Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 10
 30. október 2010 LAUGARDAGUR Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. hefur verið falið að annast formlegt söluferli sem lýtur að sölu á eignarhlut Íslandsbanka í Sjóklæðagerðinni sem er 33,33334% af útistandandi hlutafé félagsins. Sjóklæðagerðin hf. - 66°NORÐUR er eitt elsta framleiðslufyrirtæki Íslands. Árið 1926 hóf fyrirtækið framleiðslu á sérstökum hlífðarfatnaði fyrir sjómenn og fiskverkunar- fólk á norðurslóðum en seinna bættist við vörulínu fyrirtækisins vinnufatnaður fyrir fólk í landi. Rætur fyrirtækisins liggja því í framleiðslu sjó- og vinnufatnaðar. Í dag er hönnun og framleiðsla útivistarfatnaðar kjarninn í starfsemi fyrirtækisins en fyrirtækið leggur mikið upp úr gæðum vörunnar þar sem eingöngu eru notuð bestu fáanlegu efnin í framleiðsluna. Nú starfa um 300 manns hjá 66°NORÐUR og fást vörur fyrirtækisins í yfir 500 verslunum í 18 löndum. Fyrirtækið rekur 9 verslanir undir vörumerkinu 66°NORÐUR á Íslandi og eina í Lettlandi. Þar fyrir utan rekur Sjóklæðagerðin þrjár verslanir undir vörumerkjum Rammagerðarinnar ásamt vinnufataversluninni VÍR. Söluferlið verður opið öllum áhugasömum fjárfestum sem teljast fagfjárfestar samkvæmt lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti eða búa yfir fullnægjandi þekkingu og reynslu, og geta sýnt fram á eiginfjárstöðu umfram 300 milljónir króna. Seljandi áskilur sér þó rétt til þess að takmarka aðgang að söluferlinu vegna samkeppnissjónarmiða eða í þeim tilvikum þegar fyrir hendi eru lagalegar takmarkanir á því að fjárfestir kaupi verulegan eignarhlut í félaginu. Áhugasömum fjárfestum er bent á að fylla út trúnaðaryfirlýsingu sem hægt er að nálgast á heimasíðu Íslandsbanka (www.islandsbanki.is/66north2010) og skila henni til Fyrirtækjaráð-gjafar Íslandsbanka. Sölugögn verða afhent á tímabilinu 3.-12. nóvember með rafrænum hætti á netfang sem fjárfestar tilgreina í trúnaðaryfirlýsingu. Síðasti frestur til að skila inn trúnaðar-yfirlýsingu vegna þátttöku í söluferlinu er föstudaginn 12. nóvember kl. 14.00. Gert er ráð fyrir að óskuldbindandi tilboðum verði skilað til Íslandsbanka, Kirkjusandi, 155 Reykjavík, mánudaginn 15. nóvember 2010, fyrir kl. 14:00, í lokuðu umslagi merktu „Fyrirtækja-ráðgjöf/66north2010“. Þeim fjárfestum sem leggja fram hæstu tilboðin verður boðið til áfram-haldandi þátttöku í söluferlinu. Íslandsbanki áskilur sér rétt til þess að hafna öllum tilboðum, ef ekkert ásættanlegt tilboð er lagt fram. Þá fá fjárfestar aðgang að nánari upplýsingum um starfsemi og fjárhag fyrirtækisins ásamt áreiðanleikakönnunum sem unnar voru af óháðum sérfræðingum. Skuldbindandi tilboðum ber að skila inn í síðasta lagi þriðjudaginn 7. desember 2010. Allar nánari upplýsingar um söluferlið er að finna á vef Íslandsbanka undir slóðinni www.islandsbanki.is/66north2010. Sjóklæðagerðin hf. Eignarhlutur Íslandsbanka í opið söluferli Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU BELGÍA, AP Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fær nú það hlutverk að útfæra leiðir til að tak- ast á við skyndileg og erfið efna- hagsvandamál í framtíðinni. Það kerfi á að taka við af neyðarsjóðn- um sem stofnaður var til að takast á við erfiðleikana í Grikklandi. Á leiðtogafundi ESB í Brussel var samþykkt að Lissabonsáttmál- anum yrði breytt með þetta í huga. Angela Merkel Þýskalandskansl- ari hrósar engu að síður sigri, því hún barðist ásamt Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta fyrir því að varanlegt fyrirkomulag yrði sett inn í sáttmálann í staðinn fyrir bráðalausnir þær sem grípa þurfti til fyrr á þessu ári. Samkvæmt nýja fyrirkomulag- inu fær framkvæmdastjórn ESB völd til þess að grandskoða ríkis- fjármál aðildarríkjanna og refsa með sektum þeim sem brjóta regl- ur ESB um hámark fjárlagahalla. Sektirnar verða þó ekki lagð- ar á sjálfkrafa, eins og Merkel og Sarkozy höfðu lagt til. Ekki verður heldur hægt að svipta aðildar ríkin atkvæðisrétti í ráðherra ráðinu, enda mætti sú tillaga harðri and- stöðu hinna leiðtogann. - gb Tillögur Angelu Merkel og Nicolas Sarkozy mildaðar: Sektað fyrir brot á reglum DÓMSMÁL Sambýlisfólki á Selfossi hefur verið gert að greiða að fullu erlent lán sem þau tóku árið 2007. Dómari við Héraðsdóm Suðurlands telur óumdeilt að lánið hafi verið í erlendri mynt og að lántakandi hafi getað fengið upphæðina í þeim myntum sem lánið var veitt í. Íslandsbanki stefndi hjónunum til greiðslu lánsins eftir að þau hættu að greiða af því. Þau fengu andvirði 20 milljóna króna í jap- önskum jenum og svissneskum frönkum lánað til 25 ára hjá Glitni í september 2007. Lánið var greitt inn á reikning þeirra í íslenskum krónum og notuðu þau féð til að fjármagna húsbyggingu. Lánið færðist til Íslandsbanka eftir bankahrunið. Bankinn gjald- felldi lánið í nóvember 2008. Þá stóð höfuðstóllinn í 39,9 milljónum og afborganir höfðu tvöfaldast. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem féll í gær, segir að allir aðil- ar hafi fallist á að lánið væri lán í erlendri mynt. Ekki sé því hægt að halda því fram að þar hafi verið um að ræða um lán í íslensk- um krónum sem bundið hafi verið gengi erlendra mynta. Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að slíkt sé óheimilt. Það þótti meðal annars styrkja þá niðurstöðu að fólkið fékk ekki nákvæmlega 20 milljónir útgreidd- ar. Upphæðin breyttist eftir að skrifað var undir samninginn vegna breytts gengis krónunnar. Verjandi hjónanna byggði vörn þeirra meðal annars á því að alger forsendubrestur hefði orðið við fall bankanna og hrun krónunnar. Á það féllst dómarinn ekki. Í dómin- um segir að almennar aðstæður í íslensku efnahagslífi geti ekki tal- ist til brostinna forsendna, enda geti slíkt leitt til þess að allar fjárhagsskuldbindingar standi á brauðfótum ef breytingar verði í efnahagslífinu. Í dóminum segir að lántakend- urnir hafi mátt eiga von á því að breytingar yrðu á gengi krónunnar þegar þau gerðu samninginn. Dómarinn féllst því á kröfu Íslandsbanka og dæmdi hjónin til að greiða bankanum 39,9 milljón- ir króna, auk 600 þúsund króna í málskostnað. brjann@frettabladid.is Greiða erlent lán að fullu Héraðsdómur hefur dæmt par til að greiða erlent lán að fullu enda sé lánið löglegt. Dómurinn telur sannað að samið hafi verið um lán í erlendri mynt. JEN Héraðsdómur telur óumdeilt að lánið hafi verið greitt út í japönskum jenum og svissneskum frönkum, en lán- takendur kosið að fá því skipt í krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.