Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 4
4 30. október 2010 LAUGARDAGUR
Fyrirlestur Ragnars Bragasonar um
Vaktarseríurnar og tilurð þeirra
verður í hádeginu á mánudag í sal 3 í
Háskólabíói.
LEIÐRÉTTING
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is
BANDARÍKIN Sprengiefni fannst í
tveimur pökkum um borð í frakt-
flugvélum sem voru á leið frá
Jemen til Bandaríkjanna í gær.
Annar pakkinn fannst á flugvell-
inum í Dubai, hinn við millilend-
ingu á Bretlandi. Skráðir viðtak-
endur pakkanna voru samkomuhús
gyðinga í Chicago. Barack Obama
Bandaríkjaforseti staðfesti á
blaðamannafundi í gærkvöldi að
sprengiefni hefði fundist í pökk-
unum og að hryðjuverkaógn staf-
aði af þeim.
Pakkarnir tveir voru póstlagð-
ir hjá FedEx í Sana‘a, höfuðborg
Jemen. Hryðjuverkasamtökin al
Kaída hafa eflst þar í landi á síð-
ustu misserum og er talið að send-
ingarnar komi frá þeim.
Flugvélarnar voru kyrrsettar í
Dubai og London þegar tilkynn-
ing barst um grunsamlega pakka
um borð.
Sveinn H. Guðmarsson, upp-
lýsingafulltrúi Unicef í Jemen,
er búsettur í sama húsi og aðal-
útibú FedEx. Hann segir að mikil
umræða sé um að al Kaída sæki í
sig veðrið.
„Menn eru mjög á tánum yfir
þessu. Jemen er búið að vera mikið
í fréttum út af al Kaída undan farin
misseri. Stjórnarherinn hefur und-
anfarnar vikur og mánuði verið í
víðtækum hernaðaraðgerðum gegn
samtökunum,“ segir Sveinn. „Við
fáum þetta inn á borð hjá okkur
í Unicef vegna þess að þúsund-
ir manna eru að flýja heimili sín
vegna árása al Kaída og menn hafa
miklar áhyggjur af því að samtök-
in séu að festa hér rætur.“
Fleiri flutningavélar voru kyrr-
settar á flugvöllum í Bandaríkjun-
um með skömmu millibili eftir að
sprengjurnar fundust, og farmur
þeirra rannsakaður.
Frekari upplýsingar um meinta
hryðjuverkaógn lágu ekki fyrir
þegar blaðið fór í prentun í gær-
kvöld. - sv
GENGIÐ 29.10.2010
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
206,1695
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
111,84 112,38
177,94 178,80
154,68 155,54
20,743 20,865
18,863 18,975
16,543 16,639
1,3836 1,3916
175,57 176,61
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
FJARSKIPTI Ríkisstjórnin samþykkti
í gær að stofna sérstakt öryggis-
og viðbragðsteymi til að vinna
gegn og bregðast við netárásum.
„Það er farið að skilgreina öryggi
í netheimum sem grundvallar þátt
í öryggi samfélaga. Þetta er eigin-
lega sjálfsagður hlutur að reyna að
hafa í lagi, eftir því sem frekast
er kostur,“ segir Ögmundur Jónas-
son, samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðherra.
Eins og fjallað hefur verið um
í Fréttablaðinu undanfarið hafa
íslensk stjórnvöld setið eftir í
netöryggismálum. Slík viðbragðs-
teymi hafa verið starfandi víða í
nágrannalöndunum árum saman.
„Þetta hefur verið til athugun-
ar um nokkurt skeið í samgöngu-
ráðuneytinu og hjá Póst- og fjar-
skiptastofnun. Nú hefur fengist
samþykki fyrir því í ríkisstjórn
að Póst- og fjarskiptastofnun verði
falið að setja á fót teymi til að ann-
ast þetta verkefni,“ segir Ögmund-
ur.
Hann segir að kallaðir verði til
flestir sem starfandi séu í þess-
um geira til ráðgjafar við stofnun
hópsins. Markmiðið sé að koma
þessum málum í markvissan far-
veg. Kostnaður við stofnun og
rekstur viðbragðshópsins verður
til að byrja með greiddur af fjár-
veitingum Póst- og fjarskiptastofn-
unar.
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri
Póst- og fjarskiptastofnunar, segir
að til að byrja með verði sett á
laggirnar teymi með tveimur eða
þremur starfsmönnum sem sinna
muni þessu verkefni eingöngu.
Þeir muni fá stuðning frá öðrum
starfsmönnum stofnunarinnar
eftir því sem þurfa þyki.
Hann segir að áhersla verði lögð
á samstarf við sambærilega hópa í
nágrannalöndunum. Víða erlendis
vakta slíkir hópar netumferð allan
sólarhringinn, en Hrafnkell segir
það ekki standa til í bili.
Ekki er hægt að meta hver kostn-
aður við stofnun viðbragðshóps-
ins verður. Í skýrslu Póst- og fjar-
skiptastofnunar frá því í desember
2008 kemur fram að kostnaður
fyrsta árið geti verið um 49 millj-
ónir króna, og árlegur kostnaður
eftir það um 42 milljónir. Þar er þó
gert ráð fyrir heldur stærri hóp en
þeim sem nú verður komið á fót.
Hrafnkell segir Póst- og fjar-
skiptastofnun annt um að upplýsa
almenning um öryggismál. Stofnun-
in haldi meðal annars úti vefnum
netoryggi.is, þar sem hægt sé að
fá upplýsingar um tölvu öryggi á
mannamáli.
brjann@frettabladid.is
Stjórnvöld bregðast
við hættu á netinu
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að stofna öryggis- og viðbragðsteymi vegna net-
árása. Öryggi í netheimum einn af grundvallarþáttunum í öryggi samfélaga segir
ráðherra. Tveir til þrír sérfræðingar verða í fullu starfi í teyminu fyrst um sinn.
HRAFNKELL
V. GÍSLASON
ÖGMUNDUR
JÓNASSON
SKUGGAHLIÐAR Hættur sem ógnað geta almenningi, fyrirtækjum og jafnvel stjórn-
völdum má finna víða á netinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
22°
15°
14°
13°
16°
15°
12°
12°
24°
14°
22°
13°
28°
10°
14°
15°
10°Á MORGUN
Strekkingur sums staðar
með ströndum.
MÁNUDAGUR
Hvassviðri með N- og A-
strönd, annars hægari.
2 -2
3 4
3
-2
2
3
2
3
3
3
2
2
3
3
3
6
4
6
-3
11
14
14
13
15
11
16
12
20
23
8
13
STORMUR eða
hvassviðri verður
allra austast á land-
inu fram eftir degi
en síðdegis og í
kvöld dregur smám
saman úr vindi og
úrkomu. Á morgun
verður éljagangur
norðan- og austan-
lands en bjart veð-
ur syðra fyrri hluta
dags.
Ingibjörg
Karlsdóttir
veður-
fréttamaður
HAMFARIR Spár um að þörf fyrir
neyðaraðstoð muni slá öll met árið
2010 virðast vera að rætast. Flóð-
in í Taílandi, hörmulegar afleið-
ingar fellibylja á Filipps eyjum og
í Búrma og kólerufaraldur á Haítí
hafa nú bæst á lista yfir þær ham-
farir sem orðið hafa á þessu ári.
Samkvæmt nýrri skýrslu
Barnaheilla, sem fjallar um
mannúðarstarf á næsta áratug,
mun tíðni náttúruhamfara aukast
sem og þörfin fyrir aðstoð í flókn-
um pólítískum aðstæðum.
Sameinuðu þjóðirnar og hjálpar-
stofnanir hafa nú þegar lagt 12,8
milljarða Bandaríkjadala í neyðar-
aðstoð vegna átaka og náttúru-
hamfara á árinu 2010. - gb
Neyðaraðstoð slær met:
Þörfin aldrei
verið meiri
NOREGUR „Skyrsalan hefur nú
þegar útvegað 650 kúm í land-
inu atvinnu,“ hefur norski frétta-
miðillinn E-24 eftir Bent Myr-
dahl, framkvæmdastjóra norsku
mjólkursamsölunnar Q.
Fyrirtækið sér ekki eftir því
að hafa hafið sölu á skyri að
íslenskri fyrirmynd, en Myr-
dahl er þó ekki ánægður með
samkeppni frá TINE, stærstu
mjólkursamsölu Noregs.
Hann segir TINE hafa stolið
bæði hugmyndinni og þeirri vöru-
þróun sem fram hefur farið í Q
og hótar málsókn ef TINE lætur
verða af áformum sínum. - gb
Skyrstríð í Noregi:
Hundruð kúa í
skyrframleiðslu
SUÐUR-KÓREA, AP Norður-kóreskir
hermenn skutu í gær yfir landa-
mærin á suður-kóreska landa-
mærastöð. Suður-Kóreumenn
svöruðu í sömu mynt.
Ekki var ljóst í gær hver
ástæða árásarinnar var. Enginn
Suður-Kóreumaður meiddist,
en frá Norður-Kóreu hafa engar
fréttir borist um hugsanlegan
skaða.
Afar sjaldgæft er að til skot-
bardaga komi á landamærunum,
þótt formlega eigi Kóreuríkin
enn í stríði. - gb
Spenna milli Kóreuríkjanna:
Skotbardagi á
landamærum
HORFT SUÐUR YFIR Norður-kóreskir her-
menn á landamærunum. NORDICPHOTOS/AFP
VIÐSKIPTI Vöruskipti voru hagstæð
um 10,6 milljarða króna í
september. Fluttar voru út vörur
fyrir 49,7 milljarða og inn fyrir
rúma 39 milljarða. Sama mánuð í
fyrra voru vöruskipti hagstæð um
tæpa 9,5 milljarða á sama gengi.
Verðmæti innflutnings nam
rúmum 25 milljörðum meira en í
fyrra fyrstu níu mánuði ársins.
Vörur voru fluttar út fyrir 51,3
milljörðum meira en á sama tíma
árið 2009. Vöruskiptajöfnuðurinn
var 25,6 milljörðum króna hag-
stæðari fyrstu níu mánuði ársins
en í fyrra, samkvæmt upplýsing-
um Hagstofunnar. - þeb
Vöruskipti aukast milli ára:
Meira flutt
bæði inn og út
Barack Obama Bandaríkjaforseti greindi frá því í gærkvöldi að sprengjur hefðu verið í kyrrsettum flugvélum:
Fraktflug raskaðist vegna hryðjuverkaógnar
FUNDAÐ UM ÓGNINA Barack Obama
ásamt fulltrúum þjóðaröryggisráðsins.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P