er einn frumkvöðla í teiknimyndagerð. Tengingin við teiknimyndir verður enn ljósari þegar sagan er skoðuð í Morgunblaðinu árið 1927 þar sem hún birtist fyrst. Þann 11. nóvember gefur að líta í aukablaði sem fylgdi Morgunblaðinu söguna Ljósálf- urinn litli, og má þar sjá fyrstu tólf myndir sögunnar en hún birtist í blaðinu sem framhaldssaga. Ári síðar kom sagan út á bók og hefur verið gefin út sex sinnum síðan, árið 1956, 1986, 1991, 1993, 1999 og 2008. Má ætla að eftir að nýrri útgáfa hófst á árinu 1986 séu hið minnsta um fimmtán þúsund eintök til á heimilum landsmanna – eru þá ótalin gömul eintök sem til eru lúin og snjáð í hillum víða um land. Síðast þegar bókin var gefin út, árið 2008, endaði hún sem þriðja mest selda bókin á Íslandi það árið. Sigþrúður Gunnarsdóttir, ritstjóri barna- og unglingabóka hjá Forlaginu sem gefur bókina út, segir að svo virðist sem hvergi hafi hún náð jafn mikilli hylli og hér. Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í bókmennta- fræði, segir skýringuna á vinsældum sögunnar um Dísu ljósálf hér á landi að hluta til þá að fáar myndskreyttar bækur hafi verið til þegar bókin kom út í fyrstu. „Það var hvert einasta barn á Íslandi í klessu út af myndinni þegar verið er að slíta vængina af Dísu,“ segir hún og bendir á að bókin hafi verið verið mjög áhrifarík, börn verið þyrst í myndskreyttar bækur og lesið þær upp til agna. Ævintýraheimurinn sé án landamæra og ungir íslenskir lesendur ekki átt í vandræðum með að samsama sig ævintýrum litlu álfameyj- arinnar. Bókin hafi svo náð að lifa með kynslóð- unum og eldri kynslóðir séð til þess að gefa þeim yngri bókina um Dísu. Tvö ævintýri Rotmans eru þekkt hér á landi auk Dísu, Alfinnur álfakonungur og Dvergurinn Rauðgrani og brögð hans. Þau hafa einnig verið endurútgefin nokkrum sinnum. Lærir að standa á eigin fótum Bókin um Dísu ljósálf var ein af mínum uppá-haldsbarnabókum,“ segir Álfrún Helga Örnólfs- dóttir leikkona sem fer með hlutverk Dísu í söngleikn- um. „Hún var lesin fyrir mig sem barn og mér fannst hún mjög heillandi persóna. Hún lendir í ýmsum krögg- um en þroskast gegnum söguna og lærir að standa á eigin fótum. Myndirnar í bókinni eru líka svo grípandi að aðrar persónur eins og moldvarpan, froskarnir og storkurinn verða svo eftirminnilegar. Það er líka svo spennandi þegar söguhetjur lenda í vanda og hvað gæti verið dramatískara en að týna mömmu sinni.“ Ævintýri sem heillað hefur kynslóðir Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928. Söngleikur byggður á bók- inni verður frumsýndur eftir viku. Sigríður Björg Tómasdóttir veltir fyrir sér vinsældum verksins og ræddi við leikstjórann og höfund söngleiksins, Pál Baldvin Baldvinsson. ■ AFTUR Í LEIKHÚSIÐ MEÐ LJÓSÁLF Páll Baldvin Baldvinsson skrifar söngleik fyrir alla fjölskylduna ■ FRUMKVÖÐULL Í TEIKNIMYNDASÖGUM Listaskólagenginn höfundur sem naut mikilla vinsælda. Höfundur Dísu ljósálfs, G. T. Rotman var mjög þekktur á sínum tíma. Hann var listaskólagenginn, lærði í akademíunum í Amsterdam og Haag. Að loknu námi og hermennsku í fyrri heimsstyrjöldinni sá hann sér farborða með kennslu en hóf teiknimyndasögugerð að áeggjan vinar síns. Fyrsta myndasagan hans fjallaði um músasystkini og birtist í hollensku dagblaði. Hún varð afar vinsæl rétt eins og fleiri sögur sem hann samdi í kjölfarið. Rotman lést árið 1943 fimmtugur að aldri. Hann var lítt hrifinn af uppgangi nasismans og segir á heimasíðunni Lambiek.net, þar sem finna má ýmis konar fróðleik um frumherja teiknimyndasagna, að sköpunar- kraftur hans hafi lamast eftir valdatöku nasista.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.