Morgunn - 01.12.1922, Side 42
136
MORGMJNN
hliðina á maurnum. Og hann talaði við það um dag
jarðarinnar og sagði: ,Bróðir þinn leitaði dagsins, en
fylling tímans var ekki komin, og sjá, nú er hann ekki
lengur til'.
Og hann sagði sáðkorninu frá dögum jarðarinnar, og
það talaði við hann og sagði: ,Eg veit ekki, hvað þessi
dagur þinn er. Sjá, ég skal ekki festa rætur né leita
daga jarðarinnar. Nei, eg skal liggja í hlýju og skjóli'.
Og jafnvel þótt maurinn talaði við sáðkornið á þeim
tima, er það var þroskað til þess að leita, þá lá það kyrt,
og sumarið fann það orðið að engu, því að það lifði sjálfu
sér, og sjá, það fórst.
Og síðar féll enn eitt sáðkorn, og það hlýddi á maur-
inn og beið sins tima, og er það var þroskað, lyfti það
sér upp og leitaði dagsins. Og alt var þann veg, sem
maurinn hafði sagt. Og sáðkornið óx og varð að runni.
Og sjá, hinn vængjaði maur flaug út, því að hann
hafði leitt bróður sinn út úr dimmunni og upp i daginn,
og starfinu var lokið.
Þannig eru þeir og, sem leita orða minna*.
Loks fer hér á eftir lofsöngur um daginn, órímaður
einB og flest eftir Patience Worth:
Sjá, Hann skóp dýrðlegan dag,
fagran dag,
Bem glampar með unað og ilm,
ljúfan ilm,
og sýnir Hans ást og Hans bros,
já, Hans bros!
Hver hæð fer í jarpt, jarpan hjúp,
og gnæfir sem munkur með kufl,
já, með kufl!