Morgunn - 01.12.1922, Side 71
MORÖUNN
165
lappa af L., segist hafa fundið lappann í rusli hjá bróður
sínum og þetta só myndin, sem tekin hafl verið af L. í
Alþingishusgarðinum, hann hafi munað það alveg rótt,
eins og nú sé komið í ljós. Ég fékk lappann og á hann
enn. Sézt á myndinni sjálfri, að bún er tekin i Alþingis-
húsgarðinum. Hér er líka, að mér finst, annað allgott
dæmi upp á sálufélag við framliðinn mann.
Þá ætla ég að minnast á ofurlítið atvik, sem kom
fyrir veturinn 1919 — 1920 í Lundúnum. Ég dvaldi þar
um tíma þennan vetur, en því miður altof stutt til þess
að geta kannað nokkuð að ráði það, sem þar er að sjá
og heyra í þeasum fræðum. Kringumstæðurnar leyfðu
ekki lengri dvöl en rúma tvo mánuði. Það var á fundi
hjá ensku völvunni frú Brittain, 17. febrúar 1920, að
atvikið gerðist. Ég hafði skrifað frú Brittain, getið þess
eins, að ég væri nýkominn til borgarinnar og mig lang-
aði til að fá fund hjá henni ef unt væri. Hún skrifaði
mér aftur, að ég gæti fengið fundinn eftir nokkra daga
og átti ég að mæta í húsi hennar kl. hálf tólf f. h.
fyrnefndan dag. Frú Brittain er i raun og veru ekki
miðill, í þeirri merkingu, sem það orð er venjulegast not-
að. Hún fellur alls ekki í »Trance«. Hún sezt fyrir fram-
an mann og einblínir í vegginn fyrir ofan höfuðið á
manni eins og hún lesi þar á bók alt það, sem til henn-
ar kemur, en stundura lokar hún augunum og situr þann-
ig um hríð. Albjart var auðvitað inn í herberginu, enda
var þetta um hádegið. Margt af því, sem hún sagði mér,
var harla furðulegt; t. d. lýsing á heimili mínu, atburðir
úr mínu eigin lífi og fleira, sem alt var meira og minna
rótt, að svo miklu leyti, sem ég get um það dæmt. En
atriðið, sem ég ætlaði að minnast á var þannig:
Frú Brittain lýsti konu, mjög nákomnu skyldmenni
mínu, sem mér hefði þótt mjög vænt um og sem væri
farin yfir um. Hún lýsti konunni svo nákværalega, að
ég var þá ekki í nokkrum vafa um, að hún hlyti með
einhverju móti að sjá hana ljóslifandi fyrir framan sig.