Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 30. október 2010 3
„Þetta verður í rauninni annar
öskudagur en við viljum hvetja
krakka til að fara aftur í ösku-
dagsbúningana og heimsækja
okkur hingað á bókasafnið,“ segir
Juraté Akuceviciuté, bókavörður
á Borgarbókasafninu í Gerðu-
bergi, en á morgun verður létt
hrekkjavökustemming í bóka-
safninu klukkan 14.
„Hér verður spiluð tónlist og
hægt að syngja og dansa og við
bjóðum upp á hrekkjavökumynd-
ir fyrir krakkana að lita. Foreldr-
ar eru líka velkomnir í búning-
um en dagskráin verður frekar
laus í reipunum hjá okkur þenn-
an daginn,“ segir Juraté en þetta
er í fyrsta skipti sem bókasafnið
bryddar upp á einhverju kringum
Hrekkjavökuna.
Sunnudagar eru þó alla jafna
barnadagar á bókasafninu og er
skipulögð dagskrá eftir hádegið,
milli klukkan 14 og 15.
„Sóla sögukona var til dæmis
hjá okkur síðasta sunnudag með
bókabílinn Æringja og sagði
sögur. Við höfum fengið rithöf-
unda til að lesa upp úr verkum
sínum og til að mynda kom
Gerður Kristný um daginn
og las.“
Pólsk-íslenska
barnabókin Þanka-
gangar eftir Völu
Þórsdóttur verð-
ur kynnt og lesin
sunnudaginn 7.
nóvember. Bók-
ina myndskreytti
Agnieszka Nowak og
verða þær Vala báðar
á staðnum. „Þann sunnu-
dag verður dagskráin lengri
hjá okkur en Vala og Agn-
ieszka verða með ókeypis
námskeið fyrir krakka,
í teikningu og sagna-
gerð, milli klukkan
13.30 til 16.“
Í tengslum við
Afríku þema sýning-
ar í Gerðubergssafni
ætlar myndlistarkon-
an Kristín Arngríms-
dóttir að heimsækja
bókasafnið 14. nóvember
og föndra með krökkunum Afr-
íkuföndur. 21. nóvember verður
krakkabíó en 28. nóvember verð-
ur síðasti barnadagurinn fyrir
áramót.
„Þá fáum við til okkar Björn
Finnsson frá Origami Ísland
til að sýna og kenna krökkun-
um origami. Við viljum endilega
hvetja ekki bara Breiðholtsbúa
heldur alla borgarbúa til að líta
til okkar á bókasafnið á sunnu-
dögum og hlökkum til að sjá sem
flesta í búningum á morgun.“
heida@frettabladid.is
Búningar á bókasafninu
Sunnudagar eru Barnadagar á bókasafninu í Gerðubergi. Á morgun eru krakkar velkomnir í grímubún-
ingum og milli klukkan 14 og 15 verður hrekkjavökustemming með tónlist og dansi.
Sunnudagar eru barnadagar í bókasafninu í Gerðubergi. Á morgun verður hrekkja-
vökustemming og allir krakkar velkomnir í búningum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI
Íbúar og gestir Skaftárhrepps
halda upp á það um helgina
að uppskera gjöfuls sumars er
komin í hús.
„Morgunkaffi á Hótel Laka er
fyrsta atriði dagsins og í framhaldi
af því er upplagt að kíkja í flott fjós
í Efsta-Hrauni í Landbroti áður en
brunað er upp að Hótel Geirlandi.
Þar er gönguferð með leiðsögn
á dagskrá og kjörið að skoða hið
myndarlega fjárhús í Mörk í leið-
inni. Á eftir er boðið upp á kraft-
mikla kjötsúpu.“ Þannig byrjar
Rannveig Bjarnadóttir, formað-
ur menningarmálanefndar Skaft-
árhrepps, að lýsa því sem eftir er
af uppskeruhátíð á Kirkjubæjar-
klaustri og nágrenni.
Nýr veitingastaður, Munkakaffi,
verður prufukeyrður í dag í gömlu
kaupfélagsversluninni á Klaustri og
Rannveig mælir líka með heimsókn
í Handverksbúðina og á myndlist-
ar- og handverkssýningu í Kirkju-
hvoli. Kórsöngur verður í Kirkju-
hvoli síðdegis
þar sem Söng-
félag Skaftfell-
inga í Reykja-
vík tekur þátt í
hátíðahöldunum
og í kvöld verður
uppskeruveisla á
Hótel Klaustri.
„Aðalballið var
í gær en ég veit
að nokkrir góðir
spilarar eru tilbúnir með nikkurn-
ar í kvöld,“ lýsir Rannveig.
Á morgun klukkan tvö er komið
að uppskeru- og þakkarmessu í
Prestsbakkakirkju með þremur
kórum og á eftir er boðið í súpu úr
gómsætum rófum frá Maríubakka
í félagsheimilinu á Klaustri. Loka-
atriðið er svo uppboð á alls kyns
matvælum, munum og þjónustu
sem fólk hefur gefið til ágóða fyrir
Krabbameinsfélag Vestur-Skafta-
fellssýslu. Þar heldur Karl Rafns-
son hótelstjóri á hamrinum og slær
hæstbjóðendum það sem falt er í ár.
- gun
Uppskeru fagnað
Rannveig
Bjarnadóttir
„Fyrsta uppskeruhátíðin okkar var í fyrra og hún tókst mjög vel,“ segir Rannveig
Bjarnadóttir, matráður og formaður menningarmálanefndar Skaftárhrepps.
MYNDIR/INGIBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR