Morgunn - 01.12.1922, Síða 18
112
MORGUNN
að birtast henni daginn áður, og að hann hefði ekki vit-
að, að sjer hefði mistekist það. Eftir þetta gerði hiln
honum kost á að skrifa einu sinni í hverri viku, og fékk
margar bendingar frá honum.
Þann 6. maí tók læknirinn að stjórna nuddhreyfing-
unum sjálfur að staðaldri. Sjúklingurinn hafði mikla
reynslu af venjulegum nuddlækningum, og hún segir í
bók sinni, að þessar lækningar hafi verið þeim mjög
ólíkar. Nuddið var miklu meira sefandi og mikið styrk-
ara og virtist fylgja vöðvum og taugum líkamans af hinni
mestu nákvæmni. Ekki var heldur fylgt neinni fastri
reglu. Ungfrú Forest sagði, að tæplega væru viðhafðar
neinar af hinum venjulegu hreyfingum, og að hún léti
lækninn algerlega ráða því, hvernig þær væru þann og
þann daginn.
Nú fór hann að ganga ríkt eftir þvi, að þagað væri
meðan á lækingunni stóð. Þær höfðu talað við lækninn
og hann bannaði það, af því að með því eyddist kraftur,
8em nota ætti óskiftan til lækningarinnar. Og hann vildi
jafnvel ekki lofa þeim að tala saman þær stundirnar,
sjúklinginum og hjúkrunarkonu hennar, af því að það
samtaJ trufiaði líka kraftstrauminn. Hann sagði ungfrú
Forest, að hún gerði sér tæplega grein fyrir því, hve
mikið verk lægi fyrir henni, ef hún ætti að koma sjúkl-
inginum á fætur, og að hún yröi aö fara mjög sparlega
með styrk sinn, og kappkosta að Bafna sem mestu lífs-
afli. í fyrstu kunnu þær þessari þögn fremur illa, eink-
um hjúkrunarkonan, en vöndust bráðlega við hana.
Þegar á lækningatilraunirnar fór að líða, fól Dr. Beale
stundum öðrum ósýnilegum læknum að annast sjúklinginn.
Tveir eða þrír þeirra störfuðu með honum og gátu lika
stýrt höndunum á ungfrú Forest. En æfinlega hafði hann
sjálfur yfirumsjónina. Stórmerkilegt var það, hve kunn-
ugt honum var ávalt um þrautir sjúklingsins, eða óþæg-
indi, eða ef einhverstaðar kom bólga á hana. Hann upp-
götvaði það, sem enginn hafði áður skilið, hve illa sjúkl-