Morgunn - 01.12.1922, Síða 45
MORGTJNN
139
eins og vér vitum afskekt fjallaþjóð, alin upp við unað,
tign og óendanlega fjölbreytni mikilfenglegrar náttúru og
af aðli komin, því aðall var það, sem bygði þetta land,
aðall vitsmuna, hreysti og mannkosta. Um það getum
vér víst vei’ið sammála flest Eitt af þvi, sem enski mið-
illinn mr. A. Vout Peters furðaði sig mest á, þegar hann
kom hingað í hittið fyrra sumar, var það, hversu ákaflega
væri hér mikið um menn með dulrænum hæfileikum.
Hann minnist á þetta í smágrein, aem hann reit í enska
vikublaðið »Light« skömmu eftír að hann kom heim. Og
ég held, að mr. Peters hafi þar alveg rétt fyrir sér, enda
er hann næmur á slíka hluti. Sumum virðist það ef til
vill léleg meðmæli að trúa á dularöfl, en eftirtektarvert
er það, að þessi lijátrú, sem svo margir mentamenn 19.
aldarinnar, raunhyggju- og efnishyggjumennirnir hafa kall-
að svo, skuli nú í byrjun tuttugustu aldarinnar, vera orð-
in svo mikilvægt rannaóknarefni vísindanna eins og raun
ber vitni um.
Annars eru hinar öfgafullu flugufregnir, sem gengu
af fyrstu rannsóknum dularfullra fyrirbrigða hér á landi,
ekki neitt einstakt eða óvanalegt. Ávalt þegar eitthvað
nýtt og óvenjulegt er á ferðinni, hleypir það af stokkun-
um missögnum, meðan almenninguv þekkir ekki nýmælið
Og þessar missagnir verða því öf'gafyllri því mlkilvægara
sem nýmælið er og því meir sem það kemur í bág við
gildandi siði og vanafestu íjöldans.
Þegar ítalski Dominikana munkurinn, Giordano Bruno,
tók að berjast fyrir liinum frjálslyndu heiraspekis- og
trúarskoðunum sínum, sem svo mjög riðu i bág við kreddur
kirkjunnar og vísindanna á þeim timum, hneykslaði hann
ekki að eins æðstu presta og lærdómshesta samtíðar sinn-
ar heldur varð einnig sá skaðræðisgripur i áliti fjöldans,
að honum var haldið í fangelsi 7 síðustu ár æfinnar og
loks brendur á báli, þegar hann fékst ekki til að aftur-
kalla kenningar sinar.
Þegar skozki læknirinn James Young Simpson tók