Morgunn - 01.12.1922, Side 22
116
MOKGUNN
læknisins og hjúkrunarkonunnar, né um þá hjartanlegu
umönnun, sem þau hafi látið í tje.
Eina dæmia akal eg enn geta af mörgum um hina
dularfullu samvinnu milli hjúkrunarkonunnar og læknis-
ins. Eitt skiftið þorði hún ekki að byrja á nuddinu, því
að læknirinn var ekki kominn. Eftir dálitla stund segir
hún: »Eg heyri þrjú högg í mikilli fjarlægð, og eg fæ
skýrt hugboð um það, að læknirinn hafi tafist og geti
ekki komið í kvöld, eða að minsta kosti, að eg eigi að
byrja á nuddinu*. Hún gerði það, og læknirinn kom
ekki fyrr en nuddinu var lokið. Síðar fengu þær að
vita frá frú Fair, að læknirinn hefði tafist á hinni tílaettu
stund, en að hann hefði sent þrjú högg og hugskeyti til
ungfrú Forest, og að hann hefði sagst vona, að ungfrú
Forest mundi verða þessa vör og skilja það.
Eg verð nú að fara að fara fljótt yflr sögur um
lækninguna, þó að frá mörgum atvikum sé skýrt, sem
mér þætti gaman að segja ykkur frá.
Dr. Beale lét nú sjúklinginn skifta um bústað, lét
flytja hana í járnbrautarlest út að sjávarströndinni. Þ. 12.
sept. fór hann að láta bera sjúklinginn út, þegar gott var
veður, og því var haldið áfram fram eftir vetrinum. Síð-
ar var farið að venja konuna við að standa og ganga. Til
þess að orðlengja þetta ekki frekar læt eg mér nægja
að láta þess getið, að konunni var að smáfara fram, unz
hún 25. júni sumarið eftir gekk upp á 1000 feta hátt fja.ll.
Eftir það fór hún að ganga 5—6 enskar mílur á hverjum
degi, og hún gat hrósað sér af því, að hafa gengið upp
á öll helztu fjöllin í nágrenni við þann stað, sem hún
dvaldist á. Og einmitt um þetta leyti höfðu þær hlut-
verkaskifti, konan, sem verið hafði sjúk, og hjúkrunar-
kona hennar. Ungfrú Forest datt og slasaðist og lá rúm-
föst meira en þrjár vikur. Nú gerðist hin hjúkrunar-
kona hennar, og það gekk ágætlega.
Þ. 16. des., réttum 20 mánuðum eftir að lækninga-
tilraunirnar höfðu byrjað að fullu, fór ungfrú Forest frá