Morgunn - 01.12.1922, Side 7
MOR GUNN
101
Þessi atúlka hefði frá barnæsku vitað af ósýnilegum ver-
um kringum sig og mjög ung hefði hún getað yfirgeflð
líkamann og leyft verum frá öðrum heimi að stjórna hon-
um. Eina og þið vitið víst flest, er það ástand á útlend-
um málum nefnt »trance«, en við höfum kallað það
Bambandsástand.
Þeasi stúlka fékst við kaupsýslu um það leyti, sem
framliðni læknirinn kyntist henni, vann fyrir háu kaupi
sem forstöðukona fyrir stórri söludeild; en um langan tíma
hafði hún þráð það að geta notað meira en áður hina
sálrænu hæfileika sína, og hún tók með fögnuði þessu
tækifæri til þess að verða að meira gagni en áður, þó að
tekjurnar lækkuðu jafnframt að miklum mun.
Dr. Beale, framliðna lækninum, gazt vel að miðlin-
um, og eftir nokkurn tima tók hann að stunda með stúlk-
unni margvíslegar lækningar. Hann fékk sjer líka hjúkr-
unarkonu úr öðrum heimi, Madeline að nafni, sem sagt
var að hefði verið hjúkrunarkona við spítala í þessum
heimi, og farið yfir í annan heim eitthvað 20 árum áður
en hér er komið sögunni. Stundum stjórnaði hún raiðl-
inum.
Þetta, sem eg hefi nú sagt, og ýmislegt fleira, sem
eg verð að hlaupa yfir, ritaði frú Fair, sú er lækninguna
hafði fengið, sjúklingnum, sem skrifað hefir bókina.
Sjúku konuna fór að langa til að reyna þennan lækni,
Og leitaði til vinkonu sinnar, frú B., um aðstoð. Hún
tók að 8jer að finna Rósu, miðilinn, og leita ráða hjá
þessum ósýnilega lækni. Hún fór með lokk úr hári
sjúklingsins og ofurlitið armband, sem sjúka konan hafði
legið með marga mánuði, og svo fáein sjúkdómslýsingar-
atriði, til þess að geta svarað spurningum, sem fyrir hana
kynnu að verða lagðar.
Frú B. skýrði sjúklingnum síðan mjög greinilega frá
því, hvernig ferðin hefði gengið. Rósa og frú Fair, sú
er skrifast hafði á við sjúklinginn, komu til frú B. í
gistihúsið, þar sem hún hafðist þá við. Fáeinum mínút-