Morgunn - 01.12.1922, Side 39
MORG UNN
133
Patience hefir ritað margar bænir til guðs fyrir barn-
inu sínu, en þessi, sem kom fram á skírnardegi hennar,
er fegurst af þeim öllum:
»,Klæð þú hana í hvítleik liljanna. Gefðu féhirði
hennar fjársjóði glitrandi gulls þeirra. Tak þú djúpan
bláma, staðfastan himin, hlið að hyldjúpum, og lát það
verða hennar. Lát þú sólina við hverja dögun varpa
ljósi sínu á ógnandi skuggana og sýna, að þeir eru aðeins
svipir.
»,En lát hana samt eiga sorg! Sviftu hana ekki böl-
inu! Fyll þú bikar hennar, svo að hún geti þekt hæðir
þínar og djúp. Opnaðu hjarta hennar, en ritaðu þar ekki
neitt loforð um neinn gullinn verðlauna. grip, heldur rit-
aðu þar orð þín og kendu vörum hennar að kyssa þau*€.
Sumir munu ef til vill spyrja, hversvegna þörf sé á
jarðnesku lækniseftirliti með barninu, þar sem Patience
Worth hafi ærið tækifæri hinummegin til að afla sér
fræðslu í þeim efnum sem öðrum. En frú Curran segir,
að P. W. vilji, að þau hjón geri alt, sem unt er, fyrir
barnið án aðstoðar hennar, og aldrei heíir það heldur
komið fyrir, að Patience og læknirinn hafi verið ósam-
mála að nokkru ráði. Og P. W. eegir jafnvel lækninum,
hvenær frú Curran hafi óhlýðnast skipunum hans. Til
dæmis átti frú Curran ilt með að heyra barnið gráta, en
læknirinn hólt, að börnum væri eiginlegt að gráta nokkuð,
enda sagði Patience honum frá, er henni þótti frúin láta
of mikið með barnið.
P. W. vill láta barnið klæðast mjög einföldum og
látlausum búningi, helzt gráleitum, og skó þess vill hún
hafa vel rúma, en láta ekkert þrengja að líkamanum.
Ekki raá frú Curran hafa neitt útflúr né skraut á búningi
telpunnar, og kveðst hún þó hafa freistingu til þess, en
segir annars, að barnið sé mjög laglegt í þessum íburðar-
lausa búningi, sem P. W. fyrirskipar. —
Þannig er nú sagan um barnfóstur P. W., og má með