Morgunn - 01.12.1922, Page 34
128
MURGUHN
»Eg er klæðavefari«, sagði P. W., »og þetta klæði,
sem ég vef, er ekki fyrir þann, sem eitthvað á. Þú
skalt leita að ungbarni, sem á ekki neitt til, og selja fé
mitt í hendur þess og kalla nafn þess Patience Worth«.
Currans-hjónin voru barnlaus, og þegar þau voru
búin að átta sig, féllust þau á tillögu P. W.
»Sjáið þið til«, sagði hún enn fremur; »þetta á að
vera barn, sem þarfnast þess sárlega; minnist þess! Þið
skuluð hvísla að því ástarorðum, jafnvel þótt eyru þess
skilji ekki orð ykkar, og segja því af álfastúlkunni, sem
ætlar að gæta þess, og af Honum, sem sendi hana. Og
hún skal verða uppáhald allra, sem elska mig, og skal
brosa unaði til þeirra®.
»En hversvegna stúlku, en ekki dreng?* spurðu
Currans-hjónin.
Sjáið þið tilc, svaraði P. W.; »piltbarnið hefir karl-
manns-þrek, en litlu stúlkurnar — ó, ég veit, hvernig er
með þær«.
Hjónin spurðu nú Patience um foreldra barnsins,
■hvort það ætti að vera hjónabandsbarn og ýms önnur mikils-
verð atriði; þar á meðal báðu þau um lýsingu á þvi, svo
að unt væri að vita, hvenær þau fyndi það barn, sem
P. hefði í huga.
Hún gaf þeim nokkrar upplýsingar, en þó fremur
óljóst, — bað þau »að hirða ekki um lög jarðarinnar,
heldur lögmál guðs«, og átti þar við hjónaband foreldr-
anna; sagði þeim að varast veikindi i ættinni, en fara
þó ekki lengra þar, en til afa barnsins og ömmu. Hún
kvaðst vilja hafa barnið látlaust klætt og bað frúCurran
að hengja um hálsinn á því »merki Hans«, eða m. ö. o.
krossmark.
»Þið skuluð fara og leita!« sagði hún; »jafnvel nú
biður barnið eftir ykkur*.
Nú var farið að leita að barninu, og tveir læknar
voru valdir til að rannsaka það, þegar það fyndist. Víða
var farið næsta mánuðinn. Margar hindranir komu fyr