Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 80
 30. október 2010 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Bækur ★★★★ Hreinsun Sofi Oksanen Þýðing Sigurður Karlsson Steinn Steinarr sagði einhvern tíma að það sem væri að ljóðum ungra skálda væri að það vantaði í þau lífsháskann. Hann las aldrei Sofi Oksanen. Í Hreinsun gín lífs- háskinn á hverri síðu. Persónurnar tortíma hver annarri og sjálfum sér um leið og engu skiptir hvort yfirvaldið er rússneski herinn, rússneska mafían, ástin, stoltið eða sjálfsbjargarviðleitnin. Óarga- dýrið býr í manneskjunni sjálfri. Rakin er saga tveggja kvenna á mismunandi tímum í eistneskri sögu, saga sem fléttast saman og greinist í sundur á víxl. Saga af því hvernig óttinn um eigið líf gerir manneskjurnar grimm- ar og brýtur niður hið mannlega í þeim. Saga af innri og ytri átökum í landi sem er leiksoppur voldugri landa og þar sem aldrei er hægt að ganga að örygginu vísu. En þrátt fyrir stöðuga ytri ógn og hræði- lega hluti sem persónur ganga í gegnum af hendi valdhafa á hverj- um tíma þá leynist fall þeirra samt í eigin draumum og þrám. Sagan er að einum þræði stúdía á því hvað veldur svikum, hvers vegna fólk bregst, en þræðirnir eru ótalmargir og listilega flétt- aðir í breiða margradda frásögn sem flæðir fram eins og jökulá í leysingum og þeytir lesandanum milli bakka tilfinningafljótsins eins og hjálparlausu spreki. Saga Eista síðustu sjötíu árin eða svo er saga niðurlægingar, kúgunar, ótta og varnarleysis. En þegar upp er staðið er það ástin, helvítis ástin, hvort sem er á annarri persónu, föðurlandinu eða eigin egói sem mestum hörmungunum veldur. Oksanen er sögumaður af guðs náð og tekst að draga upp sterkari og áhrifameiri myndir á nokkrum síðum en flestum öðrum tekst á fjögur hundruð síðum eða í tveggja tíma kvikmynd. Hreinsun er eng- inn skemmtilestur og á köflum liggur við að lesandinn kúgist og langi mest til að loka bókinni og opna hana aldrei aftur. En eins og allar góðar sögur sleppir Hreins- un ekki takinu heldur dregur les- andann áfram hvort sem honum er það ljúft eða leitt. Og það ferða- lag er ógleðinnar virði. Þessi saga lifir í minninu og vekur mann til umhugsunar. Ekki bara um þján- ingar kúgaðra þjóða, heldur einnig og ekki síst um það hvað það raun- verulega þýðir að vera mann- eskja. Það er erfitt að leggja dóm á þýðingar þegar ekki er kostur á að kynna sér frumtextann, en þýðing Sigurðar Karlssonar rennur vel og heldur dulmögnuðum stílnum. Ein- staka hnökra er auðvitað á henni að finna, en þessi texti er örugglega ansi snúinn á frummálinu og afrek að snúa honum á eðlilega og læsi- lega íslensku sem hvergi stuðar lesandann. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Mögnuð og listilega stíluð skáldsaga sem vekur spurningar og lifir lengi í huga lesandans. Biturt gjald draumanna Opnun Myndlist Grønlandskhed og Udfordringer 15:00 Linda Riber, Norræna húsið 20:00 Leiklist Finnski hesturinn Sirkku Peltola, Þjóðleikhúsið Kvikmyndir Norræna húsið Kort och gott Stutt- og heimildarmyndir 16:00, 18:00, 20:00 Aðgangur ókeypis Norræn listahátíð Nordisk kulturfestival Reykjavík www.norraenahusid.is/ting 28.10.—7.11.2010 í d ag enn eru nokkur laus söluborð á okkar vinsæla Jólamarkaði Elliðavatni Áhugasamir hafi samband í síma 564 1770 eða 856 0058 Skógræktarfélag Reykjavíkur KOM DAUÐANS BLÆR HALLGRÍMSKIRKJA | SUNNUDAGINN 31. OKTÓBER | KL. 17 MÓTETTUKÓR HALLGRÍMSKIRKJU J.S.BACH - REGER - WHITACRE HOVHANNES - ATLA HEIMI SVEINSSON - JÓN LEIFS flytur tónlist eftir EINAR JÓHANNESSON LEIKUR MEÐ Á KLARÍNETT STJÓRNANDI: HÖRÐUR ÁSKELSSON MIÐAVERÐ 2.000 KR. | HALLGRÍMSKIRKJA | SÍMI 510 1000 „O magnum mysterium“ Vox feminae heldur trúarlega tónleika í tengslum við allra heilagra messu líkt og mörg undanfarin ár. Auk Vox feminae kemur Stefán S. Stefánsson saxófónleikari fram á tónleikunum. Vox feminae Kristskirkja 4. nóvember kl. 20:30 á allraheilagra messu. Reykholtskirkja 7. nóvember við og eftir messu kl. 14:00 Hafnarfjarðarkirkja 10. nóvember kl. 20:30 Hallgrímskirkja 9. desember kl. 20:30 „Yfir fannhvíta jörð“ er yfirskrift glæsilegra að- ventutónleika allra kóra sönghússins Domus vox. Á tónleikunum koma fram 200 söng- konur á öllum aldri og flytja margar af okkar fallegustu aðventu- og jóla- perlum ásamt einsöngvaranum Maríusi Sverrissyni. TÓNLEIKAR SÖNGHÚSSINS DOMUS VOX Í NÓVEMBER OG DESEMBER 2010 Cantabile og Stúlknakór Reykjavíkur ásamt Maríusi Sverrissyni í Víðistaðakirkju 14. nóvember kl. 17:00 „Vetrarsól“ er nafn hins þekkta lags Gunnars Þórðarsonar sem Maríus flytur meðal annars. Einnig flytja 100 konur og stúlkur falleg trúarleg verk, við undirleik Agnars Márs Magnússonar ásamt hljómsveit. Miðaverð er frá kr. 2.000 – 4.000 afsláttur í forsölu og hjá kórfélögum. Nánari upplýsingar í Domus vox, Laugavegi 116 eða í síma 511-3737 / 863-4404 / 893-8060 www.domusvox.is • www.voxfeminae.is SOFI OKSANEN „Oksanen er sögumaður af guðs náð og tekst að draga upp sterkari og áhrifameiri myndir á nokkrum síðum en flestum öðrum tekst á fjögurhundruð síðum eða í tveggja tíma kvikmynd,“ segir í dómnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.