Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 39
 30. október 2010 LAUGARDAGUR Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Hrekkjavaka er haldin 31. október ár hvert eða kvöldið fyrir allraheilagramessu. Íslendingar eru í ríkari mæli farnir að taka upp þennan keltneska sið og verða hrekkjavökuböll úti um allan bæ. Verslanirnar Hókus pókus og Partýbúðin bjóða úrval búninga og fylgihluta en þá má skoða á www.hokuspokus.is og www.partybudin.is. Patti.is Landsins mesta úrval af sófasettum Yfir 80 mismunandi sófagerðir. Mál og áklæði að eigin vali. Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 Mílano sófasett 3+1+1 Verð frá 339.900 kr Vín sófasett 3+1+1 Verð frá 345.900 kr Á laugardögum byrjum við alltaf á bakstri súkku- laði- eða karamelluköku því það er svo gaman að fá kökulykt í húsið. Síðan dregur hver sína sæng fram í stofu þar sem við horfum saman á skemmti- lega fjölskyldumynd og þegar kakan er bökuð fáum við okkur óhollan og síðbúinn hádegismat,“ segir fyrirsætan Ósk Norðfjörð um helgarplön fjölskyldunnar, en hún er einstæð fimm barna móðir. „Helgarnar eru í fastri rútínu. Þannig nýtum við alltaf helgartil- boð kvikmyndahúsanna og förum í bíó á laugardögum og svo beint heim í burritos-matseld, en það er uppáhalds laugardagsmatur barnanna. Eftir kvöldmat förum við í kvöldsund þar sem samein- ast baðtími og skemmtun, og allir fara heim í náttfötum og úlpu. Heima fara svo litlu dýrin mín beint í svefninn en við elstu strák- ana spila ég spil eða leigi mynd við hæfi,“ segir Ósk sem frá fyrstu tíð hefur viðhaft einfalda kvöldrút- ínu sem virkar á börnin, því eftir kvöldbæn er boðin góð nótt og börnin sofna sjálf. „Á sunnudögum sækjum við tvær samkomur; fyrst hjá trú- félaginu Catch the fire (CTF) og síðan í Krossinum. CTF er með óskaplega gott barnastarf og börn- in hlakka mjög til þeirra samkoma. Ég hef alltaf verið sem fiðrildi og farið þar sem mest er um að vera, því vitaskuld á enginn að vera bundinn neinum einum stað, held- ur halla sér að eldinum þar sem hann er hlýjastur,“ segir Ósk sem eftir samkomur tekur heim pitsur og síðan fer heimilislífið í ró. „Ég er svo blessuð af börnum mínum og stóru strákarnir mínir engir gaurar heldur ótrúlega dug- legir, umhyggjusamir og ábyrgð- arfullir drengir. Aldursbil milli barna er farið að segja til sín og ég þarf að gæta þess að hvert og eitt fái notið sín. Því fara þau yngri stundum í ömmudekur svo ég geti farið með þeim eldri í keilu,“ segir Ósk sem enn er heima með yngsta barnið sem bíður leikskólapláss. Helgartilveran er jafnan í föstum skorðum hjá fyrirsætunni Ósk Norðfjörð og börnunum hennar fimm Ósk Norðfjörð með börnum sínum Bekan 7 ára, Brynjari 12 ára, Brimi 1 árs, Freyju 3 ára og Bjarti sem er 10 ára. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Börnin eru blessun 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.