Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 32
32 30. október 2010 LAUGARDAGUR Þ að hefur greinilega staðið til að farga þér. Það er kannski ekki skrítið þar sem þú ert lykilmaðurinn í þessu samstarfi. Þá hefðum við þurft að breyta hljómleikunum á fimmtudaginn í minningartón- leika, þar sem Minning um mann hefði verið leikið stanslaust allan tímann, í mörgum útgáfum,“ segir Megas þegar Gylfi Ægisson mætir of seint á fund með blaðamanni á Umferðarmiðstöðinni. Ástæða seinkunarinnar er sú að Gylfi lét setja nagladekk á bílinn sinn kvöldið áður. Hjólin voru þó ekki fest betur en svo að á Reykjanes brautinni, á leiðinni í bæinn frá Vogum á Vatnsleysu- strönd þar sem Gylfi býr, heyrði hann skringilegt hljóð og í ljós kom að eitt dekkjanna var við það að detta undan bílnum. Hann náði þó blessunar lega á bifreiðaverk- stæði áður en til þess kom. „Það var eins gott að hjólið fór ekki af, því ég var á 105 kílómetra hraða,“ segir Gylfi. Rúnar Þór Pétursson tekur undir með Megasi og segir engan vafa leika á því að Gylfa hafi þarna verið sýnt klárt banatilræði. Þeir þremenningar, Gylfi, Rúnar Þór og Megas, gáfu í vikunni út geisladiskinn MS GRM, þar sem þeir syngja saman gömul lög eftir hver annan auk tveggja spánnýrra. Útsetningar og hljóðfæraleikur á plötunni er í höndum bræðranna Magnúsar og Alberts Ásvaldssona og hyggst hersingin fagna útgáf- unni með tónleikum í Austurbæ fimmtudaginn 4. nóvember næst- komandi og öðrum í Hofi á Akur- eyri 10. nóvember. „Svo komum við líklega til með að spila eitthvað um landið, förum austur og vestur, en tónleikarnir í Austurbæ eru þeir einu sem ráð- gerðir eru hér í bænum,“ tekur Rúnar Þór fram. Samstarfinu stýrt að handan Spurður um tildrög samstarfs- ins segist Megas einfaldlega hafa komið þegar á hann var kallað. „Rúnar Þór og Gylfi hafa unnið töluvert saman síðustu ár, haldið tónleika saman og þar fram eftir götunum, og mig hefur auðvitað alltaf dreymt um að syngja Minn- ingu um mann. Það er lag sem allir Íslendingar hafa dálæti á, svo ég sagði bara já.“ Gylfi segist alltaf hafa haft dálæti á Megasi, sérstaklega lag- inu Spáðu í mig, en auk þess hafi Megas verið eftirlætis tónlistar- maður móður sinnar heitinnar. Svo skemmtilega vill til að móðir Rúnars Þórs hélt einnig mikið upp á Megas meðan hún lifði, og því vill Gylfi meina að mömmurnar tvær hafi í sameiningu tekið þá ákvörðun að drengirnir þeirra ættu að gefa þessa plötu út með Megasi. „Það má eiginlega segja að þessu samstarfi sé stýrt að handan,“ segir Megas, en auk ofantalinna laga má finna á plöt- unni smelli á borð við Út á gólfið eftir Gylfa, Lóa Lóa eftir Megas og Brotnar myndir, lag Rúnars Þórs, auk ýmissa fleiri. Þeir lýsa útsetningum laganna á plötunni sem rokkuðum vel, jafn- vel nokkuð stríðum á köflum, sem bjóði upp á skemmtilega tilbreyt- ingu frá því sem þeir séu vanir. „Við erum allir orðnir svo aldrað- ir að við hefðum aldrei farið út í svona mikið rokk og ról sjálfir,“ segir Megas og Rúnar Þór sam- sinnir því. „Við hefðum aldrei náð þessu, hefðum gert þetta allt öðru- vísi. En við erum æðislega ánægð- ir með þetta. Þetta samstarf er auðvitað stórmerkilegt í rokk- sögulegu tilliti, en við eigum það allir sameiginlegt að hafa ekki of miklar áhyggjur af því hvernig þetta kemur út. Við höfum aldrei verið jakkafatamenn með skjala- töskur.“ „Þú ert alltaf eitthvað að tala um skjalatöskur, Rúnar. Ég á skjalatösku og sé ekki hvað er að því,“ segir Gylfi og hlær. Vilja selja plötuna í ÁTVR Heyra má á þeim félögum að þeir þekkjast vel og hafa gert lengi, enda starfað innan sama geirans svo áratugum skiptir. „Ég flutti til Reykjavíkur frá Ísafirði í kringum 1972 og kynnt- ist Gylfa fljótlega, enda vorum við ungir menn sem höfðum gaman af lífinu. Vorum hressir og kátir, eins og sagt er, enda áttum við þá töluvert eftir af hornum til að hlaupa af okkur,“ segir Rúnar Þór. „Við drukkum mikið saman,“ bætir Gylfi við, „og fórum líka nokkrum sinnum saman í með- ferð. Þá fór afvötnunin fram á Kleppsspítala og í eitt skiptið höfðum við ákveðið að stinga af saman. Ég setti gítartösku í rúmið mitt og klæddi líka tvær gosflösk- ur í sokka og lét standa undan sænginni eins og fætur. Svo lét ég mig hverfa, en gleymdi að vekja Rúnar, svo hann komst ekki á fyll- erí með mér í það skiptið,“ segir Gylfi og hlær. Síðar, í kringum 1979 þegar Gylfi hætti að drekka, kynntist Rúnar Megasi og urðu þeir góðir vinir. „Við náðum strax mjög vel saman og þvældumst víða um í heil tvö ár. Ef ég þurfti til dæmis að fara til Keflavíkur að heim- sækja frænku mína þá kom hann bara með, og við vorum mikið saman,“ segir Rúnar. „Svo vorum við einu sinni sem oftar á fylleríi þegar Megas fékk boð um að spila á Óðali. Ég fór auðvitað með honum en dyra- verðirnir bönnuðu mér að koma inn, enda vorum við frekar illa séðir á mörgum af þessum stöð- um. Ég spurði hvers vegna Megas fengi að fara inn en ekki ég, og þá sagði einn dyravarðanna: „Megas fær að vera hér inni í nákvæm- lega tuttugu mínútur. Hann tekur þrjú lög, fimm mínútur hvert, fær aðrar fimm mínútur til að koma sér upp og niður stigann og svo fer hann út. Og þú getur tekið tímann!“ og það stóðst upp á sek- úndu,“ segir Rúnar og skellir upp úr. Hann bætir við að sukkið leiki vissulega hlutverk í laga- og textasmíðum tríósins, svo lengi hafi það verið stór hluti af lífi þeirra. „Það er grunnt á þessu þótt maður hafi ekki drukkið í áratugi. Ég hef ekki drukkið í 26 ár og Gylfi ekki í 31 ár.“ „Og ég hef ekki drukkið í eina mínútu,“ skýtur Megas inn í við hlátur hinna. „En sukkið getur hnýtt góða hnúta milli fólks.“ Gylfi heldur því fram að heilar tvær áfengisverslanir hafi þurft að leggja upp laupana þegar hann hætti loksins að drekka, því þá hafi þær hreinlega ekki staðið undir sér lengur. „Og ég vil endilega koma því á fram- færi að ÁTVR mætti taka það til athugunar að selja geisladisk- inn okkar í búðunum sínum. Við eigum það svo sannarlega inni. Margfalt.“ Ímyndaður Siglfirðingur Vitaskuld er það fleira en sukk- ið og tónlistin sem Megas, Gylfi og Rúnar Þór eiga sameiginlegt því allir hafa þeir ákveðna teng- ingu við Siglufjörð, þótt missterk sé. Gylfi er borinn og barnfædd- ur fyrir norðan og afi Rúnars Þórs átti rætur sínar að rekja þangað, en Megas segist vera ímyndaður Siglfirðingur. „Ég dvaldi eitt sumar á Siglu- firði sem barnapía, líklega 1977 eða 1978, og þá átti að hengja mig um hverja helgi. Í bænum var hátt og fínt tré með góðri grein og í henni vildi múgur og marg- menni láta mig hanga fyrir hinar ýmsu sakargiftir, mestmegnis ein- hvers sem ég hafði tekið mér fyrir hendur þegar ég skrapp til Reykja- víkur.“ „Þá hefðirðu nú lent á grænni grein,“ segir Gylfi. „Já, en ég hraktist eiginlega burt þaðan,“ heldur Megas áfram. „Svo fór ég stuttu síðar að heyra það utan af mér að ég væri dáðasti sonur Siglufjarðar. Þegar ég fór þangað að spila var troðfullt hús og allir vildu sjá þennan sigursæla mann.“ Aldrei saman á tónleikum áður Ekkert hefur verið ákveðið um framhaldið á samstarfinu eftir útgáfu plötunnar. Þeir lofa því þó að tónleikarnir sem fram undan eru verði góðir, en þeir hafa aldrei áður komið saman fram á hljóm- leikum. „Við tökum öll lögin sem eru á plötunni og líka nokkur í viðbót. Saman eigum við að sjálfsögðu nóg af lögum til að syngja til æviloka,“ segir Rúnar Þór. Gylfi bætir við að þeir verði að hafa í huga að geðjast öllum aldurshópum. „Aðdáendur mínir eru flestir í kringum tvítugt en aðdáendurnir ykkar eru á áttræðis- aldri, svo við verðum að passa upp á að láta nokkur róleg lög fylgja með,“ segir hann og rekur upp ein- kennandi hlátursroku að lokum. Sukkið getur hnýtt góða hnúta Megas, Rúnar Þór Pétursson og Gylfi Ægisson sendu í vikunni sameiginlega frá sér hljómplötuna MS GRM. Kjartan Guðmunds- son hitti þremenningana á Umferðarmiðstöðinni og ræddi við þá um sukkið, Siglufjörð og samstarfið sem stýrt er að handan. VÍÐA FARIÐ Megas, Rúnar Þór og ónefndur félagi uppi í Hallgrímskirkju- turni, seint á áttunda áratugnum. MYND/HREIÐAR HOLM ÁHÖFNIN Á GRM Þeir Megas, Rúnar Þór og Gylfi segja samstarfið við gerð plötunnar hafa gengið vonum framar. „Við erum allir góðir vinir og húmorinn ræður ríkjum,“ segir Rúnar Þór. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bíldshöfða - Sími 585 7220 - OPIÐ ALLA DAGA 12 ga – fyrir 25 skot. Verð: 3.490 Riffilskot. Verð: 1.090 – 50 stk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.