Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 18
18 30. október 2010 LAUGARDAGUR Að undanförnu hefur verið fjallað nokkuð um háskóla- rannsóknir og samkeppnissjóði á síðum Fréttablaðsins. Í framhaldi af þeirri umræðu er rétt að vekja athygli á stefnu stjórnvalda í vís- inda- og nýsköpunarmálum sem birtist í stefnu Vísinda- og tækni- ráðs fyrir árin 2010-12. Hún var mótuð í víðtæku samráði og sam- þykkt í lok síðasta árs. Þar er lögð áhersla á að draga fram þann styrk sem býr í íslensku vísinda- og nýsköpunarsamfélagi, og leita leiða til að leysa þann styrk úr læðingi nú þegar við þurfum á nýjum tæki- færum að halda. Lönd sem lenda í viðlíka efnahagshremmingum og við, leitast við að forgangsraða þessum málaflokki og standa vörð um fjárveitingar til menntakerfis- ins, vísinda og nýsköpunar, því að á þeim sviðum verða til efnahags- leg, félagsleg og menningarleg verðmæti sem koma þjóðum upp úr kyrrstöðu og kreppu. Við þurf- um ekki að líta lengra en til granna okkar Svía og Finna. Stefna ráðsins hefur þrjú einföld leiðarljós. Í fyrsta lagi er hvatt til samstarfs. Vísinda- og nýsköpun- arkerfið er brotakennt; háskól- ar litlir og margir, stofnanir enn fleiri, starfsstöðvar um allt land mjög fámennar, starfsemin dreifð og sjóðakerfið margslungið. Í öðru lagi er í stefnunni lögð áhersla á að allt vísinda- og nýsköpunarstarf verði að standast alþjóðlegar gæða- kröfur. Þegar draga þarf úr ríkisút- gjöldum er sérstaklega mikilvægt að standa vörð um gæði vísinda- og nýsköpunarstarfs og leggja áherslu á að fjármagn renni til verkefna sem skila sem mestum árangri og ávinningi fyrir samfélagið – að við treystum okkur til að láta gæða- mat ráða för, helst með því að nota erlenda matsaðila eins og gert er nú hjá Rannsóknasjóði. Ráðið legg- ur áherslu á að aukinn hluti opin- berra fjárveitinga – ekki aðeins til sjóða heldur einnig til háskóla og stofnana – verði tengdur gæða- og árangursmati. Að síðustu er eitt aðalleiðarljós stefnunnar áhersla á alþjóðlegt samstarf. Hvatt er til aukinnar sóknar í alþjóðlegar rann- sóknaáætlanir enda eru okkar sjóð- ir nú orðnir vanbúnir til að styðja við vísindastarf í landinu. Íslensk- ir vísindamenn hafa staðið sig vel – en gera má enn betur og á þessu ári hafa verið í mótun tillögur á vegum ráðsins um að samþætta og stórefla stuðningsþjónustu við alþjóðasóknina. Nýlegar úttektir á vísindasamfé- laginu gefa væntingar um að byggt sé á góðum grunni við uppbygg- ingu nýs atvinnulífs, þó að aðvör- unarteikn séu á lofti eins og fram kemur í úttektum á samkeppnis- hæfni Íslands. Norræn úttekt á birtingum íslenskra vísindamanna (júní 2010) sýnir víðtæk alþjóðleg tengsl. Rúmlega 70% birtinga þar sem Íslendingar eiga í hlut eru árangur alþjóðlegs samstarfs. Ríf- lega 3/4 alþjóðlegs samstarfs eru við Evrópuríki, en samstarf við ríki í Asíu hefur u.þ.b. tvöfaldast á rúmum tveimur áratugum. Klín- ískar læknisfræðilegar rannsókn- ir eru stærsta rannsóknasviðið á Íslandi, en þriðjungur allra birt- inga er á því sviði. Styrkur Íslands er einnig á sviði líftækni og jarðvís- inda, en vísindamenn ná eftirtekt- arverðum árangri á fleiri sviðum. Sterk staða íslensks vísindasamfé- lags bendir til að víða leynast tæki- færi til öflugrar nýsköpunar. Framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs birtist skýrast í fjárlög- um hvers árs. Þar skiptir miklu að standa vörð um opnu samkeppn- issjóðina. Nýliðun í vísindum og nýsköpun í erfiðu árferði er mikið áhyggjuefni. Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður eru opnir samkeppnissjóðir þar sem umsókn- ir eru metnar í gagnsæju, faglegu ferli. Þeir þjóna ekki síst ungu fólki um leið og til verða nýjar hug- myndir sem leiða til nýsköpunar og nýrra lausna í samfélaginu. Nefna má að 80-90% styrkja sem Rann- sóknasjóður veitir eru nýtt til að greiða laun ungra og lausráðinna vísindamanna. Skilaboðin í stefnu ráðsins eru í raun einföld. Við verðum að horfa heildstætt á allt nýsköpunar- og vísindakerfið, veðja á efnilegasta fólkið og bestu verkefnin og þora að styðja og styrkja þá sem skara fram úr. Það er besta atvinnustefn- an, og þannig nýtum við fjármun- ina best. Við gerum okkur öll grein fyrir því að stjórnvöld eru knúin til sársaukafulls niðurskurðar í ríkisfjármálum á næsta ári, en framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs er ekki aðeins á hendi fjárveitingavaldsins, heldur er mikilvægt að sjónarmið gæða og ávinnings séu alls staðar höfð að leiðarljósi í erfiðri niðurskurðar- vinnu háskóla, rannsóknarstofn- ana og samkeppnissjóða, svo að fjármagn renni til verkefna sem skila sem mestum árangri fyrir samfélagið. Fylgjum eftir stefnu Vísinda- og tækniráðs! Menntamál Guðrún Nordal prófessor og formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðsNokkrir þingmenn hófu upp raust sína fyrir skömmu og fóru fram á að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Rökin fyrir þessari kröfu eru haldlítil og svo óljós að erfitt er að henda reiður á þeim. Vafasöm- um fullyrðingum um vilja þings og þjóðar til þessa máls, mikinn kostn- að og fulla aðlögun að Evrópusam- bandinu meðan á aðildarviðræðum stendur er haldið á lofti, svo fátt eitt sé nefnt. Hér er rétt að staldra við og leiða fram nokkrar staðreyndir. Meirihluti landsmanna, eða 64%, vill ljúka aðildarviðræðunum og fá að taka upplýsta afstöðu með eða á móti aðild þegar samningur liggur fyrir. Það sýnir m.a. skoðanakönn- un MMR sem birtist í Fréttablað- inu í lok september sl. Allt tal um að þjóðin vilji hætta aðildarviðræðum er því úr lausu lofti gripið. Um kostnað vegna aðildarvið- ræðna má lesa í meirihlutaáliti utanríkismálanefndar Alþingis, sem samþykkt var í júlí 2009. Þar kemur fram að áætlaður beinn kostnaður vegna aðildarumsókn- arinnar sé metinn á 400 milljónir króna fyrir tímabilið 2009–2012. Þar af er kostnaður utanríkisráðu- neytisins áætlaður 300 milljónir en kostnaður annarra ráðuneyta 100 milljónir. Undir þennan kostnað fellur starfsmanna- og ferðakostn- aður og aðkeypt sérfræðiráðgjöf. Á sama tíma er gert ráð fyrir að þýð- ingakostnaður verði samtals 590 milljónir króna en í nefndarálitinu kemur fram að ekki sé hægt að skil- greina hann sem beinan kostnað við aðildarviðræðurnar og eru færð rök fyrir því. Óttinn við fulla aðlögun á meðan á aðildarviðræðuferlinu stendur byggir á vanþekkingu sem rétt er að uppræta. Hér skulu nefnd dæmi um þrjú verkefni sem gætu fallið undir hina svokölluðu IPA-aðstoð Evrópusambandsins sem framan- greindir þingmenn óttast svo mjög. Fyrst má nefna að nauðsynlegt er að þróa ýmsa gagnagrunna á sviði landbúnaðar. Hluti þeirra varðar landupplýsingar sem mikil vægt er að liggi fyrir við mótun samnings- afstöðu Íslands en geta einnig nýst íslenskum stjórnvöldum við inn- lenda stefnumótun óháð aðild. ESB vill kosta þessa framkvæmd að miklu leyti og veita um leið íslensk- um sérfræðingum dýrmæta þekk- ingu og störf í nokkur ár. Þá er ESB reiðubúið til að aðstoða okkur við að lækka hlutfall ófaglærðra á vinnumarkaði sem er mun hærra hér á landi en í aðildarríkjum sam- bandsins. ESB vill leggja okkur lið við að draga úr þessum mun með því að miðla til okkar þekkingu og reynslu frá einstökum ríkjum ESB og styrkja sí- og endurmenntun vítt og breitt um landið. Loks má nefna boð ESB um að veita okkur fagleg- an stuðning við að endurskipuleggja stuðningskerfi atvinnulífsins með það í huga að við getum tekið virk- an þátt í rannsókna- og nýsköpunar- starfi Evrópusambandsins. Þetta eru þrjú dæmi um hina „hættulegu“ aðlögun að Evrópu- sambandinu og dæmi nú hver fyrir sig hversu skaðleg þessi verkefni eru íslensku samfélagi. Við skul- um átta okkur á að þeim mun leng- ur sem við þráumst við að taka þátt í aðildarviðræðunum af skynsemi því meiri líkur eru á því að þessi tækifæri renni okkur úr greipum. Hættum þessari vitleysu, ljúkum aðildarviðræðunum og tökum svo upplýsta ákvörðum með eða móti aðild þegar þar að kemur. Klárum dæmið Evrópumál Anna Margrét Guðjónsdóttir stjórnarmaður í samtökunum Sterkara Íslandi Vafasömum fullyrðingum um vilja þings og þjóðar til þessa máls, mikinn kostnað og fulla aðlögun að Evrópusambandinu meðan á aðildarviðræðum stendur er haldið á lofti. Stóra, svarta holan Tillaga Ólafíu Zoëga, unga arkitektsins frá Bergen- háskóla, sem birtist í Fréttablað- inu 26. október virðist bráðsnjöll og aðgengileg lausn á bráðum vanda íbúa við Einholt, Þver- holt og nágrenni. Stóra, svarta holan og ófögnuðurinn sem henni fylgir er óþolandi nær- umhverfi. Grænt almennings- svæði sem gera má í áföngum mundi tengjast eðlilega hinu gamla, gróna umhverfi sem fyrir er og íbúum borgarinnar er annt um að varðveita. Í von um betri tíð með blóm í haga. Hulda Jósefsdóttir hönnuður. PAR1 ORMSSON LÁGMÚLA 8 SÍMI 530 2800 ORMSSON KEFLAVÍK SÍMI 421 1535 ORMSSON MODEL-AKRANESI SÍMI 431 3333 ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SÍMI 456 4751 ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000 ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515 ORMSSON VÍK-EGILSSTÖÐUM SÍMI 471 2038 ORMSSON PAN-NESKAUPSTAÐ SÍMI 477 1900 ORMSSON ÁRVIRKINN-SELFOSSI SÍMI 480 1160 Umboðsmenn um land al l t www.ormsson.is KÍKTU Í HEIMSÓKN OG KYNNTU ÞÉR ÚRVALIÐ!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.