Fréttablaðið - 16.10.2010, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 16.10.2010, Blaðsíða 72
40 16. október 2010 LAUGARDAGUR 1 Ég byrjaði daginn á að skutla stjúpdótturinni í moll-ið og gaf mér góðar fjörutíu mínútur fyrir akstur sem venjulega tekur korter til að vera alveg örugglega ekki sein. Umferðin í LA er bilun. Hafnarfjarðarleiðin á morgnana á ekki roð í okkur hérna megin! 2 Það er frekar kaldhæðið að ég keyri um á ´87 módeli af Volvo þar sem ég hef gert grín að Volvo-eigendum á Íslandi nánast allt mitt líf, en ég er sjúk í Blondie mína. Er að sjálfsögðu með fínan Íslands límmiða við hliðina á númeraplötunni. 3 Næsta stopp var hið sívinsæla þvottahús en þau eru mjög sterk í menningunni hér. Aftur vísa ég til Skandinavíu með traustan Ikea-poka undir þvottinn! Biluð umferð í borg englanna Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas, einnig þekkt sem slúðurfréttamaðurinn DD-Unit, býr í Los Angeles ásamt eiginmanni sínum, stjúpdóttur og kettinum Boba. Hún smellti af nokkrum myndum á nokkuð dæmigerðum degi í heimabæ helstu stjarnanna. MYNDBROT ÚR DEGI Fimmtudagurinn 14. október 4 Svo verður maður að fá sér í svanginn og ég hentist upp götuna í hverfinu mínu til að fá mér rækju-taco, sem var ljómandi gott. 5 Hérna er svo eiginmaðurinn, John, ástæðan fyrir því að ég er hérna niðurkomin í Los Angeles. Með okkur er loð- sonur minn, kisinn Boba. 6 Glamúr! Svona er ég uppdubb- uð í beinni útsend- ingu í morgunút- varpi Rásar 2 með vikulegan pistil minn. Þetta eyði- leggur ákveðinn glamúrsjarma sem slúðurfréttamað- ur á að búa yfir en ég er bara komin í háttinn með svefn- grímu og allt á þessum tíma. Fyrir réttum tuttugu árum stóð heimsbyggðin á tímamótum. Berlínarmúrinn var fallinn og kalda stríðið var að líða undir lok og með því riðaði einnig til falls sú skipan alþjóðasamfélagsins þar sem stórveldin tvö, Bandaríkin og Sovétríkin, drottnuðu og höfðu örlög heimsins í sínum höndum allt frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Einn af þeim sem helst má þakka fyrir endalok kalda stríðs- ins var Mikhail Gorbatsjev, sem hlaut Friðarverðlaun Nóbels fyrir réttum 20 árum. Í rökstuðningi Nóbelsnefndar- innar sagði að Gorbatsjev hefði lagt sín lóð á vogarskálarnar til að binda enda á fjandskap milli aust- urs og vesturs. Hann þótti einnig hafa unnið friði mikið gagn með þætti sínum í að vinda ofan af víg- búnaðarkapphlaupi stórveldanna. Gorbachev sagði í þakkarræðu sinni að hann liti á þessi verð- laun sem viðurkenningu fyrir stefnu sína „perestrojka“ og nýja pólitíska sýn. Þrátt fyrir þessa upphefð var Gorbatsjev ekki þaulsetinn í for- setaembættinu. Honum var velt úr sessi í ágúst 1991, en þó að valdaránstilraunin hafi mistek- ist, stóð hann á brauðfótum líkt og Sovétríkin sjálf. Þegar Sovétríkin voru leyst upp í desember sama ár, steig Gorbat- sjev til hliðar og Boris Jeltsín tók við stjórnartaumunum. Gorbatsjev hefur ekki átt aftur- kvæmt í stjórnmál, en hlýtur góð eftirmæli á spjöldum sögunnar þar sem Nóbelsverðlaunin ber einna hæst. - þj Gorbatsjev fær Nóbelinn 20 ár frá því að Mikhaíl Gorbatsjev hlaut friðarverðlaun Nóbels. 7. Rannsóknaáætlun ESB 2007-2013Kynningarfundur á vegum Rannís þriðjudaginn 19. október Grand Hótel Reykjavík 9:00-11:00 Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Markmið áætlunarinnar er að auka fjölþjóðlegt rannsóknarsamstarf fyrirtækja og stofnana Dagskrá ● Kynning á áætluninni og umsóknarferlinu Barbara Mester, ESB ● Þátttökureynsla Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Páll Árnason, NMÍ ● Aðstoð við umsækjendur Þorsteinn Brynjar Björnsson, Rannís Gestum verður boðið upp á léttan morgunverð frá kl. 8.40. Aðgangur er ókeypis en þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á netfangið rannis@rannis.is fyrir hádegi mánudaginn 18. október. Rannsóknir í þágu lítilla og meðalstórra fyrirtækja 10 20 30 40 50 Í ÞÁ TÍÐ... ÁR AFTUR Í TÍMANN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.