Morgunn - 01.12.1922, Qupperneq 62
156
MORGUNN
manni, vegna þess, að þessi mikli þjóðvegur á ekkert
skylt við efnisheiminn.
Það er erfitt að gera sér nánar grein fyrir hvernig
þessum allsherjar þjóðveg, sem ég nú nefndi, er varið.
Oss vantar orð til þess. Hin takmarkaða hugsun vor á
svo erfitt með að ráða við þessa hluti. En þó íinnum
vér með einhverjum hætti, að í oss býr kraftur, andleg
orka, sem er óháð þeim takmörkunum, sem efnisheimur-
inn setur. Tími og rúm eru hvortveggja hugtök um fyr-
irbrigði úr efnisheiminum og hvortveggja við hann bund-
in. Vér getum því í raun og veru ekki talað um upphaf
og endi nema í sambandi við skynheim vorn. Þau augna-
blik koma fyrir í lífi sumra manna, að þeim finst, sem
hinn sýnilegi heimur hverfi fyrir annari ólýsanlegri ver-
öld, sem umlyki þá á alla vegu. Fyrir innsæið eða inn-
sæisgáfuna hafa mennirnir á öllum öldum orðið varir
hins andlega heims Á dásemdaraugnablikum lífsins hafa
þeir verið hrifnir burt til hæða og heyrt ósegjanleg orð,
sem engum manni er leyft að mæla, eins og Páll postuli
lýsir því ástandi (II Kor. 12, 4). Innsæið opnar oss nýj-
an heim, sem er margfalt fjölbreyttari en sá heiraur, sem
hugsunin getur opinberað oss, því hugsunin er aðeins of-
urlítil kvísl af þeirri hinni miklu elfu innsæisins Vér
heyrum stundum nið þessarar miklu elfu. Vér heyrum
hann í list snillingsins, I fegurð náttúrunnar, í guðdómleg-
um innblæstri skáldsins og hjarta vort titrar ætíð fyrir
þeim nið, af einhverjum unaðslegum fögnuði, sem lyftir
oss upp úr andrúmslofti hversdagslifsins. Hugljómunin
getur leyst hina miklu gátu lífsins á einu augnabliki, þó
að mannsæfin endist ekki til að ráða hana. Á slíkum
augnablikum verður hinn sýnilegi heimur í kring um oss
að engu fyrir óumræðilegum dásemdutn alheimsins, á slík-
um augnablikum er það, að
»Sál vor í himneskum hreinleika fríkkar,
hugurinn alfrjáls úr jarðfjötrum brýst —«
eins og eitt af skáldum vorum kemst að orði.