Morgunn - 01.12.1922, Page 35
MORGUNN
129
ir; t. d. neitaði stórt barnahæli í St. Louis um leyfi til
þess, að barn væri tekið þaðan, vegna þess að »frú
Curran ritaði á ouija-borð*.
Meðan að á leitinni stóð, var P. W. þögul. En
kvöld nokkurt skipaði hún frú Curran að hætta og sagði
þeim hjónum, að það væri gagnslaust að leita að veru,
sem væri ekki full-mynduð, en á réttum tíma myndi
þeim verða gert aðvart um, hvað gera skyldi. Og hún
bætti við, að ef þau hjeldi áfram, þá færi þeim »eins og
úlfi, sem væri að leita að feitum alifugli sér til matar,
á meðar. að fuglinn væri ennþá kyr í egginu*. — Og
eftir þetta liðu svo nokkrar vikur, að P. W. minnistekki
á barnið.
Þá bar það við morgun einn, að frú Curran mætti
fornkunningja sínum, sem hún hafði ekki séð árum sam-
an, og sagði þá nokkuð frá barnsleitinni. Kunningi
hennar sagði aftur á móti frá uögri konu, sem ætti von
á barni, og væri í raun og veru heimilislaus og vinalaus;
maður hennar hafði látizt fyrir nokkru af myllu-slysi.
Sama kvöldið kom skeyti frá P. W., sem gaf í skyn, að
nú væri frú Curran á réttri leið, og nú ætti spádómur
Patience að rætast.
Næsta dag heimsótti frú Curran konuna, sem var
mjög veik. Var nú heldur handagangur i öskjunni. Rugga,
barnavagn, reifar, ættleiðingarskjöl, — alt var undirbúið,
rétt eins og málið væri útkljáð. Þótt kynlegt sé, virðist
engum liafa dottið í hug, að barnið kynni að verða drengur.
Móðirin tilvonandi ritaði undir ættleiðingarskjölin
með þeim fyrirvara, að dæi hún, skyldi Currans-hjónin
hafa barnið, en annars vildi hún eiga það sjálf.
Sex vikum síðar var frú Curran um kvöld eitt að
rita fyrir Patience kafla úr »Sorry Tale«, en kl. 9 var
ritað: »Þetta er nóg«, og platan stöðvaðist alveg. Nú
voru allir fullir eftirvæntingar, því að svo var um talað,
að kl. 10 skyldi vera hringt i síma til þeirra hjónanna
9