Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 2
2 30. október 2010 LAUGARDAGUR RANNSÓKNIR Tólf prósent íslenskra ungmenna, á aldrinum 16 til 19 ára, hafa prófað amfetamín einu sinni eða oftar. Ný rannsókn sem kynnt var á samnorrænu ráðstefn- unni Æskan – rödd framtíðarinnar sem lauk í gær sýnir að Ísland sker sig verulega úr hvað þetta varðar. Í öðru sæti, á eftir íslenskum ungmennum, eru Danir með 7,2 prósent og í þriðja sæti eru Færey- ingar með 4,9 prósent. Þá hafa 2,6 prósent grænlenskra ungmenna prófað amfetamín, 2,1 prósent norskra, 1,8 prósent sænskra og 1,3 prósent finnskra ungmenna. Eitt af helstu verkefnum Íslands á formennskuári í Norrænu ráð- herranefndinni 2009 var fram- kvæmd samanburðarrannsóknar á högum, líðan og lífsstíl meðal nor- rænna ungmenna, en rannsóknin var gerð á öllum Norðurlöndun- um, þar með talið í sjálfstjórnar- ríkjunum Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum. Rannsóknin er afar viðamikil og nær til ótal þátta fleiri en vímu- efnanotkunar, svo sem menntunar, notkunar upplýsingatækni, jafn- réttismála, tómstunda- og íþrótta- iðkunar, heilsufars og fleiri þátta. Rannsóknir og greining héldu utan um gerð rannsóknarinnar sem er sú fyrsta sinnar tegundar. Jón Sig- fússon, framkvæmdastjóri Rann- sókna og greiningar, segir gögn- um hafa verið safnað í hverju landi fyrir sig. Í öllum löndum voru nemendur skóla beðnir að svara spurningalista í kennslustund. „Það hefur tekið okkur um tvö ár að vinna þetta verkefni á öllum Norðurlöndunum og má segja að skýrslan sem nú er kynnt sé bara sýnishorn af heildarniðurstöðum og til að vekja fólk til umhugsunar um þennan aldurshóp sem hvorki telst til barna né ungmenna,“ segir hann og segir að við taki frekari gagnaúrvinnsla hjá mennta- og rannsóknarstofnunum um Norðurlöndin öll. Í vímuefnakafla rannsóknar- innar kemur líka fram að á Íslandi hafa fleiri ungmenni próf- að marijúana en hass, 22,6 pró- sent á móti 16,6 prósentum hass. Á Grænlandi hafa 35,5 prósent ung- menna prófað hass, en 9,6 prósent marijúana og í Danmörku hafa 34,7 prósent prófað hass og 14,2 prósent marijúana. Í ljós kemur að grænlensk og dönsk ungmenni eru líklegust til að hafa drukkið sig full, einu sinni eða oftar, 96,2 þeirra grænlensku og 92,5 prósent þeirra dönsku. Hér var hlutfallið 73,8 prósent. olikr@frettabladid.is Notkun amfetamíns langmest hér á landi Fyrsta rannsóknin sem gerð hefur verið á högum ungmenna á aldrinum 16 til 19 á Norðurlöndunum öllum var kynnt á norrænni ráðstefnu í Reykjavík í viku- lokin. Skoðað er heilsufar, menntun, íþróttaiðkun, eiturlyfjaneysla og meira til. 40% 30% 20% 10% 0% 33 % Á la nd se yj ar D an m ör k Fi nn la nd Fæ re yj ar G ræ nl an d Ís la nd N or eg ur Sv íþ jó ð 19 ,6 % 27 % 34 ,5 % 41 ,8 % 17 % 12 % 15 % Heimild: The Nordic Youth Research 2010 16-19 ára ungmenni sem reykja daglega UNGLINGAR Á FERÐINNI Í nýrri rannsókn sem kynnt var á samnorrænni ráðstefnu í Reykjavík í vikulokin kemur fram að í öllum Norðurlandaríkjunum finnst strákum nám síður áhugavert en stelpum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Ásgrímur, heldurðu að þessi áskorun hafi verið samin í transi? „Ja, ég vil að minnsta kosti ekki útiloka að transmiðlar hafi komið við sögu.“ Bleiki hnefinn – aðgerðahópur róttækra kynvillinga hefur skorað á Ríkisútvarpið að taka upp orðið transfólk í stað kynskiptinga. Ásgrímur Angantýsson er málfarsráðunautur RÚV. KOSNINGAR Dómsmálaráðuneytið hefur birt lista með nöfnum allra frambjóðenda til stjórnlagaþings. Landskjörstjórn hefur farið yfir framboðin og staðfest að þau séu öll lögleg. Alls eru 523 einstaklingar í framboði, 159 konur og 364 karlar. Allir hafa nú fengið úthlutað fjögurra stafa auðkennis- tölu sem kjósendur geta skrifað á kjörseðil í kosningunum, sem fara fram 27. nóvember. Skoða má listann í heild sinni á vefnum visir.is. - bj Listi yfir frambjóðendur birtur: Allir fengið auðkennistölu SJÁVARÚTVEGUR Íslensk stjórnvöld hafa það sem útgangspunkt í makríl- viðræðunum við Norðmenn, Evr- ópusambandið og Færeyinga, að hlutdeild Íslands í veiðunum fram- vegis verði sú sama og í sumar, eða sautján prósent af veiðistofni. „Við höfum hins vegar lýst okkur reiðubúin til að fallast á nokkra lækkun þessarar hlutdeildar gegn aðgangi að lögsögu ESB og Noregs, sé það talið til þess fallið að greiða fyrir lausn málsins“, segir Tómas H. Heiðar, formaður samninga- nefndar Íslands. Viðræðum strandríkjanna lauk í London á fimmtudag án árangurs. Á fundinum settu Norðmenn fram tilboð um að framtíðarhlut- deild Íslands í makrílkvótan- um verði 3,1 prósent. Séu veiðarn- ar í sumar hafðar til hliðsjónar þýðir það að afli Íslendinga færi úr um 130 þúsund tonnum niður í 27 þúsund tonn. Verðmæti makríl- afurða sumarsins er metið á fimmt- án milljarða króna. Tómas H. Heiðar sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að svo virtist sem Norðmenn og ESB teldu sig í raun eiga makrílstofninn, þrátt fyrir að rannsóknir Hafrannsóknastofn- unar sýni að milljón tonn af makr- íl hafi gengið inn í íslensku lögsög- unna í sumar. Í því ljósi sé tilboðið ósanngjarnt og í raun fáránlegt. Makrílviðræðunum verður fram haldið í London dagana 8.-12. nóv- ember næstkomandi. - shá Aðgangur að lögsögu Noregs og ESB skilyrði fyrir lækkun 17 prósenta hlutdeildar: Ísland vill óbreytta hlutdeild TÓMAS H. HEIÐAR VINNUMARKAÐUR Alls var 64 sagt upp hjá tveimur fyrirtækjum á Vestfjörðum í gær. Fiskvinnslu- fyrirtækið Eyraroddi á Flateyri sagði upp öllum 42 starfsmönnum fyrirtækisins, og 22 til viðbótar var sagt upp hjá jarðverktakafyrirtækinu Ósafli í Bolungarvík. Uppsagnirnar eru reiðarslag fyrir Vestfirði, segir Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Hann segir að varað hafi verið við því lengi að þetta væri yfirvofandi, en stjórnvöld hafi ekki brugðist við. Eyraroddi er langstærsti vinnustaðurinn á Flat- eyri, en þar starfaði rúmlega fimmtungur íbúa bæjarins átján ára og eldri. Eyraroddi hefur verið í greiðslustöðvun frá því í maí. Kristján Erlingsson, stjórnarmaður og einn af aðaleigendum fyrirtækisins, segir að það sé kvóta- laust og ekki unnt að leigja kvóta. „Frá því í fyrrahaust hefur ekki verið nokkur grundvöllur fyrir þessu,“ segir Kristján. Hann segir enn von til þess að ný tækifæri finnist og hægt verði að ráða hluta starfsmannanna eða alla. Ósafl er dótturfélag verktakafyrirtækisins ÍAV, og unnu starfsmenn félagsins meðal annars að gerð Bolungarvíkurganga. - bj, vg Uppsagnir hjá Eyrarodda og Ósafli reiðarslag fyrir atvinnulífið á Vestfjörðum: Á sjöunda tug misstu vinnuna FLATEYTI Alls búa 250 á Flateyri, þar af 200 yfir átján ára aldri. Fimmtungur þeirra missti vinnuna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÍÞRÓTTIR Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að styrkja kvennalið Gerplu, nýkrýnda Evr- ópumeistara í hópfimleikum, um þrjár milljónir króna til undir- búnings fyrir þátttöku liðsins í Norðurlandamóti sem fram fer í Noregi árið 2011. Eins og flestir vita náði liðið þeim einstaka árangri að vinna til gullverðlauna á Evrópumótinu í hópfimleikum í Malmö í Svíþjóð um síðustu helgi. Í tilkynningu frá forsætisráðu- neyti segir að ríkisstjórnin fagni þessum frábæra árangri liðsins og samþykkti í tilefni af honum að styrkja hópinn með þessum hætti. - þj Stjórnin styrkir fimleikahetjur: Þrjár milljónir í styrk til Gerplu STYRKJA STELPURNAR Ríkisstjórnin hefur ákveðið að styrkja Evrópumeistara Gerplu um þrjá milljónir vegna komandi Norðurlandamóts. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ORKUMÁL Orkuveita Reykjavíkur (OR) gerir ekki ráð fyrir fram- kvæmdum við Hverahlíðarvirkj- un í fjárhagsáætlun næsta árs. Ráðgert var að orka þaðan, alls um 90 MW, yrði nýtt til að knýja fyrirhugað álver í Helguvík. „Hún var tekin út af fram- kvæmdaáætlun á síðasta ári þar sem fyrirsjáanlegt var að síðustu áfangar Hellisheiðarvirkjunar myndu tefjast um alla vega eitt ár“ segir Eiríkur Hjálmarsson, talsmaður OR. „Svo lá ekki fyrir að fyrirvarar í orkusölusamning- um vegna virkjunarinnar yrðu uppfylltir.“ Hann segir viðræður standa yfir við tvo hugsanlega orkukaupendur, en ekki verði ráðist í framkvæmdir fyrr en orkusala verði tryggð. - þj Fresta Hverahlíðarvirkjun: Orkusala þarf að vera tryggð VIÐSKIPTI Hagnaður Haga á fimm mánaða tímabili, frá mars til ágúst á þessu ári, nam 470 millj- ónum króna. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri fyrirtækisins sem var sent út síðdegis í gær. Hagnaður fyrir afskriftir, fjár- magnsliði og skatta nam 2.416 milljónum króna. Heildareignir samstæðunnar námu 24.324 milljónum króna í lok tímabils- ins og eru 10-11 verslanirnar ekki inni í þeirri tölu. - jhh Hagar skila hagnaði: 470 milljónir á 5 mánuðum STJÓRNSÝSLA Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra telur óheppilegt að ráðningarsamn- ingur hafi verið endurnýjaður við Halldór Ásgrímsson í embætti fram- kvæmdastjóra norrænu ráð- herranefndar- innar. „Ég myndi segja að það hefði verið heppilegra ef samning- urinn hefði ekki verið endurnýjaður,“ sagði Jóhanna í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Þegar fjögurra ára ráðningar- tíma Halldórs lauk í sumar, var samningur hans framlengdur um tvö ár að hans ósk. - sv Ráðning Halldórs framlengd: Óheppilegt að mati Jóhönnu HALLDÓR ÁSGRÍMSSON SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.