Fréttablaðið - 16.10.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.10.2010, Blaðsíða 8
 16. október 2010 LAUGARDAGUR Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar ı Þjónustuver 411 1111 ı www.reykjavik.is/fer Óskað er eftir hugmyndum að starfsemi og tilboðum í leigu turnsins á Lækjartorgi. Við val á væntanlegum leigutaka verður horft til þess að starfsemin bæti við framboð í miðborginni og gæði hana þannig meira lífi. Vakin er athygli á að ekki getur verið um hefðbundna matsölu að ræða þar sem turninn uppfyllir ekki heilbrigðiskröfur um slíka starfsemi. Nánari upplýsingar um eignina er að finna á vefsíðu Framkvæmda- og eignasviðs, www.reykjavik.is/fer. Turninn verður til sýnis í samráði við Framkvæmda- og eignasvið, sími 411 1111. Tilboðum ásamt upplýsingum um fyrirhugaða starfsemi skal skila í upplýsingaþjónustuna í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir kl. 16.15, 29. október 2010. Turninn á Lækjartorgi opinn fyrir nýjum hugmyndum Til leigu Nefnd um vist- og meðferðarheimili Viðtöl við einstaklinga sem dvöldu á Upptökuheimili ríkisins 1945-1978 og Unglingaheimili ríkisins 1978-1994 Með erindisbré i, dags. 2. apríl 2007, skipaði forsætisráðherra nefnd á grundvelli laga nr. 26/2007 um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn (vistheimilanefnd). Hlutverk hennar er að kanna hver tildrög þess ha i verið að börn voru þar vistuð, hvernig opinberu eftirliti ha i verið háttað með starfsemi viðkomandi stofnunar og hvort börn sem þar voru vistuð ha i sætt illri meðferð eða o beldi á meðan á dvöl þeirra stóð. Um þessar mundir er vistheimilanefnd að kanna starfsemi Upptökuheimilis ríkisins 1945-1978 og Unglingaheimilis ríkisins 1978-1994. Á starfstíma Upptökuheimilis ríkisins fór starfsemi þess fram að Elliðahvammi í Kópavogi, í starfs- mannabústað við Kópavogshæli og á Kópavogsbraut 17 og Kópavogsbraut 9 í Kópavogi. Á starfstíma Unglingaheimilis ríkisins fór starfsemi þess fram að Kópavogsbraut 17 og Kópavogsbraut 9 í Kópavogi, Sólheimum 7, Sólheimum 17 og Efstasundi 86 í Reykjavík, Smáratúni í Fljótshlíð og Torfastöðum í Biskupstungum. Auk þess var starfrækt á vegum Unglingaheimilis ríkisins meðferðarstöð fyrir unga vímuefnaneytendur á Tindum á Kjalarnesi. Vistheimilanefnd óskar vinsamlegast eftir því að þeir sem dvöldu sem börn eða unglingar á ofangreind- um stofnunum á einhverjum tíma á árunum 1945-1994, og hafa áhuga á því að veita nefndinni viðtal og upplýsa hana um reynslu sína af dvölinni, ha i samband við nefndina fyrir 1. desember n.k. í síma 563 7016 eða á netfangið vistheimili@for.stjr.is. HARMAGEDDON ALLA VIRKA DAGA KL. 15 – 17:30 VIÐSKIPTI Marel á í formlegum viðræðum við takmarkaðan fjölda alþjóðlegra banka um hag- kvæmari fjármögnun fyrirtækis- ins til lengri tíma litið. Í tengslum við fyrirhugaða fjármögnun mun Marel hefja viðræður við eigend- ur skuldabréfa um hugsanlega uppgreiðslu lána, að því er fram kemur í tilkynningu. Greiningarfyrirtækið IFS segir viðræðurnar jákvætt skref. Núverandi fjármögnun sé þung þar sem skuldir séu enn umtals- verðar þrátt fyrir að hafa lækkað síðustu misseri. - jab Marel ræðir við erlenda banka um hagkvæmari fjármögnun: Uppgreiðsla lána rædd KJÚKLINGASLÁTRUN Marel framleiðir meðal annars vélar til vinnslu á kjúklinga kjöti. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKA STJÓRNMÁL Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum 2. nóvem- ber og er kosningabaráttan vestan- hafs í fullum klíðum. Kosið verð- ur um öll 435 sætin í fulltrúadeild þingsins og 37 af 100 sætum í öld- ungadeildinni. Demókratar hafa haft meirihluta í báðum deildum frá árinu 2006 en útlit er fyrir að kjósendum hugnist repúblikanar betur í þetta skiptið. Þegar síðast var kosið fyrir um tveimur árum unnu demókratar stórsigur og juku við meirihluta sinn í báðum deildum þingsins auk þess sem Barack Obama var kjörinn forseti Bandaríkjanna með nokkrum yfirburðum. Virt- ust Bandaríkjamenn vera orðn- ir þreyttir á Repúblikanaflokkn- um eftir átta ára veru George W. Bush í Hvíta húsinu auk þess sem alþjóðlega fjármálakrísan sem þá var í algleymingi hafði verulega dregið úr trúverðugleika flokks- ins í efnahagsmálum. Obama og demókratar buðu fram með slagorðum um breytingar og von og fengu skýrt umboð frá kjósend- um. Nú tveimur árum seinna hafa vinsældir flokksins dvínað mikið. Margir telja Obama ekki hafa tek- ist upp sem skyldi í baráttunni við kreppuna en atvinnuleysi er 9,6 prósent og hefur lítið lækkað und- anfarið ár. Breytingar Obama á bandaríska heilbrigðiskerfinu hafa auk þess farið illa í marga. Kannanir benda til þess að demókratar muni því missa meiri- hlutann í fulltrúadeildinni þó þeir haldi sennilega yfirráðum í öld- ungadeildinni með naumindum. Nái repúblikanar meirihluta í fulltrúadeildinni mun það gera Obama erfiðara fyrir en áður að koma stefnumálum sínum í gegn- um þingið og óttast margir að samskipti þingsins og Hvíta húss- ins verði eins og um miðbik tíunda áratugsins þegar eins konar kalt stríð geisaði milli þingsins, undir stjórn repúblikana, og Hvíta húss Bill Clinton. Frambjóðendur sem kenna sig við hina svokölluðu teboðshreyf- inguna hafa að ýmsu leyti stolið senunni í aðdraganda kosning- annna. Um er að ræða andófs- hreyfingu innan Repúblikana- flokksins sem spratt upp í kjölfar kjörs Obama. Fulltrúar hreyf- ingarinnar unnu sigra í mörgum af prófkjörum flokksins í vor en þeir þykja róttækari en gengur og gerist í bandarískum stjórnmál- um. Eru þeir taldir njóta góðs af því að demókratar og hófsamir repúblikanar hafa margir hverj- ir lítinn áhuga á kosningunum í nóvember. Þrátt fyrir að nokkuð ljóst þyki hvernig meirihlutar í deild- um þingsins muni verða að lokn- um kosningunum fer því fjarri að engin spenna sé í þeim. Í Banda- ríkjunum eru einmenningskjör- dæmi og má vart á milli fram- bjóðenda sjá í óvenjustórum hluta þeirra. magnusl@frettabladid.is Kosningar í skugga kreppu Kosið er til þings í Bandaríkjunum á næstunni. Demókratar eiga undir högg að sækja og munu lík- lega tapa meirihluta sínum í fulltrúadeild þingsins en halda yfirráðum í öldungadeildinni naumlega. TEBOÐSHREYFINGIN Mótmæli hinnar svokölluðu teboðshreyfingar hafa sett mikinn svip á kosningabaráttuna. Telur hreyfingin Barack Obama vera róttækan sósíalista og vill vinda ofan af þeim breytingum sem Obama hefur gert frá því að hann var kjörinn forseti. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.