Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 24
24 30. október 2010 LAUGARDAGUR Þ að má næstum finna lyktina af dísil olíunni, byssu- púðrinu og svitan- um á hermönnunum þegar orrustan um El Alamein í Egyptalandi, ein af frægari orrustum síðari heims- styrjaldarinnar, lifnar við í Árbæjarsafni, 68 árum eftir að henni lauk. Í orrustunni árið 1942 féllu tæplega 45 þúsund menn, en í þetta skiptið verður mannfallið ekkert. Hermönnum hefur verið skipt út fyrir handmálaða tindáta og skriðdrekarnir eru svo litlir að þeir komast auðveldlega fyrir í lófa barns. Umhverfið er líka aðeins annað en í eyðimörkinni í Egyptalandi, enda eru áhuga- menn um stríðsspilið Flames of War að setja upp þennan sögu- lega bardaga umkringdir gömlum stríðsminjum í Árbæjarsafni. Bardaginn fer fram á stóru borði sem hefur verið hannað sérstaklega fyrir eyðimerkur- stríðið. Ólíkt því sem gengur og gerist með tindáta eru þátttak- endur ekki ungir drengir heldur fullorðnir menn sem deila þessu sérstaka áhugamáli. Forsprakkinn í hópnum er Gísli Jökull Gíslason, sem hefur spil- að ýmsar tegundir borðspila í á þriðja áratug. „Ég átti fertugs- afmæli nýlega og eitt af því sem mig langaði til að gera var að sviðsetja einhvern stóran bar- daga með vinum mínum,“ segir Jökull. Tindátar fyrir fullorðna Víða erlendis eru stórorrustur settar upp á stríðsminjasöfnum, svo þegar Jökull frétti að her- námssýning sem sett var upp á Árbæjarsafni í sumar hefði enn ekki verið tekin niður kannaði hann hvort það væri möguleiki að setja bardagann upp þar. „Guðbrandur Benediktsson, sagnfræðingur Árbæjarsafns, tók mjög vel í þetta og lánaði okkur salinn fyrir þetta tilefni,“ segir Jökull. Það hjálpaði því verulega til að geta upplifað andrúms- loft hernámsins á sama tíma og orrustan geisaði á borðinu. Jökull segir að þó að fólk hafi vanist því að tengja tindátasöfnun við unga drengi sé þetta áhugamál ekki fyrir börn. „Ef við berum saman tindátaspil og spil sem maður spilar með venjulegum spilastokki má segja að munurinn á því sem börn gera með tindát- ana sína og því sem við gerum með okkar tindáta sé eins og mun- urinn á því að spila ólsen ólsen og bridds. Þetta er hvort tveggja spilað með spilastokki, en samt er mjög ólíku saman að jafna.“ Jökull gengst þó fúslega við því að hafa leikið sér með tindáta í æsku, en tekur fram að flestir sem spili Flames of War séu menn á aldrinum 30 til 40 ára. „Það er ekki tilviljun að ég nota orðið menn, það eru afar fáar konur sem spila þetta spil. Þar held ég að ráði mestu að þetta er herspil, þau virðast einfaldlega ekki höfða til kvenna.“ Til að spila þetta tindátaspil þarf að koma sér upp her af tin- dátum í réttum hlutföllum, og setja saman herlista eftir regl- unum sem gilda í spilinu. Yfir- leitt spila tveir menn hver á móti öðrum, en í stærri orrustum eru oft margir spilarar á hverri hlið. „Þeir sem spila þetta spil þurfa auðvitað að hafa gaman af því að spila spil yfirleitt, og líklega að hafa áhuga á herspilum. Svo er söfnunareðlið mjög sterkt í þessu áhugamáli. Spilararnir eru að byggja upp sína heri, kaupa módelin í mjög hráum, ómáluð- um og ósamansettum einingum, byggja upp hersveitina sína frá grunni, velja hvers konar her- menn og tæki þeir vilja og hvaða litaskema,“ segir Jökull. „Ég hef mikinn áhuga á hern- aðarsögu almennt, og þetta spil smellpassar að mínum áhuga. Því meira sem ég veit um hernaðar- sögu, því skemmtilegra finnst mér að stunda þetta áhugamál. Og því meiri skilning sem ég öðlast á þessu spili, hvernig sveitirnar hegða sér, og hvernig þær berjast, Heimsstyrjöldin á stofuborðinu Þó að byssurnar hafi þagnað fyrir 65 árum lifnaði seinni heimsstyrjöldin við á Árbæjarsafni nýverið. Eins og Brjánn Jónasson komst að voru hermennirnir reyndar ekki háir í loftinu, enda orrustan háð með tindátum en ekki fólki af holdi og blóði. Tindátaspil njóta töluverðra vinsælda enda er alltaf til friðsemdarfólk sem hefur gaman af því að setja á svið bardaga þar sem enginn fellur í valinn. ORRUSTAN LIFNAR VIÐ Spilarar nota málbönd, teninga og önnur hjálpartæki til að láta orrustu í eyðimörkinni lifna við þó að hún sé háð með lífvana tindátum. Þó að markmiðið sé alltaf að leiða sitt lið til sigurs er tilgangurinn með því að spila spilið fyrst og fremst sá að skemmta sér dagpart með vinum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þegar orrustur eru settar á svið með tindátum þarf að styðjast við einhverjar reglur ætli þátttakendur sér að líkja eftir því sem hefði getað gerst í stríðinu. Í spilinu Flames of War eru notað- ar reglur sem útskýra hvenær má hreyfa hverja einingu í herjunum og hversu langt, hvernig þær skjóta hver á aðra eða gera áhlaup í átt að víglínu óvinarins. Reglurnar segja líka til um hversu vel þjálfaðir hermennirnir eru og hversu gott baráttuþrek þeirra er þegar á reynir. Í sumum bardögum reyna spilar- arnir að líkja sem best eftir ákveðn- um orrustum. Oftast nær reyna þeir þó að setja á svið sína eigin bardaga þar sem valdir eru herir sem líklegir voru til að mæta hvorir öðrum, og þeim stillt þannig upp að um sanngjarnan bardaga verði að ræða þar sem báðir spilarar eigi um það bil jafnan möguleika á sigri. Eins og flestir hershöfðingjar sögunnar hafa rekið sig á getur ótal margt farið úrskeiðis, eða gengið betur en hægt var að vona, í bardög- um. Ólíklegustu sveitir geta barist til síðasta manns og einvalalið getur hörfað um leið og kúlurnar byrja að fljúga. Til að líkja eftir þessari óvissu eru teningar notaðir í tindátaspilum á borð við Flames of War. Teningaköst segja til um hversu vel hermönnum, fallbyssum og skriðdrekum gengur að skjóta á óvininn. Teningarnir skera einnig úr um hvort hersveitir standa og skjóta til baka, hörfa eða flýja vígvöllinn í ofboði. ORRUSTUR ÚTKLJÁÐAR MEÐ TENINGUM ÁRÁSIN HEFST Hver hersveit hefur ákveðna eiginleika sem gott er að fletta upp í hita leiksins. Hér geysast ítalskir skriðdrekar fram á meðan fótgönguliðið bíður átekta. Tvær mjög mikilvægar orrustur voru háðar við El Alamein í Egyptalandi í síðari heimsstyrjöldinni. Bardagarnir voru afar mikilvægir, enda hefði sigur öxulveld- anna þar getað kostað bandamenn stjórn þeirra á Súes-skurðinum, sem var mjög mikilvægur fyrir hergagnaflutninga. Í fyrri orrustunni unnu Bretar varnar- sigur, en í síðari orrustunni hafði Bernard Montgomery tekið við stjórninni og Bretar hröktu herafla Þjóðverja og Ítala á flótta og unnu að lokum fullnaðar- sigur í Afríku í Túnis í maí 1943. Staður: El Alamein í Egyptalandi. Stund: Barist var frá 23. október til 5. nóvember árið 1942. Niðurstaða: Fullnaðarsigur bandamanna. SÍÐARI ORRUSTAN UM EL ALAMEIN EYÐIMERKURDREKAR Breskir Grant-skriðdrekar studdu fótgöngulið og fallbyssur í síðari orrustunni um El Alamein. Bandamenn: Foringi: Bernard Montgomery Þjóðir: Breska samveldið Herstyrkur: 195 þúsund menn Skriðdrekar: 1.029 Brynvarðir bílar: 435 Flugvélar: 530 Stórskotalið: 892 til 908 byssur Skriðdrekabyssur: 1.451 byssur Mannfall: 13.560 menn Skriðdrekar: Á bilinu 332 til 500 Flugvélar: 97 Fallbyssur: 111 Öxulveldin: Foringi: Erwin Rommel Þjóðir: Þýskaland og Ítalía Herstyrkur: 116 þúsund menn Skriðdrekar: 547 Brynvarðir bílar: 192 Flugvélar: 480 Stórskotalið: 552 byssur Skriðdrekabyssur: 1.063 byssur Mannfall: 30.542 menn Skriðdrekar: Um 500 Flugvélar: 84 Fallbyssur: 254 Heimild: Wikipedia FRAMHALD Á SÍÐU 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.