Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 12
12 30. október 2010 LAUGARDAGUR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
greinar@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
SPOTTIÐ
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Eftir könnunum bera tvöfalt fleiri Íslendingar traust til Evrópusambandsins en Alþingis. Niðurstaðan
er ekki vísbending um afgerandi
traust til Evrópusambandsins.
Hún sýnir fyrst og fremst hættu-
legt vantraust á Alþingi.
Spurningin er: Hvað hafa þing-
menn gert af sér til að tapa öllu
trausti? Flestir svara með þrem-
ur fullyrðingum um háttsemi
þeirra:
1) Þeir rífast of mikið. Veru-
leikinn er hins vegar sá að jafn
mörg mál eru afgreidd í fullri
sátt milli stjórn-
ar og stjórnar-
andstöðu sem
endranær.
2) Þeir lúta of
miklum flokks-
aga. Veruleik-
inn er sá að
engin dæmi eru
um jafn mikinn
fjölda stefnu-
mála sem ríkis-
stjórn hefur ekki stuðning við og
samninga sem hún getur ekki efnt
vegna andstöðu eigin þingmanna.
3) Þeir hugsa meir um sjálfa sig
en fólkið í landinu. Veruleikinn
er þó sá að aldrei áður hafa jafn
margir þingmenn úr jafn mörgum
flokkum flutt jafn margar ræður
um nauðsyn þess að slá skjald-
borg um heimilin og að láta hjól
atvinnulífsins snúast.
Við skoðun ríma skýringarnar
einfaldlega illa við raunveruleik-
ann. Eiginlegar ástæður fyrir van-
traustinu kunna því að vera aðrar
en ætla mætti við fyrstu sýn. Ef
orsakir vantraustsins eru ekki rétt
greindar er óvíst að mönnum tak-
ist að bæta ráð sitt og auka veg
Alþingis að nýju.
Hví þverr traustið?
Á síðustu árum hafa þing-menn í vaxandi mæli haft hlutverkaskipti við kjósendur. Í stað þess að
hafa sjálfir forystu á hendi láta
þeir kjósendur leiða sig. Þetta ger-
ist þegar menn lifa eftir skoðana-
könnunum og því sem menn halda
með réttu eða röngu að sé boðskap-
ur mótmælafunda eða skilaboð af
netinu.
Tilhneiging í þessa veru er jafn-
gömul fulltrúalýðræðinu. Hennar
gætir í öllum lýðræðisríkjum. Eftir
hrun krónunnar og fall bankanna
hljóp hins vegar ofvöxtur í þessa
háttsemi á Alþingi.
Breski heimspekingurinn og
þingmaðurinn Edmund Burke hélt
því fram á sinni tíð að það væru
svik en ekki þjónusta þegar þing-
menn fórnuðu dómgreind sinni
fyrir álit kjósenda. Margt bendir til
að einmitt svik af þessu tagi hafi í
raun og veru grafið undan virðingu
og trausti Alþingis.
Þegar þingmenn hafa hlutverka-
skipti við kjósendur um málefna-
lega leiðsögn er sú háttsemi jafnan
klædd í skrautlegan búning. Oftast
nær heitir það að verið sé að auka
lýðræðið eða efla samráð.
Í raun og sannleika eru þingmenn
þó fremur að koma sér hjá því sem
þeir eru kjörnir til: Að meta mál og
leggja á ráðin eftir eigin dómgreind
og þola að því búnu álit kjósenda.
Þessu fylgir áhætta sem margir
vilja komast undan. Því er kallað á
handleiðslu kjósenda.
Samráð er að sjálfsögðu mikil-
vægur þáttur í virku lýðræði. Í því
geta hins vegar falist svik ef það er
á kostnað þeirrar pólitísku ábyrgð-
ar sem eðli máls hvílir á þeim sem
kjörnir eru til forystu.
Vandi Alþingis er sá að of marg-
ir þingmenn vilja halda stöðu sinni
sem þjóðkjörnir fulltrúar en láta
lögmál stjórnleysisins ráða gangi
mála. Einu gildir hversu oft og
hástemmt menn kenna slíka hátt-
semi við lýðræði. Á endanum gref-
ur hún undan trausti.
Stjórnlagaþingið, skuldavand-
inn og sjávarútvegsmálin eru
ágæt dæmi um viðfangsefni þar
sem þingmenn hafa haft hlut-
verkaskipti við kjósendur í þess-
um skilningi.
Hlutverkaskipti
Kjósendur fordæma þing-menn fyrir að standa ekki á sannfæringu sinni. Um leið áfellast
þeir þá fyrir viljaleysi til mála-
miðlana. Þetta er þverstæða sem
þingmenn þurfa að takast á við en
er þó hættulegt að endurspegla.
Málamiðlanir eru nauðsynlegar
bæði innan þingflokka og á milli
þeirra. Ella er stjórnkerfið óvirkt.
Eðli máls samkvæmt reynir meir
á stjórnarflokka í þessu sam-
hengi. Á engan máta er óheiðar-
legt af þeirra hálfu að fórna hluta
af stefnu sinni fyrir samstarf og
árangur á öðrum sviðum.
Í vaxandi mæli hefur það hins
vegar gerst að í stað málamiðlana
hafa menn sett fram lausnir sem
byggja á þeirri hugsun að bæði
verði sleppt og haldið. Það eyðir
trausti.
Samningur ríkisstjórnarflokk-
anna um aðildarumsóknina að
ESB er þessu marki brenndur. VG
er með aðildarumsókn en á móti
aðild hvernig svo sem samningar
ráðast. Þetta er kennt við lýðræðis-
ást. Í reynd er þetta dæmi um tvö-
falt siðgæði og óheiðarlega afstöðu
gagnvart kjósendum.
Annað dæmi: Iðnaðarráðherra
tilkynnir reglulega um stóriðju-
framkvæmdir í Helguvík og á
Bakka. Fjármálaráðherra vindur
ofan af þeim fyrirheitum innan
tólf tíma. Síðan gefa þeir út sam-
eiginlega yfirlýsingu um fulla
samstöðu. Þetta er ekki málamiðl-
un heldur blekkingarleikur.
Svarið við vantraustinu er hvorki
aukin sundrung með persónukjöri
og þjóðaratkvæðagreiðslum né
einn sterkur leiðtogi með eina upp-
skrift. Hér vantar öllu heldur hug-
myndafræðilega kjölfestu. Hún
auðveldar þingmönnum að treysta
á dómgreind sína og láta á hana
reyna í sókn og vörn andspænis
kjósendum. Það eflir traustið.
Tvöfalt siðgæði
ÞORSTEINN
PÁLSSON
G
uðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra og Oddný
G. Harðardóttir, formaður fjárlaganefndar Alþing-
is, hafa bæði lýst því yfir á síðustu dögum að áform-
in um niðurskurð á sjúkrahúsum á landsbyggðinni
verði endurskoðuð og minna skorið niður en lagt
var upp með.
Oddný sagði í Fréttablaðinu
í gær að þverpólitísk sátt væri
um að endurskoða sparnaðar-
áformin. Ekki væri hins vegar
hægt að lofa því að ekkert yrði
skorið niður, því að útgjöld
ríkisins verði að vera í sam-
ræmi við tekjurnar.
Guðbjartur Hannesson sagði í
Ríkisútvarpinu að hann vildi ekki skera jafnmikið niður á sjúkra-
húsinu á Ísafirði og áformað hefði verið. Hann vildi sömuleiðis
endurskoða áformin um niðurskurð á öðrum stöðum.
Viðbrögð stjórnmálamannanna við mótmælum gegn
niðurskurðaráformum í heilbrigðiskerfinu eru væntanlega af
tvennum toga. Annars vegar er fólk hrætt um atkvæðin sín
eins og gengur og vill ekki þurfa að taka óvinsælar ákvarðanir.
Hins vegar hafa verið færð fram málefnaleg mótrök, til dæmis
skýrslan sem unnin var fyrir Vestfirðinga og inniheldur þá
rökstuddu gagnrýni að verulegur kostnaður geti orðið til ann-
ars staðar í heilbrigðiskerfinu, verði af niðurskurðaráformum
á Ísafirði.
Vonandi verður niðurstaða þessa máls fremur byggð á því
að þingmenn taki mark á skynsamlegum rökum en að þeir séu
bara mjúkir í hnjáliðunum og hræddir.
En gangi niðurskurðurinn að einhverju leyti til baka er ekki
þar með sagt að heimamenn í sjúkrahússbæjunum geti bara
fagnað sigri og stjórnmálamennirnir varpað öndinni léttar yfir
að þurfa ekki að taka óvinsælar ákvarðanir.
Eins og Oddný Harðardóttir bendir á, verða útgjöld ríkis-
ins nefnilega að passa við tekjurnar. Ef minna verður skorið
á sjúkrahúsunum, þarf að skera meira niður einhvers staðar
annars staðar. Ef fólk heldur vinnunni á sjúkrahúsinu á Ísafirði
munu aðrir ríkisstarfsmenn væntanlega missa vinnuna annars
staðar.
Guðbjartur Hannesson nefndi aðspurður í RÚV að hugsan-
legt væri að ná fram sparnaði í staðinn í öldrunarmálum og
niðurgreiðslu lyfja. Ekki verður sá niðurskurður heldur óum-
deildur, en kannski verða hagsmunirnir sem vegið verður að
heldur ekki eins skýrir og staðbundnir og þess vegna ekki eins
auðvelt að skipuleggja mótmæli sem stjórnmálamenn verða
hræddir við.
Forðist menn erfiða ákvörðun í þessu tiltekna máli búa þeir til
erfiðar ákvarðanir í öðrum málum. Stjórnmálamennirnir verða
að geta staðið í lappirnar og þorað að taka slíkar ákvarðanir.
Ráðherra og þingmenn ætla að endurskoða
niðurskurðaráform á landsbyggðarsjúkrahúsum.
Hvar á þá að
skera niður?
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Fæst í verslunum Hagkaups og Bónus · www.lífrænt.is
Láttu hjartað ráða