Morgunn - 01.12.1922, Side 56
150
MOKGUNN
hafði um morguninn, kom hún ekki og eftir að hafa beðið
eftir henni æði stund, ók ég á stað einsamall i opnum
vagni og var klukkan þá milli hálf fjögur og fjögur e. h.
Eg hafði ekki ekið nema svo sem tuttugu mínútur, þegar
ég sá frú A koma akandi á móti mér eftir sléttunni, því
ég var þá staddur á sléttu bersvæði. Hún sat i sínum
eigin vagni, sem ég þekti vel, og eitt af börnum hennar
hjá henni. Hún sat þannig í vagninum, að ég sá ekki
beint framan í hana, en ég kannaðist við húfuua, sem
hún hafði á höfðinu og selakinnskápu, sem hún var i, en
þeirri kápu var hún vön að klæðast á vetrum. Ég man
sérstaklega vel eftir kápunni, því þegar vagninn færðist
nær, fór ég að furða mig á því með sjálfum mér, hvernig
stæði á því, að vinkona mín, frú A, Bkyldi vera í sel-
skinnskápu um hásumarið. Vagninn nálgaðist og ók fram-
hjá mér svo nálægt, að ég hefði getað snert hann með
handleggnum. Um leið og hann fór framhjá stóð ég upp
og hrópaði: »Frú A!« En hún hreyfði sig ekki og leit
ekki við mér, en andlit hennar sneri til hálfs að barninu,
sem sat við þá hlið hennar, sem frá mér sneri. Ég varð
mjög hissa á þessu, sneri mér við og horfði á eftir vagn-
inum unz hann hvarf í fjarska. Ég er algerlega viss um,
að hér er ekki um nein misgrip að ræða. Ég hef aldrei
á æfi minni verið jafn sannfærður urn nokkurn lilut eins
og um það, að ég sá þarna vinkonu mina og barn
hennar.
Ég fór fyrst að hugsa um, hvað hefði komið frú A
til að hverfa aftur til Lundúna og mér gramdist við sjálf-
an mig yfir því, að hafa ekki skipað ökumanni minum
að snúa við og aka á eftir vagninum. Og þegar óg hafði
áttað mig til hlítar, gerði ég það og bað ökumanninn að
aka heim bvo hart sem unt væri. Undir eins og ég kom
heim sagði ég við konuna, sem ég dvaldi hjá: «Hafa
ekki hingað komið kona og lítil stúlka? Þær biða víst
eftir mér uppi?« Þegar hún svaraði, að enginn hefði
komið, sendi óg strax vinnukonuna yflr til systur minnar,