Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 30.10.2010, Blaðsíða 34
MENNING 2 menning kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Bergsteinn Sigurðsson Hönnun: Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd: RAX Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is Hvers vegna skrifar bókmennta- fræðingur bók um myndlistar- mann? Þrjár ástæður liggja beint við. Í fyrsta lagi voru Þröstur Helgason og Birgir Andrésson góðir vinir og grannar. Ef það er ekki gild ástæða til að skrifa bók veit ég ekki hvað. Í öðru lagi er list Birgis heitins, (1955-2007), að ein- hverju leyti tengd ljóðlist eins og títt er um íslenska hugmyndalist. Í þriðja lagi skapaði Birgir megnið af list sinni á tímum þegar mynd- list og bókmenntir, listfræði og bókmenntafræði tengdust sameig- inlegum, alþjóðlegum straumum og stefnum. Bókin um Bigga er ekki stór í broti en hún er fallega frágengin. Framsetning texta minnir á ljóða- bók, sums staðar aðeins örfáar línur á síðu, orðin fá að lifa. Persónuleg nálgun Þrastar kemur sterkt fram við hlið fræðilegrar umfjöllunar um list Birgis og vangaveltna um íslenska menningu, uppruna og þróun, en þetta þrennt er uppistaða bókarinnar. Bókin um Bigga er ekki skrifuð fyrir myndlistarmenn heldur fyrir alla. Þröstur leggur sig fram við að setja flóknar hugmyndir fram á ein- faldan og lipran hátt í stuttu máli, upplýsir án þess að íþyngja. Hann hefur tilfinningu fyrir texta, nær að fanga persónu Birgis. Fléttun hins innilega og þess fræðilega gengur vel upp, þar sem eitt tekur við af öðru á áreynslulausan hátt. Fræðileg nálgun Þrastar snýst annars vegar um að finna kjarn- ann í list Birgis. Hann segir sem svo að Birgir hafi leitast við að birta þá þætti íslenskrar menningar sem voru og eru við það að hverfa. Þetta má til sanns vegar færa og auðveld- ar skilning á list hans. Hins vegar leitast Þröstur við að setja list Birgis í alþjóðlegt samhengi. Birg- ir vann að list sinni á tímum þegar myndlistarmenn voru mjög meðvit- aðir um þá fræðimenn sem Þröstur nefnir. Á níunda og tíunda áratugn- um var enginn maður með mönn- um nema hafa lesið Baudrillard, Barthes, Derrida, Foucault, Krist- evu og fleiri. Hugmyndir þeirra voru á sveimi, það var stöðugt vitn- að til þeirra, í umræðunni, í sam- tölum manna á milli, í tímaritum. Það skiptir varla máli hvort Birgir las þessar bækur, hugmyndir þeirra gegnsýrðu allan myndlistarheiminn um áratuga skeið. Birgir sneri kannski ekki fræði- legu hliðinni upp, en hún kemur skýrt fram í verkum hans, í samtöl- um hans við Þröst og einnig í áður óbirtu viðtali Andreas Meiers við Birgi frá 1991. Hér birtist íslensk- ur myndlistarmaður í því alþjóðlega samhengi sem íslensk myndlist og bókmenntir eru órjúfanlegur hluti af. Nú er ekki þar með sagt að ekki mætti skrifa einhvern veginn öðru- vísi bók um list Birgis Andréssonar. Það er kostur á bók Þrastar að hún útilokar það ekki, Þröstur „afgreið- ir“ ekki Birgi í eitt skipti fyrir öll. Hann skapar dýrmæta mynd af Birgi og blæs lífi í list hans, án þess þó að eiga síðasta orðið. Það á Birg- ir alltaf sjálfur í verkum sínum. Niðurstaða: Hér er vináttu og fræðum fléttað listilega saman. Þröstur Helgason varpar skýru ljósi á list Birgis Andréssonar í íslensku og alþjóðlegu samhengi og dregur upp innilega mynd af þeim ein- staka manni sem hann hafði að geyma. Bókin um Bigga R áðstefnan um samtíma- list á Norðurlöndum verður haldin í Hafn- arhúsinu 5. til 7. nóv- ember. Ráðstefnan er samstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur, Norræna hússins, Nýlistasafnsins og Kynningarmið- stöðvar íslenskrar myndlistar og er haldin í tengslum við norrænu listahátíðina Ting. Á þinginu munu safnstjórar, list- gagnrýnendur og sýningarstjórar frá Norðurlöndum ræða stöðu sam- tímalistar á Norðurlöndum, auk þess sem sjónum verður beint að nýjum straumum í myndlist, gagn- rýnni umræðu og sýningarýmum fyrir tilraunalist. „Það má segja að þetta sé eins konar stöðufundur,“ segir Birta Guðjónsdóttur, safnstjóri Nýlista- safnsins, um efni ráðstefnunn- ar. Að hennar mati er talsverður munur á stöðu myndlistar milli landa á Norðurlöndum – sér í lagi skeri Ísland sig frá hinum löndun- um. „Munurinn hefur verið ansi mik- ill á milli Íslands og hinna land- anna. Það má meðal annars rekja til mannfæðarinnar en myndlist- arstofnanir hafa líka verið verr studdar fjárhagslega hér á landi en í nágrannalöndunum. Eins held ég, þótt ég vilji síður alhæfa, að við séum eftirbátar annarra Norð- urlanda hvað almenna þekkingu á myndlist áhrærir. En landslagið er sem betur fer smám saman að breytast.“ Birta segir að það hafi slaknað á samstarfi Norðurlanda á sviði myndlistar á undanförnum árum. Ráðstefnan sé liður í að reyna að blása lífi í það samstarf á nýjan leik. „Frá miðjum 10. áratugnum til 2006 héldu Norðurlöndin úti sérstakri stofnun sem var helguð samstarfi á myndlistarsviðinu. Sú stofnun gaf meðal annars út tíma- rit um norræna myndlist, hélt mál- þing og ráðstefnur og svo framveg- is. Þegar hún var lögð niður 2006 slaknaði hins vegar á samstarfinu. Það er alltaf gagnkvæmur áhugi á myndlist til staðar á milli Norð- urlandanna en það vantar límið, þennan fasta vettvang. Þetta mál- þing er partur af því að endurvekja samstarfið en fyrsta skrefið í þá átt er að finna hvort og hvað nor- ræn myndlist á sameiginlegt.“ Málþingið fer fram á ensku en Birta segir að það ætti að höfða bæði til lærðra og leikra. „Stór hluti af ráðstefnunni fjall- ar mest um það sem snýr að áhuga- sviði þeirra sem starfa í myndlist. En ráðstefnan ætti líka að varpa á ljósi menningarsamstarf á Norður- löndum almennt og kemur þar með inn á svið allra þeirra sem starfa að svokallaðri menningarfram- leiðslu, það er að segja útgefendur og fleiri og í raun þeirra sem hafa áhuga á norrænni velferðar pólitík almennt. Menningargeirinn er svo miklu stærri hluti af sviðinu en flestir gera sér grein fyrir. Þetta er því efni sem ætti því að höfða til mun fleiri en bara myndlistar- manna.“ ER EITTHVAÐ SAMEIGINLEGT MEÐ myndlist Norðurlanda? BIRGIR ANDRÉSSON − Í ÍSLENSKUM LITUM Þröstur Helgason ★★★★ Birta Guðjónsdóttir Íslendingar hafa verið eftirbátar annarra Norðurlandaþjóða hvað fjárveitingar og almenna þekkingu á myndlist áhrærir, að mati hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Birgir Andrésson FRÉTTABLAÐIÐ/ GVA Ráðstefna um stöðu samtímalista á Norður- löndum verður haldin í Hafnarhúsinu í næstu viku. Að sögn Birtu Guðjónsdóttur, safnstjóra í Nýlistasafninu, hefur slaknað á slíku samstarfi á undanförnum árum og er ráðstefnan liður í því að reyna að endurvekja það. Fyrsta skrefi ð sé að reyna að komast að því hvort og hvað sé sameig- inlegt með myndlist á Norðurlöndum. MYNDLIST BERGSTEINN SIGURÐS- SON BÆKUR RAGNA SIGURÐARDÓTTIR Aðventan er tími ljóss og friðar. Ilmurinn af jólaglöggi og brenndum möndlum liggur í loftinu. Í þessari jólaferð höldum við til Wiesbaden sem stendur á bökkum Rínar, rétt vestur af Frankfurt, þar sem við gistum í 3 nætur á hóteli við göngugötuna. Í Wiesbaden er aðventustemning og í miðbænum er fallegur jólamarkaður þar sem upplýstir englar svífa yfir litríku jólahúsunum. Boðið verður upp á bæjarrölt með fararstjóra, en eins gefst tækifæri til að kanna bæinn á eigin vegum, versla dálítið eða fylgjast með mannlífinu frá einu af fjölmörgum kaffi- og veitingahúsum sem miðbærinn hefur upp á að bjóða. Við förum einnig í dagsferð til Rüdesheim, sem er vinsæll ferðamannabær við ána Rín. Í hjarta bæjarins er hinn skemmtilegi „Jólamarkaður þjóðanna”, þar sem hægt er að kaupa fallegar gjafavörur og fylgjast með hvernig handverk frá hinum ýmsu þjóðum er unnið. Þá er upplagt að ylja sér við jóladrykkinn „Glühwein” á meðan gengið er á milli jólabásanna. Allur miðbærinn er skreyttur jólaljósum og gaman að rölta um og njóta jólastemningarinnar til fulls. Fararstjóri: Smári Ríkharðsson Verð: 88.600 kr. á mann í tvíbýli. Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting í 3 nætur með morgunverði, ferðir til og frá flugvelli í Frankfurt, skoðunarferð til Rüdesheim og íslensk fararstjórn. 25. - 28. nóvember Sp ör e hf . s: 570 2790 www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Allar skoðunarferðir innifaldar! Jólaferð til Wiesbaden
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.