Morgunn - 01.12.1922, Side 20
114
M 0 R G U N N
einufo gat hún orðið beint vör návistar hans. Sjálf gat
hún aldrei séð hann né heyrt til hans. Tvisvar eða
þrisvar sá ungfrú Forest hann nota áhald til rannsóknar
á sjúklingnum, og læknirinn sagði þeim, að þetta væri
sálrænt áhald, sem samsvaraði að sumu leyti Röntgens-
geislunum, en jafnframt því, sem það hjálpaði lækninum
til að sjá líkamann betur, styrkti það sjúklinginn sjálfan.
Nú voru liðnir rjettir tveir mánuðir, síðan er Dr.
Beale hafði komið til sjúklingsins fyrst. Enn hafði hún
altaf legið á bakinu og ekki gert tilraunir til að sitja
uppi lengur en örfáar sekúndur í einu. Meðan hún var
undir hendi jarðneskra lækna, hafði hún nokkurum sinn-
um reynt að sitja uppi í rúminu tvær til þrjár mínútur í
mesta lagi og eftirköstin höfðu orðið svo alvarleg og
langvinn, að sami læknirinn hafði sjaldan ráðlagt henni
oftar en einu sinni að hún skyldi setjast upp. Engum
jarðneskum lækni hafði tekist að meta rétt krafta henn-
ar og aftra því, að hún ofbyði þeim. Sjálf hafði hún
ekkert vit á að meta þá, þvi að alt af, þegar hún hafði
sezt upp, fanst henni hún vera fær um það, og stundum
versnaði henni ekki af því fyr en nokkurri stund á eftir.
En hún hafði mist mjög móðinn við það, hve hrapallega
þetta hafði gengið; og hún hafði tapað traustinu á þekk-
ingu læknanna á sjúkdómi hennar. Enda höfðu flestir
þeirra sagt hreinskilnislega, að þeir gætu ekkert bætt henni.
Svo var það 11. júni, nákvæmlega tveimur mánuðum
eftir að Dr. Beale hafði heimsótt hana fyrsta skiftið, að
ungfrú Forest sagði: »Læknirinn vill, að þér komist
hærra upp á koddana og sitjið uppi við herðadýnu hálfa
klukkustund; hann ætlar að sjá um að þér ofþreytið
yður ekki*. Hún lagaði til höfðalagið samkvæmt þessu,
og hún sá lækninn styðja hendinni ú bakið á sjúklingn-
um, raeðan á þessari tilraun stóð. Hún sá hann líka
taka úr upp úr vasa sínum og nákvæmlega upp á sekúndu,
þegar hálftíminn var liðinn, sagði hann henni að láta
sjúklinginn leggjast flatan aftur. Sjúku konunni varð