Morgunn - 01.12.1922, Síða 36
130
MOKGUNN
og þau látin vita, hvað barnsburðinum liði, en við hon-
um höfðu menn búizt þá þ.egar í nokkrar klukkustundir.
Á slaginu 10 var hringt í simanum, og sú frjett kom,
að meybarn hefði fæðst nákvæmlega á sömu stundu, sem
Patience hætti að rita.
Nú var barnið athugað, og hafði það öll þau ein-
kenni, sem búist var við. Það var rauðhært, og augun
blá með dökkum röndum, alveg eins og P. W. kvaðst
hafa verið. Foreldri barnsins var samskonar og P. W.,
en föður sinn kvað hún hafa verið enskan en móðurina
skozka.
Móðir barnsins andaðist fjórum dögum síðar, og telp-
an var löglega ættleidd af Currans-hjónunum fyrir hönd
Patience Worth. Hún var skírð Patience Worth Curran
þ. 26. nóv. 1916, af síra George Wales King, merkura
presti í St. Louis. Guðfaðir hennar var Casper S. Yost,
ritstjóri eins af helztu blöðunum í St. Louis
»Andinn« hafði þannig fundið barnið og vakað yfir
komu þess í heiminn, og nú mátti búast við, að hann
vildi hafa hönd í bagga við uppeldi þess og meðferð,
enda kom það líka fljótt í ljós.
Jafnvel þótt játað sje, að til sje anda-veran »Patience
Worth«, þá er örðugt að skilja, hvaða líkamleg áhrif á
skapnað barnsins væri möguleg fyrir anda konu, sem
kveðst hafa verið dáin í nær 300 ár. Samt er víst, að
Patience Worth þykist vera andleg móðir barnsins og
hugsar jafnvel um það líkt og jarðneak móðir. Hún full-
yrðir a. m. k., að einhver líkamleg og veruleg bönd tengi
sig við barnið og bendir því til styrktar á líkingu hára-
litar og augna. En hvernig slíkt só mögulegt, eða hvort
nokkuð sé hæft í þessu, verðum við sennilega að láta
liggja milli hluta fyrst um sinn.
Til þess að Byna, hvernig umsjón P. W. með barn-
inu er háttað, set ég hér ummæli frú Curran um það efni:
»Auðvitað eru hendur P. W. ósýnilegar, og er þvi
oft ekki unt að greina, hvar þær eru lagðar á til gæzlu
I