Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 60
MENNING 8 L eikritið Pétur Gautur eftir Henrik Ibsen í leikstjórn Þorleifs Arnarssonar var frumsýnt í borgarleik- húsinu í Luzern í Sviss á dögunum. Símon Birgisson sá um tónlist í verkinu, Filippía Elísdótt- ir um búninga og Vytas Narbutas gerði leikmynd, en bæði Filippía og Vytas hafa verið viðloðandi íslenskt leikhúslíf undanfarin ár. Sýningin hefur fengið lofsamlega dóma í svissneskum og þýskum miðlum, þótt einstaka mönnum þyki hún full „erfið“. Þetta er enn ein rósin í hnappa- gat Þorleifs Arnarssonar í hinum þýskumælandi heimi en hann útskrifaðist úr leikstjórnarnámi í Berlín í fyrra. Nýstárleg uppfærsla hans á Rómeó og Júlíu, sem hann gerði einnig í samvinnu við Vytas og Filippíu, sló í gegn þegar hún fór á fjalirnar í St. Gallen í Sviss. Upp- haflega átti hún að ganga í hálft ár en er nú á sínu þriðja sýningarári. „Sú sýning fer að hætta, Júlía er komin átta mánuði á leið og getur ekki staðið í þessu mikið lengur,“ segir Þorleifur og hlær. Því næst setti Þorleifur upp verkið 4.48 Psychosis eftir Söru Kane í borgar- leikhúsinu í Karlsruhe. Sýning hans á Pétri Gauti í Luzern kom einmitt til í beinu framhaldi af þeirri sýn- ingu. „Leikhússtjórinn og dramat- úrginn sáu bæði Rómeó og Júlíu og svo sýninguna í Karlsruhe í Þýska- landi; óku heim til Sviss sama kvöld og klukkan þrjú um nóttina fékk ég tölvupóst með tilboði.“ Næstu verkefni Þorleifs er að setja upp Mutter Courage eftir Berthold Brecht sem og Lé kon- ung í borgarleikhúsinu í Konstanz í Þýskalandi, þar sem hann er starfandi yfirleikstjóri þetta árið og hefur að auki verið boðin föst staða listræns stjórnanda. „Þetta er mjög stórt leikhús, með 28 manna leikhóp, yfir 30 frumsýningar á ári sem og 300 starfsmenn og er vissu- lega heilmikið tækifæri. Ég á hins vegar eftir að gera það upp við mig hvort ég þiggi stöðuna því ég er einfaldlega með það mörg verkefni á minni könnu.“ Þýskaland er eitt mesta grósku- svæði leiklistar í heimi með um 170 leikhús starfandi. Þorleifur kveðst aðallega hafa starfað í millistóru húsunum og hefur hafnað verkefn- um hjá tveimur stærstu leikhús- um Þýskalands. „Mér fannst ekki tímabært að vinna þessi verkefni sem þau buðu. Maður verður að gæta sín í þessum bransa því það er mjög auðvelt að brenna hratt út. Maður verður að velja verkin sem maður setur upp af kostgæfni; ég vildi til dæmis frekar fara til Kon- stanz og setja upp Brecht en eitt- hvert tilraunaverk í stóru húsunum með fjórum leikurum og apa.“ Spurður um velgengni sína ytra segir Þorleifur hana sambland af ýmsum þáttum. „Ég útskrifaðist úr líklega þekktasta leikstjórnar- skóla í heimi og það er vissulega ákveðin forgjöf í því. Og auðvitað spilar einhvern heppni þarna inn í líka. Þegar St. Gallen-leikhúsið ákvað að gera róttæka útgáfu af Rómeó og Júlíu kom nafn mitt upp sökum þess að dramatúrginn hafði verið viðstaddur stærstu leiklistar- hátíð Þýskalands, Theatertreffen. Þar fylgdist hann með því þegar ungur Íslendingur stóð upp og hélt ræðu yfir hausamótunum á dóm- nefndinni þar sem hann sakaði þau um hræsni. Þessi dramatúrg hafði einnig séð uppsetningu Vestur ports og hrifist. Allt kom svo saman þegar inn á borð til þeirra kom bæklingur um útskriftarnemendur Ernst Busch-skólans sem skartaði mynd af mér. Þeir skoðuðu fleira eftir mig og buðu mér svo að setja upp verkið. En heppnin kemur þér samt aldrei lengra en í dyragættina – eftir það verður maður að sanna sig. Það er enginn hörgull á fólki sem vill starfa í þessum geira.“ Á Íslandi leikstýrði Þorleifur síðast verkinu Eilíf óhamingja, sem hann samdi ásamt Andra Snæ Magnasyni og uppskar tilnefn- ingu til Grímuverðlaunanna fyrir. Spurður hvort hann sé væntanleg- ur heim í bráð til að setja upp verk segist hann ekki vita það. „Ég ætla að sjá til. Eftir Pétur Gaut er ég kominn í þá þægilegu stöðu að það er mikil eftirspurn eftir störfum mínum hér úti. Auð- vitað væri gaman að koma heim og vinna og halda tengingu en það hefur í sjálfu sér ekkert verið leit- ast eftir því. En annars læt ég örlögunum þetta bara eftir.“ HEPPNI KEMUR ÞÉR ALDREI LENGRA en í dyragættina Nachtkritik (þýsk leik- dómasíða) „Þorleifur Arnarsson leikstýrir ævintýrum hins unga Gauts með samblandi af tragík og glettni, orðaleikjum og sögulegri nálgun. Þessi kraftmikla uppsetning skilur eftir sig stórar spurningar um sjálfið og tilveruna.“ Tages Anzeiger (annað af tveimur stærstu blöðum Sviss) „Maður situr grafkyrr þegar móð- irin stendur upp og gengur mót dauða sínum: maður hlær hjart- anlega af leikrænni kómíkinni og fylgist spenntur með umgangin- um með tungumálið sem og trölla- dansinum við lag Beyoncé. Og slík er heillunin að maður missir næstum því af stórkostlegum loka- punktinum sem hnappa- smiðurinn kemur með í lokin er hann segir síð- ustu setningu verksins: „Ég segi ekkert meir“. Á þessu kvöldi eru lyg- arnar sannar.“ NZZ „Konseptið er heild- stætt og yfirgripsmik- ið en er – eins og ég sagði – erfitt.“ NZL (borgarblað í Luzern) „Sýningin stillir hlið við hlið kraft- miklum og hjartnæmum senum [...] hún er ágeng og beinskeytt [...] að horfa á þessa sýningu er mikil hátíð. Leikhópurinn í heild sinni skilar af sér hágæðaleikhúsi.“ ÚR UMSÖGNUM UM PÉTUR GAUT Vegur Þorleifs Arnars- sonar leikstjóra hefur farið vaxandi í hinum þýskumælandi heimi. Ný uppfærsla hans á Pétri Gauti í Luzern í Sviss fær lofsamlega dóma, upp- færsla hans á Rómeó og Júlíu er nú á sínu þriðja leikári og honum hefur verið boðin staða list- ræns stjórnanda í borg- arleikhúsinu í Konstanz, sem hann er ekki viss um að geta þegið sökum anna. LEIKLIST BERGSTEINN SIGURÐS- SON Símon Birgisson, Þorleifur Arnarsson, Filippía Elísdóttir og Vytas Narbutas unnu saman að upppsetningu Péturs Gauts í Sviss. Filippía og Vytas unnu líka með Þorleifi að Rómeu og Júlíu og Símon og Þorleifur eru nánir samverkamenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.