Morgunn


Morgunn - 01.12.1922, Side 16

Morgunn - 01.12.1922, Side 16
110 MORGUNN irinn gerði það. Þá varð töluvert meiri festa og styrkur í nuddinu. Sjúklingurinn segir í bók sinni, að hæfileikar ungfrú Forest til þess að sjá lækninn og heyra til hans hafi verið dásamlegir. Samt voru þeir svo viðkvæmir, að þeir voru mjög háðir því skapi, sem hún var í, heilsu- fari hennar, staðnum, sem hún var stödd á, fólkinu, sem var kringum hana og jafnvel loftslaginu og veðrinu. Hún gerði þá grein fyrir heyrn sinni úr öðrum heimi, að hún væri líkust því sem verið væri að reyna að ná í hljóm, sem bærist með vindi, og að það væri mjög hætt við að ekki næðist í orðin eða að henni misheyrðist. Stundum heyrði hún alls ekkert, en fékk að eins sterk áhrif á hugann; stundum gat hún heyrt hvert orð greinilega og jafnvel greint mismunandi raddir, og heyrt hlátur o. s. frv. Oft sá hún lækninn, þegar hann var að koma inn í herbergið. Stundum kom hann inn um gluggann, stund- um gegnum vegg eða upp um gólfið, stundum stóð hann við rúmið, án þess að hún hefði orðið þess vör, að hann hefði komið inn. Fyrir kom það og, að hann lauk upp hurðinni eins og aðrir menn, og einu sinni sá hún hann leggja frá sjer hattinn sinn og hanzkana á borð í forstof- unni, áður en hann fór inn; hann var þá auðvitað í venju- legum búningi jarðneskra manna og meira að segja klædd- ur eftir allra nýjustu tízku. Sjúklingurinn spurði, hvernig á því stæði. Læknirinn gerði þá grein fyrir því, að þessi búningur væri honum nauðsynlegur, þegar hann væri að starfa á jörðunni, því að stundum væri sjúklingurinn svo skygn, að hann kynni að sjá hann, og væri hann þá í þeim búningi, sem hann væri venjulega í í öðrum heimi, þá gæti sjúklingurinn orðið hræddur við hann; væri hann í jarðneskum búningi, mundi sjúklingurinn halda, að hann væri einhver annar læknir, er sóttur hefði verið til hans. En við og við var hann i sinum annars-heims búningi, þegar hann heimsótti sjúklinginn. Læknirinn virtist ekki eyða miklum tíma hjá sjúkl- inginum, en samt kom það brátt í ljós, að honum var
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.