Morgunn - 01.12.1922, Side 33
MORGUNN
127
leikur til Guðs. — Hún snertir alla strengi mannlegra
tilflnninga, en sorgarhljómarnir eru hjá henni venjulega
inngangur að lofsöng fagnaðar og gleði.
Nokkur kvæði hennar fjalla um það, sem virðist
fara til ónýtis á jörðu hér, — ást, sem enginn veit af, —
óheyrð eða fyrirlitin orð, — verk sem sýnast gagnslaus,
— en hún hyggur ekki, að þetta fari til einskis. Hún
vill syngja söng fyrir þreytta menn, þjáða og sorgmædda,
»á8tvini Hans (o: guðs) og bræður þína og mína<, og
sýna þeim, að »það sem fer forgörðum á jörðunni, bygg-
ir upp himnana*. En einkum ann hún börnuin; »ást
barnanna er balsam jarðarinnar*, sagði hún eitt sinn.
Og í sambandi við þetta má geta um einkennilegasta
atvikið í fyrirbrigðura þesaura, barnfóstur Patience Worth.
í þrjú ár hafði P. W. ritað með ouija-borðinu hjá
frú Curran. Ein bók var komin út, önnur var í undir-
búningi. Fyrri bókin virtist ætla að seljast vel. Ritdóm-
arnir höfðu verið ágætir, og almenningur var farinn að
fá áhuga á þessu.
Kvöld eitt höfðu Currans-hjónin verið að tala um
hinn góða efnalega árangur fyrirbrigðanna og voru að
vonum glöð yfir. En þá varpaði P. W. sprengikúlu!
Með sínu forna einkennilega orðalagi ljet hún þau vita,
að þar eð »Útlit virtist vera fyrir nokkurt fó«, og þar
sem Currans-hjónin ætti það ekki, »heldur Guð«, þá
skyldi þau leita uppi »smábarn, sem væri allslaust, alls-
laust, — og taka það að sér og ala það upp«.
Þetta þótti þeira hjónunum verri sagan. í Currans-
húsinu voru, auk hjónannu, afl, tengdamóðir og stjúpdótt-
ir, og þau höfðu gert ráð fyrir að nota peningana sjálf.
En Patience var ákveðin og föst fyrir. Hún vakti
athygli þeirra á því, að hagnaðurinn af bókinni bæri
ekki þeim, sem rituðu aðeins uppeftir fyrirsögn hennar,
heldur kvaðst hún eiga féð sem höfundur og uppspretta
bókarinnar og mega gera við það hvað, sem sig lang-
aði til.