Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 38
MENNING 6
Dagskrá
Föstudag 5. nóvember
20:00 – 22:00 Setning og móttaka
Laugardag 6. nóvember
9:00 – 12:00 Yfirlit
Dorothee Kirch, stjórnandi Kynningarmiðstöðvar
íslenskrar myndlistar.
Marita Muukkonen, sýningarstjóri, Finnlandi.
Anette Østerby, stjórnandi The Danish Arts
Agency’s Visual Arts Centre, Danmörku.
Cecilia Widenheim, stjórnandi Swedish Arts
Grants Committee’s International Program (Iaspis),
Svíþjóð.
Marianne Zamecznik, sýningarstjóri, Noregi.
Stjórnandi: Karlotta Blöndal, listamaður, Íslandi.
13:30 – 16:30 Norræn samvinna
Jonas Ekeberg, ritstjóri Kunstkritikk, Noregi.
Bergljót Jónsdóttir, stjórnandi Nordic Culture
Point, Finnlandi.
Maria Lind, sýningarstjóri, Svíþjóð.
Umræðum stjórnar Ólafur Sveinn Gíslason,
listamaður.
Sunnudag 7. nóvember
9:30 – 12:00 Ólíkir fletir í norrænni myndlist
Judith Schwarzbart, sýningarstjóri, Danmörku.
Aura Seikkula, sýningarstjóri og fræðimaður,
Finnlandi.
Markús Þór Andrésson, sýningarstjóri, Íslandi.
Solveig Øvstebo, stjórnandi Bergen Kusthall,
Noregi.
Umræðum stjórnar Hanna Styrmisdóttir,
sýningarstjóri, Íslandi.
14:00 – 16:00 Óhefðbundin rými, óhefðbundin
í hvaða skilningi?
Henriette Bretton-Meyer, stjórnandi
Overgaden Institute of Contemporary Art
Copenhagen, Danmörku.
Birta Guðjónsdóttir, stjórnandi
Nýlistasafnsins, Íslandi.
Mats Stjernstedt, stjórnandi Index-The Swedish
Contemporary Art Foundation, Svíþjóð.
Umræðum stjórnar Jón Proppé, sýningarstjóri og
listheimspekingur, Íslandi.
16:15 – 17:30 Lokahóf í Kling & Bang
Málþing um samtímalist
á Norður löndum
Listasafn
Reykjavíkur
Hafnarhús
Alternative
North
5.– 7.
nóvember
2010
Málþingið er ókeypis og opið öllum en nauðsynlegt
er að skrá sig fyrir fram. Þátttakendum gefst kostur
á hádegisverðar tilboði á Súpu barnum í Hafnar-
húsinu.
Fyrir skráningu og nánari upplýsingar hafið samband
við Sirru Sigurðardóttur. Netfang:
sirra.sigurdardottir@reykjavik.is, sími 590-1200.
Virtir safnstjórar, listgagnrýnendur, sýningar-
stjórar og fagfólk frá Norðurlöndum beina sjónum
að nýjum straumum í myndlist, gagnrýnni umræðu
og sýningarýmum fyrir tilraunalist á málþingi
Listasafns Reykjavíkur helgina 5.-7. nóvember.
Málþingið fer fram á ensku.
nýtt. Einföldustu verk á borð við að
taka mynd og skipta um filmu urðu
erfið. Það mátti ekki trekkja of fast
því þá slitnaði filman og þá var ekki
hægt að ná henni úr fyrr en maður
væri kominn í myrkur. Það þurfti
líka að passa að fara aldrei með
myndavélina beint úr kuldanum
inn í upphitað tjald eða hús, því þá
móðast linsan og það gat tekið tvo
eða þrjá daga til að fara. Ég lenti
í þessu öllu í fyrstu ferðunum en
smám saman lærði maður á hverju
maður þyrfti að gæta sín.“
Þegar hann var úti á hafísnum, í
tjaldi eða hundasleða í öllum mögu-
legum veðrum, kveðst Ragnar iðu-
lega lofað sér að fara aldrei aftur
út á ísinn.
„Svo kom maður aftur heim og þá
byrjaði þetta að toga aftur í mann.
Mér fannst ég aldrei alveg búinn,
það vantaði einhvern útgangspunkt
til að segja ákveðna sögu.“
Sá útgangspunktur fannst þegar
Ragnar fór að verða var við áhrif
hlýnandi loftslags á norðurskautið.
„Smám saman fór að hlýna og veiði-
mönnum fór fækkandi því það var
sífellt erfiðara fyrir þá að lifa af
veiðunum. Ís sem var auðveldlega
hægt að fara yfir á sleða á tiltekn-
um árstímum fyrir örfáum árum
var skyndilega orðinn hættulegur,
því hann var svo þunnur. Nú er svo
komið að sum þorp eru við það að
leggjast af.“
Reglur gera veiðimönnum erfitt
Það eru þó ekki aðeins breytingar á
vistkerfinu sem setja strik í reikn-
inginn hjá inúítum. „Það er líka
verið að gera þeim erfitt fyrir með
alls konar reglugerðum um veið-
arnar. Veiðimenn mega til dæmis
ekki vinna neina aðra vinnu; þeir
verða að lifa eingöngu af veiðum
til þess að fá leyfi til að veiða dýr
á borð við ísbjörn. Þeir mega hins
vegar ekki selja túpílakka, sem þeir
skera út í bein, eða selskinn, því
innflutningur á þeim er bannaður
í Evrópulöndum. Þetta er þeirra
lifibrauð.
Ég fékk póst frá grænlenskum
vini mínum á dögunum þar sem
hann sagði við mig að hann gæti
ekkert selt og vissi hreinlega ekki
á hverju hann ætti að lifa. Með einu
pennastriki úti í heimi er búið að
stofna framtíð fjögur þúsund ára
menningu í voða. Þetta er atburða-
rásin sem ég fór að reyna að raða
saman í bókinni.“
Aldrei sýna ótta
Í gegnum tíðina hefur Ragnar
kynnst heimamönnum vel og eign-
ast góða vini úr þeirra hópi. Lykil-
inn að því að vinna sér inn traust
veiðimanns segir hann vera að sýna
aldrei merki um ótta. „Veiðimenn-
irnir eru lífsglaðir og uppfullir af
barnslegri gleði, stríða hver öðrum
og svona. Ég hef reynt að nálgast þá
með léttleikann að vopni; það brýt-
ur ákveðinn ís og opnar varnirnar
og þeir byrja að treysta manni.
En maður má aftur á móti aldrei
sýna að maður sé hræddur. Það
hafa auðvitað oft komið augnablik
þar sem maður hefur orðið skelfd-
ur; ísinn brotnar og maður þarf að
hoppa á milli jaka eða þegar maður
fellur ofan í sprungu og blotnar.
Maður hugsar kannski ekki um það
í hita leiksins en þegar maður hugs-
ar um þetta eftir á getur manni
verið brugðið. Það má hins vegar
ekki láta á neinu bera. Ef þeir
spyrja flissar maður bara og gera
lítið úr þessu. Ef inúítarnir verða
varir við ótta vilja þeir ekki hafa
mann með.“
Hlýnun jarðar er staðreynd
Eftir að hafa fylgst með breyting-
um á vistkerfinu á norðurskautinu
undanfarna áratugi segir Ragnar
það hafa komið sér mest á óvart
hversu margir hafa haldið því fram
að jörðin sé ekki að hlýna.
„En þetta er að gerast, það er
alveg klárt og mest á norðurskaut-
inu. Þetta hefur gerst áður og á
einhvern tímann eftir að ganga til
baka. En maðurinn herðir sannar-
lega á þessari þróun, þótt við vitum
ekki með vissu hversu mikil áhrif
hann hefur.“
Endalok fjögur þúsund ára menningar?
Ragnar segist stundum velta því
fyrir sér hvort hann sé í raun ekki
aðeins að skrá lifnaðarhætti veiði-
manna á norðurhjara veraldar,
heldur endalok menningar þeirra.
„Ég var að ræða við þýskan vin
minn, sem var að skrifa grein um
veiðimannasamfélögin. Ég sagði
við hann að ég óttaðist að eftir tíu
til fimmtán ár væri þetta varla til
enn þá. Hann taldi að það yrðu ekki
nema fimm ár; þeim fækkar svo
svakalega sem lifa á veiðum.“
Auk íslensku útgáfunnar kemur
bókin út í Bretlandi og Þýskalandi.
Ragnar vonar að að hún verði lóð
RAX Það verður allt erfitt úti á ísnum, jafnvel einföldustu verk á borð við að smella af mynd og skipta um filmu. „Smám saman lærði maðu
FRAMHALD AF FORSÍÐU
Það hafa auðvitað oft komið
augnablik þar sem maður hefur
orðið skelfdur; ísinn brotnar og
maður þarf að hoppa á milli jaka
eða þegar maður fellur ofan í
sprungu og blotnar
Einn um dag ég sveima Breytingarnar sem hafa orðið á vistkerfi norðurheimsskautsins undan
árum var traustur yfirferðar á vissum árstímum, er nú orðinn hættulega þunnur.