Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 88
56 30. október 2010 LAUGARDAGUR
ÍSLAND–NOREGUR U20
Síðustu heimaleikir Íslands fyrir EM
Mýrin | Garðabæ
Laugardag | Kl. 16.00
Sunnudag | Kl. 14.00
Ísland leikur á EM kvenna í
desember. Stelpurnar okkar
spila um helgina síðustu
heimaleikina sína fyrir þetta
sögulega stórmót og þær
þurfa á stuðningi þínum að
halda gegn heimsmeisturum
Noregs U20. Fjölmennum í
Mýrina um helgina og styðjum
STELPURNAR OKKAR!
Áfram Ísland!
M
ed
ia
G
ro
u
p
eh
f
|
A
u
g
lý
si
n
g
ar
|
H
S
Í
2
0
1
0
FRÍTT Á LEIKINA
KÖRFUBOLTI Keflvíkingar unnu frá-
bæran sigur, 95-91, á KR-ingum
í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ
í gærkvöldi. Keflvíkingar voru
með yfirhöndina allan leikinn en
KR-ingar fengu nokkur tækifæri
undir lokin til að stela sigrinum.
Það tókst hins vegar ekki og því
fór sem fór. Keflvíkingar spiluðu
án efa sinn allra besta leik á tíma-
bilinu og allt annar bragur var á
liðinu.
,,Ég er virkilega ánægður með
þennan leik hjá okkur og ég sá
mikil batamerki á spilamennsku
okkar,“ sagði Guðjón Skúlason,
þjálfari Keflvíkinga, eftir sigur-
inn í gær.
„Við náðum að stýra leiknum
nánast allan tímann en svo komu
þeir sterkir til baka í lokin.
Við náðum að klára leikinn
á vítalínunni í restina.
Strákarnir voru í mikl-
um vandræðum með
útlendinginn hjá
þeim en náðu
að verjast vel
gegn öðrum
leikmönnum
og það skil-
aði okkur
þessum sigri.
V i ð e r u m
orðnir virkilega vel mannaðir og
ég er kominn með þann hóp sem
ég vildi í hendurnar, núna er bara
að líta björtum augum á framtíð-
ina og halda áfram þessari spila-
mennsku.“
Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR,
var allt annað en ánægður með sína
menn eftir leikinn í gær.
,,Ég nánast skammast mín fyrir
það hvernig við komum inn í þennan
leik. Það var allt of hátt spennu stig
á mönnum fyrir leikinn og við gróf-
um okkur bara of djúpa holu sem
erfitt var að kom-
ast upp úr. Það
voru ákveðn-
ir möguleik-
ar fyrir okkur
í lokin en við
náðum ekki að
nýta okkar það
og það kost-
aði okkur
þetta tap,“
sagði Hrafn
svekktur eftir
leikinn í gær.
Grindavík
hélt toppsætinu
og er enn með
fullt hús stiga
eftir góðan sigur
á ÍR í gær, 115-94,
og þá gerði Stjarn-
an góða ferð til Ísa-
fjarðar þar sem þeir
bláklæddu fögn-
uðu sjö stiga sigri,
85-78, og komust þar
með upp í annað sæti
deildar innar. - sáp
Keflavík vann KR í Iceland Express deild karla í gær:
Keflvíkingar loks-
ins mættir til leiks
Iceland Express deild karla
Keflavík - KR 95-91 (53-45)
Stig Keflavíkur: Lazar Trifunovic 26 (10 fráköst, 5
stoðsendingar), Valention Maxwell 21 (6 fráköst),
Hörður Axel Vilhjálmsson 18 (5 stoðsendingar),
Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10 (6 fráköst),
Gunnar Einarsson 8, Þröstur Leó Jóhannsson 6 (4
fráköst), Jón Nordal Hafsteinsson 6.
Stig KR: Marcus Walker 28 (5 fráköst), Brynjar
Þór Björnsson 13 (9 fráköst), Fannar Ólafsson 13
(7 fráköst), Hreggviður Magnússon 13 (5 fráköst),
Finnur Atli Magnússon 10 (6 fráköst), Pavel
Ermolinskij 9 (4 fráköst), Ólafur Már Ægisson 3,
Skarphéðinn Freyr Ingason 2.
KFÍ - Stjarnan 78-85 (35-40)
Stig KFÍ: Craig Schoen 17 (4 fráköst), Nebojsa
Knezevic 15 (6 fráköst), Darco Milosevic 14 (4
fráköst), Carl Josey 10, Ari Gylfason 8, Pance
Ilievski 6, Hugh Barnett 6 (6 fráköst), Daði Berg
Grétarsson 2.
Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 23 (7 fráköst),
Marvin Valdimarsson 19 (6 fráköst), Jovan Zdra-
vevski 18 (6 fráköst), Kjartan Atli Kjartansson 9,
Fannar Freyr Helgason 8 (5 fráköst), Ólafur Aron
Ingvason 4, Daníel G. Guðmundsson 2, Guðjón
Lárusson 2 (4 fráköst).
Grindavík - ÍR 115-94 (58-52)
Stig Grindavíkur: Ryan Pettinella 28 (8 fráköst,
3 varin skot), Andre Smith 22 (11 stoðsending-
ar), Guðlaugur Eyjólfsson 13 (4 fráköst), Páll
Axel Vilbergsson 12 (6 fráköst), Björn Steinar
Brynjólfsson 12, Þorleifur Ólafsson 10, Ómar Örn
Sævarsson 8 (7 fráköst), Ólafur Ólafsson 6, Helgi
Björn Einarsson 2, Ármann Vilbergsson 2.
Stig ÍR: Vilhjálmur Steinarsson 23, Kelly Biedler
19 (12 fráköst), Nemanja Sovic 17, Ásgeir Örn
Hlöðversson 10, Kristinn Jónasson 9, Hjalti
Friðriksson 7, Níels Dungal 4 (6 stoðsendingar),
Eiríkur Önundarson 3, Karolis Marcinkevicius 2.
STAÐAN
Grindavík 5 5 0 471-388 10
Stjarnan 5 4 1 430-405 8
Snæfell 5 4 1 498-477 8
Hamar 5 3 2 429-413 6
KR 5 3 2 467-432 6
Fjölnir 5 2 3 431-442 4
KFÍ 5 2 3 475-473 4
Keflavík 5 2 3 418-426 4
Haukar 5 2 3 420-446 4
Njarðvík 5 2 3 393-428 4
ÍR 5 1 4 441-462 2
Tindastóll 5 0 5 354-435 0
ÚRSLIT
Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst
með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing
FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU
ÖFLUGUR Hörður Axel
Vilhjálmsson er lykil-
maður í liði Keflavíkur
og hann átti fínan leik
í gær – skoraði átján
stig og gaf fimm
stoðsendingar.