Morgunn - 01.12.1922, Side 52
146
MORGUNN
í staðinn, að líkami vor aó altaf að breytast, en vér þó
aöm við obb eftir Bem íiður. Það ber hér að aania brunni.
Líkarainn, háður tíma og rilmi, er forgengileikanum und-
irorpinn en sjálfsveran ekki. Vér göngum þá út frá því,
eftir það sem sagt heflr verið:
1) að sálin sé til
2) að hún sé óháð tíma og rúmi
3) að hún sé gædd vitundarlifi.
Eins og þegar er tekið fram, gerast fjarhrifin svo*
kölluðu óháð tíma og rúmi. Að vísu tekur móttakandinn
við þeim í tíma og rúmi, en skeytin koma inn í vitund
hans án aðstoðar skilningarvitanna venjulegu og án nokk-
urs efnislegs milliliðs. Eðlisfræðilögmálið um, að áhrifin
standi í öfugu hlutfalli við fjarlægðina í öðru veldi, gildir
ekki um fjarhrifin. Reynslan sýnir, að fjarhrif geta gerst
í hvað mikilli fjarlægð sem er og án nokkurrar tímatak-
mörkunar. En slíkt er óhugsandi ef fjarhrifin eru háð
tíma og rúmi. Ef svo væri, hlyti lögmálið um öfugt hlut-
fall áhrifanna við fjarlægðina í öðru veldi að gilda hér
eins og alstaðar annarsstaðar i efnisheiminum.
En hvernig stendur þá á því, að áhrif þau, sem eru
óháð tíma og rúmi, skuli geta verkað á hugi manna í
líkamanum? Til þess að unt sé að svara þessu verðum
vér fyrst og fremst að gera oss ljóst, að öll hugsun vor
er í raun og veru ekki annað en fjötruð vitundarstarf-
semi, ef svo mætti að orði komast, vegna þess að hún
stendur i sambandi við hreyfingar í heilanum og vitundin
getur ekki gert vart við sig i gegnum heilaatarfsemina
meira en hreyfihæfileiki heilans leyfir. Þekkingin er til
fyrir utan ose. Skynfæri vor eru aðeins tæki til að taka
á móti þekkingunni og þó að hugsun og heilahreyfing
svari hvort til annars, þá er það vitundariifið sem setur
heilann á hreyfingu. Það er hinn innri meðfæddi starfs-
hæfileiki sálarinnar, sem gerir sjálfsverunni fært að nota
heilann til að hugsa með. Heilinn takmarkar vitundina,
svo að hún verður að því, sem vór köllum hugsun og