Morgunn - 01.12.1922, Síða 23
MORGUNN
117
höf. bókarinnar. Hún var þá albata, og þurfti enga
hjúkrun framar.
Sjúklingurinn fékk margvíslega og einkar ánægjulega
sálræna reynslu í sambúð sinni við miðlana báða. Rósa
var hjá henni um tíma, síðari hluta lækningatímabilsins,
í stað ungfrú Forest, en eg hefl orðið að sleppa frásögn-
inni um þær tilraunir. Eg verð að láta mér nægja að
geta nokkurra atriða, sem fyrir komu i sambandi við
ungfrú Forest.
Hún hafði haft skygni sína og glöggheyrn frá fyrstu
barnæsku, sá sem barn stöðugt fólk, sem aðrir sáu ekki.
í fyrstu hélt hún, að það væru jarðneskir menn, en allir
aðrir sögðu, að þetta væri ekki annað en vitleysa; þá fór
hún að halda, að þetta hlyti að vera eitthvað annað. Svo
sá hún systur sína, nýlátna. Þá hugkvæmdist henni, að
þetta mundu vera englar, en henni kom aldrei til hugar
að gera drauga úr sýnum sínum. Oft var hún sneypt
fyrir að vera að fara með ósannindi, þegar hún var að
segja frá þvi, sem fyrir hana bar, og stundum var hún
jafnvel rekin inn í svefnherbergið sitt í refsingarskyni.
En sú refsing þótti henni ekki amaleg. Börn komu þá
úr ósýnilegum heimi og léku sér við hana, og þá gat
hún rabbað við þau og ólátast eftir vild, án þess að nokk-
ur sneypti hana. Henni kom aldrei til hugar að reyna
að losna við skygni sina, hvernig sem hún var skömmuð
og hvernig sem henni var refsað. Þegar hún var orðin
stærri, varaði einn presturinn hana við þessum ósköpum
og sagði henni, að hun væri á beinni leið til helvítis. Hún
lét sjer ekkert segjast við það, en hélt áfram að vera
trúuð og guðrækin manneskja.
Henni virtist ekkert verða fyrir því að fara langar
leiðir í huganum, eða senda sál sína til fjarlægra staða,
hvað sem maður á nú að kalla það. »Eg ætla að reyna
að fara burt augnablik*, sagði hún, og svo var eins og
sál hennar færi það. Eftir fáein augnabiik var hún farin