Morgunn - 01.12.1922, Síða 37
MORGUNN
131
eða aga. En ég trúi því fastlega, að hún eigi mikinn
þátt í öllu, sem lýtur að uppeldi barnsins, auðvitað í
gegnum starfsemi heimilisfólksins. — Það er samt sem
áður sjaldgæft, að hún hafl með berum orðum sagt okkur,
hvað gera skyldi. Sem góður umsjónarmaður gefur hún
að eins þá skipanir, er henni flnst við vera á rangri leið,
en segir ekkert, meðan að við förum rétt að.
»Barnið var kreista í byrjun, og því var oft spáð,
að okkur mundi aldrei takast að rétta það við. Framan
af var melting þess í ólagi, og heimilislæknirinn reyndi
léttari fæðu til þess að laga þetta, en gáði ekki að hætt-
unni á hungurdauða á meðan. Þá tók Patience í taum-
ana og sagði okkur, að barnið yrði að fá »graut, graut
og meiri graut«. Og er við leituðum til sérfræðings, fór
fór hann einmitt að láta það borða »graut, og innan
skamms batnaði því«.
Annað skifti var eitthvað að, og Patience sagði þeim
hjónum, að nota jurtaseyði og nefndi tegundina. Þau
sendu eftir því og sögðu lækninum frá, er hann kom.
Hann hló við og kvaðst hafa flösku af hinu sama í vasa
sínum handa barninu. En það er bezt að snúa sér aftur
að frásögn frú Currans.
»Líkamlega höfum við hirt vel um barnið. En það
er andlega hliðin á uppeldinu, mikilvægasta hliðin, sem
liggur os8 auðvitað þyngst á hjarta. Hæfileikar þess eru
aðdáunarverðir. Tveggja ára gamalt faöng það vísur og
hamraði undir á píanóið, og gat talað mikið. Þriggja ára
gamalt hafði það alt eftir og setti setningar saman á
skrítinn og fruinlegan hátt«.
»Einu8inni spurðum við Patience, hvort barnið myndi
verða nokkuð óvenjulegt, og kvaðst hún ekki vona það;
sér væri nóg, ef það yxi upp til þess að varpa út í ver-
öldina einum hreinum geisla af ljósi guðs.
»,Eg segi', sagði hún við okkur einn dag, ,að þetta
smábarn er meira en merki, sem jörðin á að fylgja, því
9*