Morgunn - 01.12.1922, Síða 12
106
MORÖUNN
þið verðið að minna mig á þetta*. Bróðir sjúklingsins,
sem var á hleri í herberginu uppi yfir, sagði systur sinni
á eftir, að hann hefði verið á nálum um, að einhver
mundi heyra þessa háværu raust og halda að einhver
mjög fyrirferðarmikill karlmaður væri kominn inn til
kvennanna. Þá bað læknirinn um sloppinn sinn, og ung-
frú Forest fekk honum hvítan slopp, sams konar og lækn-
ar eru vanir að vera í við holdskurði. »Það var kynleg
sjón«, segir höfundur bókarinnar, »að sjá líkama þessarar
veiklulegu, litlu stúlku skálma um herbergið, hreyfa sig
og haga sjer að öllu sem sterklegur karlmaður og gefa
fyrirskipanir með þeirri einbeitni og öðru háttalagi, sem
benti mjög ótvíræðlega á það, að þarna væri karlmaður
kominn. Læknirinn virtist fagna því að hafa ungfrú Forest
við höndina til þess að þjóna sér, og sagðist stundum
verða að gera alt sjálfur, en það gerði hann aldrei, ef
hann gæti fengið einhvern annan til þess að snúast kring-
um sig. Hann kvaðst sjá líkamann jafn-vel að innan og
utan, og þá fór hann að rannsaka sjúklinginn. Hann benti
á hvern veika staðinn eftir annan, og afburða-þekking
kom fram hjá honum á tilfinningum sjúklingsins og sjúk-
dómseinkennunum. Þessi rannsókn staðfesti að öllu leyti
þá skoðun um sjúkdóminn, sem hann hafði áðan látið
uppi.
Hann lagði fáeinar spurningar fyrir sjúklinginn, en
hann virtist vita svörin, áður en þau komu fram af vör-
um hennar, og eiuu sinni leiðrétti hann hana, þegar hún
hafði i ógætni svarað rangt. flann kvaðst ætla að láta
nudda hana með hinum og öðrum olium, sem mundu gera
sitt til að gefa líkamanum næringu, en ekkert gagn væri
að því, fyrr en hann hefði náð nokkurum eiturtegundum
út úr líkamanum. Þá fór hann að gefa henni nokkurar
»magnetiskar« strokur, í þvi skyni, sagði hann, að draga
þessi skaðlegu efni út. Hann virtist fleygja þeim frá sér
af fingurgómunum.
Þessi lækningatilraun tók hér um bil stundarfjórðung.