Morgunn - 01.12.1922, Side 31
MOE9UNN
225
getur verið að hún fari að hreyfast og taki til að stafa
fram skeyti með því að láta mjóa endann benda á bók-
stafina. Þriðji maður situr utan við og ritar upp stafina
jafnóðum og vísirinn bendir á þá. Þetta getur gengið
svo fljótt, að ritarinn eigi jafnvel erfitt með að ná stöf-
unum, sem bent er á, vegna hraða plötunnar.
Andstæðingar spíritismaus telja skeytin runnin frá
undirvitund tilraunamannanna, annars eða beggja, en
hyggja hreyfingarnar á plötunni stafa af ósjálfráðum
vöðvatitringi. En hvaða skýringu sem menn aðhyllast,
þá fóru að korna skeyti til frú Curran; — ég segi »til
frú Curran«, því að hún virtist vera aðalmiðillinn; væri
hún ekki við borðið, kom ekkert, en á sama stóð, hver
var með henni. Skeyti þessi voru í fyrstu næsta ómerki-
leg og virtust vel geta verið frá undirvitund tilrauna-
fólksins, en kvöld eitt í júlí 1913 stafaði platan þessar
setningar, sem urðu upphaf harla merkilegra skeyta:
»Fyrir mörgum mánuðum lifði ég. Aftur kem óg. Pa-
tience Worth heiti ég.«
Persónuleiki Patience Worth hafði svo mikil áhrif á
tilraunakonurnar þetta fyrsta kvöld, að þær náðu í blý-
ant og pappír og rituðu upp alt, sem hún stafaði fram,
og hefur þeim vana verið haldið síðan.
Alt, sem P. W. ritaði, var á einkennilega fornlegri
cnsku frá 17. öld. Hún var fámálug um sjálfa sig, en
þó fókst það upp úr henni, að hún hefði lifað i Dorset-
skíri á Englandi, faðir heunar hefði fluzt til Ameríku, og
hún sjálf farið þangað líka eftir dauða móður sinnar, þá
35 ára gömul. Hún kvaðst vera vefaradóttir og sagðist
»hafa sigg á þumalfingrunum af að tvinna hör«. En ann-
ars lagði hún mesta áherzlu á »boðskap« sinn, en varðist
mjög frjetta um hagi sína. Brátt fór hún að rita sögur,
æfintýri og kvæði, mjög hratt og léttilega. Fyrsta bókin,
sem út kom með kvæðum og sögum eftir hana var
•Patience Worth«, er eg nefndi áðan. Siðan kom út
»Harmsagan« (Sorry Tale), um iðrunarlausa ræningjann