Morgunn - 01.12.1922, Side 41
MORGUNN
135
sorgin er aðeins draumur sofandi sálar. Þegar þú vakn-
ar (o: deyr), verður þú frjáls*.
Henni virðist vera það mikið áhugamál, að minka
óttann við dauðann og setja hið eilifa líf í nánara sam-
band við jarðlífið í einu kvæði sínu segir hún, að alt
yndi og unaður á jörðunni sé aðeins bergmál frá himn-
um. Annað líf verður við þetta harla nálægt okkur
og því nær áþreifanlegt, — þar er engin hyldjúp gjá
á milli.
Nú ætla ég að lesa fyrir ykkur æflntýrið um »maur-
inn og súðkornin* eftir Patience Worth, sem frekara dæmi
upp á slcáldskap hennar.
»Hlustið! Á jörðina fjell sáðkorn og lagðist við hlið-
ina á maur, vængjuðum maur, sem var að skýla sér fyrir
kuldanum. Og maurinn þekti daginn yflr skorpu jarðar-
innar, talaði við sáðkornið og sagði:
,Stundir dagsins sýna sól og ský, og svörður jarðar-
innar ber grös og tré. Já, og menn ganga á jörðunni'.
Og sáðkornið sagði við maurinn:
,Nei; ekkert er til, nema mold og myrkur, því að
augu mín hafa ekki litið það, sem þú ert að tala um‘.
En maurinn mælti á þessa leið:
,Það er dimt og kalt yfir grassverðinum, en þú og ég
liggjum hér hlýtt og í skjóli'.
En sáðkornið talaði svo:
»,Nei; nú er tími til fyrir mig að leita upp úr gras-
sverðinum og sjá daginn, sem þú ert að tala um<‘.
Og sjá! fræið sendi út anga og teygði sig hátt upp.
En þegar angiun komst upp úr grassverðinum, var þar
snjór og kuldi, svo að hann dó og sá ekki dag maursins,
því að tíminn var ekki enn kominn, að hann skyldi leita
til nýrra daga.
Og sjá; blómleggurinn, sem hafði varpað frá sér korn-
inu, sendi burt meira, og í annað sinn féll sáðkorn við