Morgunn - 01.12.1922, Side 43
MORGUNN
137
Og grasið er brent, sólarbrent,
og angar svo sætt, undra-sætt.
í fjarska hefst svala á flug,
já, á flug,
og líður um loftsrökkrið blátt,
já, um loftsrökkrið blátt.
Og öldurnar suða við saud,
já, þær kyssa og suða við sand.
En mærin með þrá, uuga þrá,
út i dagsljósið sendir sinn söng,
já, til dagsins hún sendir sinn söng.
Af unaði’ er þrungin mín önd,
þvi að á8túð Hans laugar minn dag,
já, því ástúð hans laugar minn dag.
Sjá, hann skóp dýrðlegan dag,
já, dásemdar-dag fyrir mig!
Um sálufélag
(Telergy.)
Erlndl flutt f Sálarrannsóknafélagl fslands 27. aprfl 1922.
Eftir Svein Sigurösson.
£»að mun liafa verið árið 1904, að fyrst er tekið að
fást við rannsókn dularfullra fyrirbrigða hér á landi. Um
það leyti fóru að berast um landið ýmsar sögur um það,.
að í Reykjavík væri risinn upp flokkur manna, sem fremdi
kukl nokkurt, eða jafnyel rammagaldur, að þvi er sumir
fullyrtu, og stóð ýmsum stuggur af mönnum þessum.
Ekki var fólki alment ljóst hverjar aðferðir særingamenn
þessir beittu við iðkan sína. En það höfðu sumir fyrir