Morgunn - 01.12.1922, Side 16
110
MORGUNN
irinn gerði það. Þá varð töluvert meiri festa og styrkur
í nuddinu. Sjúklingurinn segir í bók sinni, að hæfileikar
ungfrú Forest til þess að sjá lækninn og heyra til hans
hafi verið dásamlegir. Samt voru þeir svo viðkvæmir,
að þeir voru mjög háðir því skapi, sem hún var í, heilsu-
fari hennar, staðnum, sem hún var stödd á, fólkinu, sem
var kringum hana og jafnvel loftslaginu og veðrinu. Hún
gerði þá grein fyrir heyrn sinni úr öðrum heimi, að hún
væri líkust því sem verið væri að reyna að ná í hljóm,
sem bærist með vindi, og að það væri mjög hætt við að
ekki næðist í orðin eða að henni misheyrðist. Stundum
heyrði hún alls ekkert, en fékk að eins sterk áhrif á
hugann; stundum gat hún heyrt hvert orð greinilega og
jafnvel greint mismunandi raddir, og heyrt hlátur o. s.
frv. Oft sá hún lækninn, þegar hann var að koma inn
í herbergið. Stundum kom hann inn um gluggann, stund-
um gegnum vegg eða upp um gólfið, stundum stóð hann
við rúmið, án þess að hún hefði orðið þess vör, að hann
hefði komið inn. Fyrir kom það og, að hann lauk upp
hurðinni eins og aðrir menn, og einu sinni sá hún hann
leggja frá sjer hattinn sinn og hanzkana á borð í forstof-
unni, áður en hann fór inn; hann var þá auðvitað í venju-
legum búningi jarðneskra manna og meira að segja klædd-
ur eftir allra nýjustu tízku. Sjúklingurinn spurði, hvernig
á því stæði. Læknirinn gerði þá grein fyrir því, að þessi
búningur væri honum nauðsynlegur, þegar hann væri að
starfa á jörðunni, því að stundum væri sjúklingurinn svo
skygn, að hann kynni að sjá hann, og væri hann þá í
þeim búningi, sem hann væri venjulega í í öðrum heimi,
þá gæti sjúklingurinn orðið hræddur við hann; væri hann
í jarðneskum búningi, mundi sjúklingurinn halda, að hann
væri einhver annar læknir, er sóttur hefði verið til hans.
En við og við var hann i sinum annars-heims búningi,
þegar hann heimsótti sjúklinginn.
Læknirinn virtist ekki eyða miklum tíma hjá sjúkl-
inginum, en samt kom það brátt í ljós, að honum var