Morgunn - 01.12.1922, Side 28
122
M 0 K G U N N
urinn, sem á síðari árum heíir líklegast haft mesta
reynslu í þessu máli, einmitt að því er snertir endur-
minninga sannanir, prófessor Hyslop, gerðist algerlega frá-
hverfur þessari tilgátu. Og. um hina svo nefndu skift-
ing persónuleikans heldur sami vísindamaður því fram,
að stundum að minsta kosti sjeu verur úr ósýnilegum
heimi við það fyrirbrigði riðnar.
Um sjálfan mig verð eg að segja það, að við ná-
kvæman lestur bókarinnar fanst mér nokkurn veginn
óhugsandi, að Dr. Beale væri annað en framliðinn mað-
ur, eins og hann sagðist vera — svo framarlega sem
samband hafi fengist við ósýnilegan heim og framliðnir
menn séu að gera okkur vara við sig. Og það mál tel
eg sannað. Þá skoðun mína á Dr. Beale reisi eg á
fjöldamörgum atriðum bókarinnar, sem eg get ekki farið
út í nú. En eitt þeirra er óneitanlega það, að eg fæ
ekki skilið, að nein »undirvitund« eða »skifting persónu-
leikans* eða »ofsjónir« fái skýrt þá sannreyod að lækn-
aður er jafn-langvinnur og örðugur sjúkdómur, sem eng-
inn jarðneskur læknir ræður neitt við, og þeir telja
ólæknandi. Eg læt þess getið nú, sem eg hefi ekki tekið
fram áður, að jafnvel eftir að sjúklingnum var mikið
farið að batna, taldi sá læknirinn, 8em langmest hafði
við hana fengist, óhugsandi að hún gæti nokkurn tíma
á fæturna stigið.
En föllumst vér á þessa skoðun um það, hver Dr.
Beale sé, þá gefur þessi bók oss óneitanlega merkilegar
bendingar um afstöðu hins ósýnilega heims, til þessa
heims, sem vér byggjum. Hún styrkir oss meðal annars
í þeirri skoðun, sem Sir Oliver Lodge hallast mjög að,
að í raun og veru sé sá heimur, sem við oss tekur eftir
andlátið, sami heimurinn eins og þessi jarðneski heimur,
þó að viðhorfið sé annað, og að það sé því fyllilega eðli-
legt að vitundarsamband myndist milli þessara tveggja
heimshluta. 0g hún sýnir oss takmarkalausa þrá sumra
þeirra, sem hlnn heirnshlutann byggja, eftir samvinnu við