Morgunn - 01.12.1922, Side 74
168
MORGKJNN
Því hefir verið haldið fram úr ýmsum áttum, og af
ólíkum ástæðum þó, að rannsókn dularl'ullra fyrirbrigða,
og þá einkum tilraunafundir, væru hættulegt starf. Sum-
ir rétt-trúnaðarmenn kirkjunnar hafa t. d. haldið þessu
fram vegna þess, að rannsóknirnar brytu í bág við fyrir-
mæli Móse-laga og væru myrkahöfðingjans verk, og sum-
ir rétt-trúnaðarmenn vísindanna vegna þess, að á tilrauna-
fundum gœti ekkert gerst nema þá helzt sálusýking á miðli
og fundarmönnum. Ég geri ráð fyrir, að nokkur sann-
leikur geti verið fólginn í sumum mótbárunum gegn til-
raununum. Ég veit, að undir sumum kringumstæðum,
geta tilraunirnar verið hættulegar. En svo er um fiesta
hluti, að þeir geta undir vissum kringumstæðum verið
hættulegir. Ég veit t. d. að tilraunir, sem reknar eru af
alvöruleysi, eða eingöngu af forvitni og löngun í nýj-
ungar, eða af óreglumönnum, geta verið stórhættulegar.
Yms heilsufræðisleg (hygienisk) skilyrði og þó enn þá
fleiri »etisk« skilyrði verður að uppfylla, ef vel á að fara.
En ég veit líka, að fyrir tilstyrk þess máls, sem nefnt
hefir verið, hin nýja opinberun, roðar nú fyrir nýjum degi
á vonahimni fjölda manna. Fyrir tilstyrk þess máls
hefir birt yfir eilífðarvonum margra og þvi máli þakka
nú margir trú sína á lífið, — einnig hér á landi. Þér
munið hvernig eitt af skáldum vorum lýsir þeirri miklu
birtu hins nýja dags er:
»Himinn færðist nær,
og hvar sem leit ég, alt var skrúð og glit, —
mér lék um enni annarlegur blær
af ótelj mdi strengja- og vængjaþyt.
Eitt sólbros, ljóshaf, virtiat víddin blá,
af verum björtum full og stjarna mergð.
Að fylstu hvild varð hugans óró þrá —
að hvíld í guði á yndislegri ferð.
Mundu ekki vottarnir, sem nú fara um heiminn og lýsa
dýrmætri reynslu sinni um dásamlega atburði, geta tekið