Morgunn - 01.12.1922, Page 4
98
MORGUNN
eftir svari mannsins í guðspjallssögunni. Þessi kona hefir
lika ritað aðra bók, sem heitir »Dr. Beale<, og er líka
um dásamlega lækningu, sem full ástæða er til að ætla
að komið hafi frá ósýnilegum heimi. Sú bók er sannar-
lega þess verð, að frá henni væri skýrt greinilega. En
eg get ekki gert það í kvöld. Bókin, sem eg ætla að
segja ykkur frá, er nógu mikið efni í einn fyirlestur —
og i raun og veru langt fram yfir það.
Konan lætur ekki nafns sins getið, nema upphafs-
stafanna: »E. M. S<. En vottorð eru prentuð frá ýmsum
nafnkendum mönnum, — þar á meðal frá jarðneskum
lækni, sem hefir stundað hana um mörg ár, og frá ein-
um af prestum biskupakirkjunnar, sem kveðst vera henni
nákunnugur — um það, að hún sé merkiskona og að
ekki komi til neinna mála að rengja það, að hún segi
nákvæmlega rétt frá — hverjar ályktanir, sem menn nú
vilja af frásögn hennar draga. Hún tekur það fram, að
hún hafi haldið nákvæma dagbók, og fært viðburðina inn,
jafnóðum og þeir gerðust, lesið öðrum fyrir, þegar hún
var svo sjúk, að hún gat ekki skrifað sjálf, svo að hún
hafi að engu leyti þurft að treysta á minnið, né eiga það
á hættu, að imyndunaraflið færi með hana i gönur eftir á.
Heilsufari hennar var svo háttað, sem eg skal nú
skýra yður frá:
Um 15 ár hafði hún, að kalla mátti, altaf orðið að
liggja á bakinu. Komið hafði það fyrir, að henni tókst
að komast yfir þvert herbergið á legubekk þar, eða jafn-
vel inn í annað herhergi. En þá hafði hún orðið að
leggjast út af tafarlaust.
Stundum hafði það líka komið fyrir, að húii liafði
getað látið bera Big á börum út í aldingarð við húsið,
eða aka sér í kerrustól; en að öJlum jafnaði hafði hún
orðið að hafast við í herberginu sínu, oftast í rúminu, og
gat ekkert gert annað en iesið. Nálega eitt ár hafði hún
jafnvel ekki getað gert það, heldur orðið að sætta sig
viö myndabækur. Vikum og mánuðum saman hafði